Víkurfréttir - 03.05.2012, Page 23
23VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012
Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi
að geta hafið störf sem fyrst.
Ábyrgðarsvið
• Sala og þjónusta við viðskiptavini
• Vöruframsetning
Hæfniskröfur
• Starfsreynsla úr blómaverslun skilyrði
• Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
• Sköpunarkraftur
• Samskiptahæfni
Umsóknir berist fyrir 10. mai n.k.
til Guðrúnar Kristinsdóttur
gudrunk@husa.is
Húsasmiðjan
Holtagörðum, 104 Reykjavík
Öllum umsóknum verður svarað.
Húsasmiðjan leitar að
metnaðarfullum og
þjónustulunduðum
starfskrafti í stöðu blómaskreytis
í verslun Blómavals í Reykjanesbæ
Metnaður
Þjónustulund
Sérþekking
Húsasmiðjan leggur metnað sinn
í að veita fyrsta flokks þjónustu og
hafa gott aðgengi að vörum sínum
og starfsfólki. Það sem einkennir
starfsmenn Húsasmiðjunnar eru
eftirfarandi gildi:
hluti af Bygma
Allt frá grunni Að góðu heimili
síðAn 1956
Komnir:
Alex F. Hilmarsson frá Sindra
Björn Berg Bryde frá FH
Gavin Morrison frá Inverness
Jordan Edridge frá New Mills
Loic Mbang Ondo úr láni
Marko V. Stefánsson úr láni
Pape Mamadou Faye frá Leikni R.
Tomi Ameobi frá BÍ/Bolungarvík
Farnir:
Haukur Ingi Guðnason í Fylki
Jamie McCunnie
Jóhann Helgason í KA
Orri Freyr Hjaltalín í Þór
Robbie Winters
Yacine Si Salem
Ef menn gera það
sem Guðjón segir
verður ekkert basl
-segir Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga
Grindvíkingar réðu Guðjón Þórðarson ti l starfa en
Ólafur Örn Bjarnason sem
þjálfaði liðið í fyrra hyggst
nú einungis spila með liðinu.
Grindvíkingar hafa verið duglegir
að fá til sín erlenda leikmenn
og ef þeir Pape Mamadou Faye
og Tomi Ameobi ná sér á strik
í framlínunni þá er liðið til alls
líklegt. Pape hefur verið að glíma
við meiðsli undanfarið eins og
fleiri leikmenn Grindavíkur.
Þeir Jósef Kristinn Jósefsson og
Hafþór Ægir Vilhjálmsson eru að
finna sig eftir meiðsli og þeir gætu
reynst mikilvægir í sóknarleik
liðsins.
Lykilmenn Grindavíkur verða
Óskar markvörður sem átt i
skínandi gott tímabil í fyrra, Scott
Ramsey er alltaf lykilmaður, hvar
sem hann er að spilar, þegar hann er
í formi þá er hann einn af leiknari
og mest skapandi leikmönnum
deildarinnar. Framherjarnir verða
að skora mörk og því mun mæða
á þeim Tomi Ameobi og Pape
eins og áður segir. Eins er Magnús
Björgvinsson sprækur í sókninni
og hafa Grindvíkingar ekki verið
svona vel mannaðir í sókninni í
langan tíma. Alexander Magnússon
mun sennilega leika á miðjunni í
sumar en hann var sennilega bestur
Grindvíkinga á síðasta tímabili. Það
verður forvitnilegt að fylgjast með
honum í sumar.
Auk þessara leikmanna eru nokkrir
sem gætu átt gott sumar í vændum
og ómögulegt að segja til um hvað
nýir leikmenn muni láta ljós sitt
skína.
Óskar Pétursson var gríðarlega
mikilvægur fyrir Grindvíkinga í
fyrra og var m.a. fyrirliði liðsins
seinni hluta móts. Hann býst við
því að Ólafur Örn Bjarnason muni
bera bandið góða á þessu tímabili.
„Við náum mjög vel saman ég og
Óli og Guðjón þjálfari hefur yfirleitt
valið reynslubolta til að gegna þessu
hlutverki,“ sagði Óskar í samtali við
Víkurfréttir.
En hvernig leggst
sumarið í Óskar?
„Maður er spenntur og gerir sér
varla grein fyrir því hvað það er
stutt í mótið. Það eru gríðarlegar
mannabreytingar hjá okkur í ár og
mikið af ungum leikmönnum sem
eru að koma inn í liðið. Það er flott
stemning í hópnum og ég held að
menn séu mjög tilbúnir að takast á
við þetta verkefni.“
Hvernig eru þessir nýju
leikmenn að koma inn í liðið?
„Tomi Ameobi er mjög góður og
svo hefur Pape verið að standa sig
mjög vel en hefur verið að glíma
við einhver meiðsli. Ég hef þó ekki
trú á öðru en að hann verði með
okkur á fullu í sumar,“ segir Óskar
en svo eru að koma sterkir menn úr
meiðslum. Bæði Jósef Kristinn og
Hafþór hafa verið meiddir töluvert
og Óskar segir það sterkt að fá þessa
menn til baka. „Jósef er að koma
aftur inn og Hafþór er kominn á ról
eftir áralöng meiðsli og það verður
gríðarlega gaman að fá þá til baka
og flottur liðsstyrkur. Þetta getur
bara orðið gríðarlega skemmtilegt
sumar. Þetta fer mikið eftir því
hvernig við byrjum mótið en við
höfum allir bullandi trú á þessu.“
Er Guðjón að koma með
nýjar áherslur í liðið?
„Hann er öðruvísi þjálfari en ég
hef haft áður og ég hef persónulega
haft það mjög gott undir hans
stjórn. Hann er mjög vel liðinn
hérna.“ Óskar segir Guðjón leggja
ákveðna áherslu á skipulag og að
leikmenn uppfylli sín hlutverk. „Ef
allir gera það sem Guðjón vill og
leggur upp með þá eigum við ekki
að vera í neinu basli. Ég er ekki frá
því að þetta sé meira eins og hjá
atvinnumannaliðunum. Við höfum
lagt meira á okkur nú í vetur en
áður hefur tíðkast. Þjálfarinn vill að
menn taki þessu alvarlega og er alls
ekki sáttur ef menn eru að slá slöku
við.“ Óskar segir að Grindvíkingar
vonist til þess að koma sjálfum sér á
óvart og spila vel en ekki sé búið að
gefa út einhver ákveðin markmið.
Pepsi-deildin hefst á sunnudag en
þá munu bæði liðin leika á útivelli.
Keflvíkingar heimsækja Fylkismenn
í fyrstu umferð. Grindvíkingar
byrja gegn FH-ingum í Hafnarfirði
og síðan er grannaslagur af bestu
gerð í annarri umferð. Þá mætast
Grindvíkingar og Keflvíkingar
í Grindavík. Leikurinn fer fram
miðvikudaginn 10 maí.
Við höfum lagt meira á okkur
nú í vetur en áður hefur tíðkast.
Þjálfarinn vill að menn taki þessu
alvarlega og er alls ekki sáttur ef
menn eru að slá slöku við.“