Víkurfréttir - 28.06.2012, Síða 2
FIMMTUDAGURINN 28. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR2
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Eldhúsvaskar og tæki
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
Bol-871 48cm þvermál
þykkt 0,8mm
6.990,-
Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm
11.990,-
AGI- Eldhústæki
3.990,-
Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm
10.450,-
Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm
7.490,-
(fleiri stærðir til)
Bíll sviðnaði og
rúður sprungu
Eldur kviknaði út frá grilli í Garði eftir að það hafði verið lagt á
vörubretti framan við íbúðarhús.
Hús ráð andinn hafði ætlað að grilla
á einnota grilli en lenti í basli með
það, hætti við elda mennskuna og
lagði grillið á vöru brettin. Eldur
gaus upp í brettunum, en nágrannar
voru að ljúka við að slökkva hann
þegar slökkvi liðið kom á vettvang.
Að sögn lögregl unnar á Suður
nesjum skemmdist framendi á
bifreið, sem stóð þarna nærri,
vegna hita. Þá sprungu fimm rúður
í íbúðar húsinu af sömu sökum.
Jackass stjarna
skemmdi bílaleigubíl
Hinn heimsþekkti ólátabelgur Bam Margera var staddur á
landinu í vikunni og gisti hann á
hóteli í Reykjanesbæ. Samkvæmt
á r e i ð a n l e g u m h e i m i l d u m
Víkurfrétta á Bam að hafa komist í
kast við lögin á meðan á heimsókn
hans stóð en lögreglan var kölluð
til að hótelinu sem kappinn gisti á
vegna leigubifreiðar sem reyndist
skemmd og hafði ekki verið skilað á
réttum tíma aftur á bílaleigu.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta
var bifreiðin í leigu hjá Bam
Margera en hann hafði ílengst hér
á landi eftir að hafa misst af flugi.
Kappinn var ekkert að hika og
greiddi víst tjónið af bifreiðinni
með kreditkorti sínu um leið, rúma
milljón króna.
Tvö börn í einu
öryggisbelti
Lögreglan að Suður nesjum stöðvaði öku mann í hefð
bundnu um ferðar eftir l iti um
helgina. Í aftur sæt inu sat móðir
me ð tveggja ára barn og var
bíl beltið spennt utan um þau
bæði. Við hlið ina á henni sat
átta ára drengur, einnig með
tvegg ja ára barn í fanginu, og
hafði bíl belti verið spennt utan
um þau. Á milli kon unnar og
barn anna sat svo átta ára telpa
með öryggis belti spennt en án
sérstaks ör yggis og verndar
búnaðar sem ætlaður er börn
um. Alltof algengt er að upp
komi tilvik þar sem reglum um
ör yggi barna í bí lum er ek ki
fylgt og eru foreldrar og for
ráðamenn minntir á að hafa
þessa hluti í lagi.
Báturinn Sædís Bára var sjósettur í Njarðvíkurhöfn
í síðustu viku en báturinn
er smíðaður frá a t i l ö af
Suðurnesjamönnum og hér á
svæðinu. Nánar til tekið í fyrrum
húsi Eldafls í Njarðvík. Báturinn
er 15 tonn að þyngd og gerður
úr trefjaplasti. Báturinn hefur
verið í smíði síðan í desember
árið 2010 en upphaflega stóð til
að smíða lítinn sex metra langan
bát. Eitthvað varð verkið stærra
í smíðum og á endanum varð til
þessi glæsilegi 13 metra langi
bátur sem gerður verður út frá
Garðinum. Menn sem þekkja vel
til segja að það sé orðið ansi langt
síðan svo stór bátur hafi verið
smíðaður hér á Suðurnesjum.
Ragnar Þór Georgsson er einn
eigenda bátsins en hann sagði í
samtali við Víkurfréttir að farið yrði
að róa strax í þessari viku. Þá er
förinni heitið á Skagaströnd þar sem
rennt verður fyrir ufsa á handfæri.
Þrír aðrir eiga bátinn ásamt Ragnari
en það eru þeir Viktor, Róbert
Georgsson og Halldór Pétursson
fiskverkandi í Garði. Blaðamaður
Víkurfrétta fylgdist með för
Sædísar þegar báturinn fór á flot
við Skipasmíðastöðina í Njarðvík
og á meðfylgjandi myndum má sjá
ferðalag bátsins.
SuðurneSjaSmíð
frá a-ö
›› Sædís Bára, glæsilegur bátur sjósettur í Njarðvík.
Fer beint á ufsaveiðar:
Frá vinstri: Róbert, Viktor, Bjarni
háseti og Ragnar stoltir á þilfarinu
ATVINNA
Virkjun mannauðs á Reykjanesi
óskar að ráða verkefnastjóra til að
stýra starfsemi Virkjunar.
Virkjun er virknimiðstöð fyrir fólk sem er án atvinnu og er
staðsett á Ásbrú, 230 Reykjanesbæ. Virkjun hefur verið
starfrækt síðan 15. janúar 2009.
Við leitum að öflugum og dugmiklum einstaklingi með frjóan
huga og gott geðslag. Hæfni til að afla, fara með og halda
utan um fjármál félagsins. Viðkomandi þarf að hafa skýra
sýn og hæfni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti.
Verkefnastjóri sér um daglegan rekstur, skipulagningu,
fjármál og fl. Verkefnin eru afar fjölbreytt og snerta líf
fjölmargra.
Umsóknum eiga að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðning
fyrir hæfni viðkomandi í starfið og sína sýn á framtíð og
þróun Virkjunar.
Umsjón með ráðningu; Ólafur S. Magnússon formaður
stjórnar Virkjunar mannauðs á Reykjanesi.
Umsóknafrestur til og með þriðjudaginn 10. júlí, 2012.
Umsóknir og fyrirspurnir um starfið sendist á olafur@fit.is
Stjórn Virkjunar mannauðs á Reykjanesi.
BYRJENDANÁMSKEIÐ
Í GOLFI Á HÓLMSVELLI LEIRU
NÁMSKEIÐIÐ ER TVISAR SINNUM Í VIKU OG ER HVERT
NÁMSKEIÐ FJÖGUR SKIPTI, 90 MÍNÚTUR Í SENN.
PGA kennarar:
Erla Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Magnússon
Skráning er á erlagolf@gmail.com
VERÐ KR. 12.000,-
MARKMIÐ:
Pútt, vipp, sveia, spil , helstu golf- og siðareglur
3. júlí
20.00 – 21.30
5., 8. og 10. júlí
18.30 – 20.00
›› FRÉTTIR ‹‹