Víkurfréttir - 03.05.2012, Side 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012
„Okkur finnst fátt skemmtilegra
en að fara og sjá nýja uppáhalds
liðið okkar spila. Við erum búin að
fara á nokkra leiki en liðinu hefur
reyndar ekki gengið vel með okkur
í húsinu þannig að við ætlum að
láta úrslitakeppnina alveg eiga sig.“
Skýstrókar alls staðar í kring
Á þessum slóðum í Bandaríkjunum
í apríl og maí á hverju ári er svo-
kallað „tornado season“ (skýstróka
tímabil) þar sem miklar náttúru-
hamfarir ganga yfir fylkið. „Fólkið
hér er alvant þessum hrikalegu
náttúruhamförum. Föstudaginn 13.
apríl kom mikill skýstrókur hér yfir
en við höfum auðvitað enga reynslu
í þeim efnum og sýndum kannski
ekki alveg rétt viðbrögð. Þegar við-
vörunarbjöllurnar fóru að hljóma
fórum við, forvitnu Íslendingarnir
út að sjá hvað væri um að vera. Eftir
að skýstrókurinn hafði gengið yfir
komumst við að því að bjöllurnar
þýða að maður eigi að leita skjóls
undir eins. Talsverð eyðilegging
varð hér í bænum af völdum ský-
strókanna, skemmdir á húsum, tré
voru rifin upp frá rótum, rafmagns-
staurar féllu og þess háttar, og alls
ekki langt frá íbúðinni okkar, ekki
nema í svona tveggja kílómetra
fjarlægð. Blessunarlega slasaðist
enginn í bænum, en kvöldið eftir
dóu fimm manns og 29 slösuðust
norðarlega í fylkinu af völdum ský-
stróks. Við vonum alla vega að við
þurfum ekki að upplifa þetta aftur,
enda mjög ógnvekjandi.“
En nú er þetta ævintýri þeirra Gylfa
og Söru alveg að verða búið, en á
þessum stutta tíma hafa þau gert
svo margt. Þau fóru til Hawaii í
haust og í „road trip“ í janúar þar
sem þau keyrðu m.a. til Las Ve-
gas, Kaliforníu og Arizona, en þau
hafa einnig verið dugleg að skoða
í kringum sig og farið á tónleika
og fleira skemmtilegt. „Við komum
svo heim í lok maí og erum mjög
spennt fyrir að eiga íslenskt sumar,
hitta fjölskyldu og vini, en sjáum
auðvitað líka á eftir því að fara frá
þessum skemmtilega stað og nýju
vinunum okkar,“ segir Gylfi að
lokum.
Fjórmenningarnir í skóla-hreystiliði Holtaskóla gerðu
sér lítið fyrir og unnu annað
árið í röð í Skólahreysti grunn-
skólanna. Heiðarskóli sem vann
árið 2009 varð svo í 2. sæti.
Sannarlega frábær árangur hjá
skólunum úr Reykjanesbæ.
Þetta er í fyrsta sinn sem skóli
sigrar tvö ár í röð en keppnin
hefur verið haldin síðan árið
2005.
„Mér leið bara æðislega, það er
varla hægt að lýsa þessari tilfinn-
ingu,“ sagði Guðmundur Ólafs-
son hraðabrautskappi í samtali
við Víkurfréttir eftir keppnina
sem haldin var í Laugardalshöll.
„Ég var frekar stressaður en svona
undir það síðasta þá vissi ég að
við værum að fara að vinna,“
segir Guðmundur sem æfði stíft
á skólahreystibrautinni á gamla
malarvellinum en Guðmundur
æfir líka fótbolta og körfubolta.
Eitthundrað og tíu skólar hófu
keppni en 12 skólar tóku þátt í
lokaúrslitunum sem sýndar voru
í beinni útsendingu á RÚV. Að
þessu sinni voru þessir tveir
skólar frá Reykjanesbæ í 12 liða
úrslitum.
Einar Einarsson íþróttakennari
við Holtaskóla segir lykilinn að
þessari velgengni vera fyrst og
fremst metnaðinn hjá skólanum.
„Skólarnir hér í Reykjanesbæ eru
með mikinn metnað í þessum
keppnum og svo eru krakkarnir
með góðan grunn, þeir koma úr
góðu starfi.“ Að sögn Einars eru
krakkarnir duglegir að æfa sig
en þó séu kennarar þeim innan
handar.
Körfuknattleikskonan efnilega úr
Keflavík, Sara Rún Hinriksdóttir,
sagðist fyrst hafa verið örlítið
smeyk við að taka þátt í þessu
en á endanum ákvað hún að slá
til. „Fyrst gat ég ekki klifrað upp
kaðalinn en svo kom það með
æfingunni,“ en þau Guðmundur
hafa verið að bæta tímann sinn
í hraðabrautinni jafnt og þétt í
vetur. Taugarnar eru skiljanlega
þandar í svona keppni þar sem
meirihluti þjóðarinnar fylgist
með í beinni útsendingu. „Ég var
stressuð um daginn en svo þegar
maður fer að hita upp þá losnar
aðeins um spennuna. Ég man
þó ekkert eftir því þegar ég var í
brautinni, ég gleymdi því alveg,“
sagði Sara Rún.
„Ég bjóst eiginlega ekki við þessu,“
sagði Patrekur Friðriksson sem
tók dýfur og upphýfingar fyrir
liðið. Patrekur tók 54 dýfur og
hafnaði í öðru sæti í þeirri grein.
Holtskóli vann hraðaþrautina, en
þau Sara Rún Hinriksdóttir og
Guðmundur Ólafsson fóru braut-
ina á 2.14,67 mín en næsta lið var
á tímanum 2.14,77. Heiðarskóli
varð í þriðja sæti í hraðabrautinni
en smávægileg mistök í lokin
kostuðu þau tíma.
Írena Sól Jónsdóttir úr Heiðar-
skóla sigraði keppni í armbeygjum
og tók hún 60 slíkar. Í hreystigreip
var það einnig hún Írena Sól Jóns-
dóttir úr Heiðarskóla sem hékk
lengst, í 4.15 mínútur og sigraði
en í þriðja sæti varð Eydís Inga-
dóttir úr Holtaskóla sem hékk í
3.45 mínútur.
Keppnin milli skólanna frá
Reykjanesbæ var æsispennandi
allt til loka og voru jafnir að
stigum fyrir lokaþrautina. Holta-
skóli var með 62 stig í efsta sæti
en Heiðarskóli var með 58. Liðið í
þriðja sæti var með 43 stig þannig
að skólarnir úr Reykjanesbæ voru
í töluverðum sérflokki.
Holtaskóli og Heiðar-
skóli í sérflokki
Nemendum Heiðarskóla fagnað
í skólanum eftir að liðið náði 2.
sæti í Skólahreysti 2012
Skólahreystimeistararnir 2012 úr Holtaskóla í Keflavík.