Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.06.2012, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 28.06.2012, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 28. júNí 2012 9 verið étnir af hundum og við fyrstu sýn virðast þeir ónýtir. Svo er flett á næstu síðu í myndaalbúminu og þá eru sömu skór nánast eins og nýir. „Finn mér eitthvað að gera“ Þau eru fá verkin sem hafa reynst honum ofviða og ef hann getur ómögulega gert við hlutinn þá reynir hann að útvega annan í verkið. Þannig er Jón. Honum finnst gaman að glíma við hluti. Starfið hefur verið fjölbreytt að hans sögn og allur fjárinn sem kemur inn á borð hjá honum. Hann lagar alls kyns vörur og þá sérstaklega úr leðri, t.d. töskur og jakka. Hann er nú að verða 85 ára gamall og segist þurfa að fara að taka því rólega. „Ég finn mér eitthvað að gera,“ segir hann. Það eru komnar nokkrar kynslóðirnar sem hafa heimsótt Jón og flestir bæjarbúar kannast við hann. „Ég er svo heppinn að vera ómannglöggur og þarf yfirleitt að spyrja fólk að nafni,“ segir Jón og skellir upp úr. „Sumir sverja sig þó í ættina og þá man maður eftir ömmum þeirra og öfum.“ Hefur haft gaman af lífinu „Þetta er búið að vera ágætt, fínt. Bara búið og gert,“ segir Jón eins og hann nenni ekki að gera of mikið mál úr þessu öllu saman. En finnst honum ekkert skrítið að vera að hætta. „Nei það tel ég ekki. Mér hefur aldrei leiðst um dagana og hef haft gaman af því að lifa. Það verður þó óneitanlega sárt að hitta ekki allt þetta fólk sem kemur að heimsækja mann. Ég fer þó ennþá upp í sundlaug á morgnana og þar hitti ég alltaf ágætt fólk,“ en þar er Jón víst hrókur alls fagnaðar. Bestu kúnnarnir eru þeir sem kaupa sér góða skó úr leðri að mati Jóns. Þannig fólk eru bestu og skemmtilegustu kúnnarnir. „Þegar maður er svona mikið innan um skó þá er það yfirleitt það fyrsta sem maður tekur eftir í fari fólks. Það gerist ósjálfrátt,“ segir hann en ekki eru neinir sérstakir skór í uppáhaldi hjá Jóni. „Loyds hafa alltaf verið mjög góðir skór, þægilegir og sterkir,“ segir hann. Hjónin hafa verið með sumarbústað í Biskupstungum síðan árið 1975 og þar fást þau við skógrækt enda eru þau bæði með græna fingur. Garðurinn við Skólaveg ber þess einnig merki. Jón byggði sumarbústaðinn sem er þeirra griðarstaður og Guðrún segir að hann geti hreinlega gert allt hann Jón. Hvort sem það sé að gera við vélar eða byggja hús, enda byggði hann líka húsið við Skólaveginn. Guðrún segir að Jón sé einn af þessum mönnum sem verði alltaf að vera að vinna. Honum finnist hann verða að gera allt sjálfur. Börnin þeirra hjóna eru fjögur og barnabörnin eru orðin 14. Enginn hefur þó fetað sömu braut og Jón. „Við eigum orðið börn og barnabörn í flestum starfsstéttum, segir Jón. „Það eina sem vantar orðið er prestur, sem getur séð um að jarða okkur,“ segja hjónin og hlægja en það er svo sannarlega grunnt á skopskyni hjá hjónunum sem eru enn afar ung í anda að því er virðist. KJÖRFUNDUR vegna forsetakosninga í Sveitarfélaginu Vogum 30. júní 2012 Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00 Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, gengið inn frá leikvelli. Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna forsetakosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga fram að kjördegi. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnarskrifstofur blaðsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ Jón og Siggi sem hefur lært af gamla „meistaranum“. Guðrún í garðinum sínum við Skólaveg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.