Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2012, Síða 24

Víkurfréttir - 03.05.2012, Síða 24
Aleinn heimA Ég horfði björtum augum til helgarinnar. Frúin pakkaði niður farangri fyrir helgarferð með vinkonunum en af magninu að dæma, leit út fyrir að hún kæmi ekki heim fyrr en eftir viku. Jafnvel síðar. Ég var ekki neitt svakalega ósáttur við það að hún væri að fara frá mér. Hún hefur beðið eftir mér alla daga ársins og sjaldnast hef ég komið heim á réttum tíma. Ofast seint og um síðir. Ég samgleðst henni því alltaf þegar kvennafrí er annars vegar. Svo mikil tilhlökkun og umstang í kringum þau. Allt skipulagt í þaula. Nema heimferðin. Hún dregst yfirleitt á langinn. Svo gaman og auðvelt að gleyma sér. En yfirleitt er búið að skipuleggja næstu ferð áður en haldið er heim á leið. Meiri guggurnar. Ég sá fyrir mér langa helgi. Einn með sjálfum mér. Fjarstýringin á sjón-varpinu mín og húsbóndinn á heimilinu réði því hvenær yrði þrifið. Það hljóp hins vegar hundur í hundinn, þegar ég sagði honum frá því að við yrðum einir heima um helgina. Engin „amma“ heima. Ekkert skipulag á morgunvaktinni. Upplýsingarnar voru honum ofviða og hann hljóp eins og byssubrenndur undir rúm. Kom lítið undan því eftir það. Saknaði skipulags- ins. Helvítis hávaði líka í græjunum þegar „amma“ er ekki heima. Merkilegt hvað sambúðin getur verið sérstök. Þú lifir og hrærist í ákveðnu kerfi alla daga ársins sem báðir aðilar eru sáttir við. Jæja, flestir. Deilumálin grunn ef einhver og formið aflagast lítið nema e.t.v. til hins betra. Áhyggjulaus ævikvöld og bjartir morgnar. En svo þarf maður stundum að brjótast út úr rammanum í eftirmiðdaginn og aldrei betri tími til þess en einn með sjálfum sér. Ég tala meira við sjálfan mig og hugsa upphátt ef engir eru á ferli. Svona eins og þeir sem eru með þráðlausa símtólið í eyrunum út í búð. Mala eins og enginn sé morgundagurinn. Einkennilegur andskoti. En svo verður maður leiður á því til lengdar. Fer að sakna formsins, þægindarammans sem manni líður svo vel í. Er „amma“ ekki að koma? Klukkan hvað sagðist hún ætla að koma heim? Hundurinn finnur það á sér þegar hún nálgast Fitjarnar. Mér bregður oftast þegar hún gengur inn um dyrnar. En skipulagið er komið á sinn stað, allir glaðir og kátir eftir við- burðaríka helgi. Hundurinn finnur sitt fleti og umlar af ánægju. vf.is Fimmtudagurinn 3. maí 2012 • 18. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr KOMDU Í GOLF Í LEIRUNNI NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU. OPIÐ TIL 22:00 JÓEL 6 HOLU ÆFINGA- VÖLLUR HENTAR VEL FYRIR BYRJENDUR HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS Hafnargötu 29 • Sími 421 8585 Ecco dagar í Skóbúðinni 3. - 5. maí 15% afsláttur af golfskóm Sérfræðingur frá Ecco verður á staðnum fimmtudag og föstudag 20% afsláttur BOUILLON SANDAL - dömu Vörunr.: 351523-01001 Nú kr. 14.396 Var kr. 17.995 Street Junior - krakka Vörunr.: 733503-51052 Nú kr. 11.995 Var kr. 13.995 Groove Sandal - dömu Vörunr.: 205753-59893 Nú kr. 11.996 Var kr. 14.995 Biom Hybrid - herra Vörunr.: 131504-50091 Nú kr. 23.395 Var kr. 25.995 Fast trail - barna Vörunr.: 710063-53994 Nú kr. 11.196 Var kr. 13.995 Golf Street - dömu Vörunr.: 121023-57212 Nú kr. 17.196 Var kr. 20.995 New Jersey - herra Vörunr.: 51504-01001 Nú kr. 14.396 Var kr. 17.995 Golf Street - herra Vörunr.: 039184-57211 Nú kr. 17.995 Var kr. 20.995 Dansað í menningarhúsi Ásbrúar Mannlífið blómstrar í menningarhúsinu á Ásbrú, sem í daglegu tali er kallað Andrews. Um liðna helgi var haldin þar vorsýning BRYN Ballett Akademíunnar, Listdansskóla Reykjanesbæjar. Hátt í 200 börn og ungmenni tóku þátt í sýningunni en dagskráin var flutt tvisvar fyrir nær fullu húsi í bæði skiptin. BRYN Ballett Akademían setur mikinn svip á mannlífið á Ásbrú, enda eru þar um 200 einstaklingar að læra dans. Þá eru nemendur duglegir að taka þátt í jóla- og vorsýningum og nýverið var einnig haldin Dansbikarkeppni á meðal nemenda BRYN. Ljósmyndari Víkurfrétta kíkti við í dansfjörinu og sjá má myndir á vef Víkurfrétta, vf.is, í ljósmyndasafni.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.