Víkurfréttir - 28.06.2012, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGURINN 28. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR6
Leiðari Víkurfrétta
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is.
Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem
er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram
á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á
miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um
einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is.
Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat
ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu
blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir,
hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
Afgreiðsla og ritstjórn:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamaður:
Auglýsingadeild:
Umbrot og hönnun:
Auglýsingagerð:
Afgreiðsla:
Prentvinnsla:
Upplag:
Dreifing:
Dagleg stafræn útgáfa:
Páll Ketilsson, ritstjóri
vf.is
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 5. júlí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Jón og Gunna
Jón Stefánsson skóari í Keflavík
er að leggja skóna á hilluna
eftir um hálfrar aldar starf á
skóvinnustofunni í Keflavík.
Jón er skemmtilegt dæmi um
fólk sem endist í sama starfinu
í langan
tíma og
Guðrún kona hans
sem hefur ekki
látið sitt eftir liggja,
en hún starfaði
m.a. ötullega fyrir
eldri borgara í
mörg ár. Er það
ekki magnað og
skemmtilegt að
lítið fyrirtæki
sé meira en
hálfrar aldar
gamalt nú þegar kennitöluskipti
eru algengari en hitt.
Það hefur margt breyst á hálfri öld ef
við skoðum aðeins tímann sem Jón og
Gunna skó hafa rekið skóvinnustofuna.
Það þarf að grafa djúpt í leit að eldra
fyrirtæki á Suðurnesjum þó vissulega
sé það ekki mannmargt. Mörg traust
fyrirtæki sem höfðu verið með rekstur
í áratugi á Suðurnesjum hafa lent í
miklum vandræðum eftir bankahrunið.
Sum bara dáin. Verslanir, veitingastaðir,
verktakafyrirtæki og þjónustuaðilar
úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins.
Sum þó í rekstri eftir að hafa fengið nýja
kennitölu. Ný kennitala þýðir að skuldir
viðkomandi eru í langflestum tilfellum
felldar niður. Það
er vont fyrir þá
sem hafa átt inni
hjá slíkum aðilum.
„Bankinn sagði
okkur að skipta
um kennitölu,“
sagði eigandi eins
fyrirtækis sem
hefur verið með
rekstur í mörg ár.
Sumir eigendur
fyrirtækja eru
í raun í vinnu
fyrir bankana og eru þannig lagað í
hálfgerðri gjörgæslu þeirra. Eldmóður
og áhugi eigenda og starfsmanna
hverfur í slíkum tilfellum. Þá er
kannski betur hætt en áfram haldið.
Í úttekt frá því síðla vetrar kom fram að
meira en 50% fyrirtækja á Suðurnesjum
væru í alvarlegum vanda og myndu
jafnvel ekki lifa af árið. Við sem hér búum
könnumst langflest við þetta, þekkjum
til hjá mörgum aðilum sem hafa lent í
erfiðleikum eftir bankahrunið. Það hefur
mörgum liðið illa og þurft að horfa á
eftir rekstri fyrirtækis, starfsfólk hefur
tapað vinnunni og alvarlegt ástandið
hefur ekki hjálpað upp á bæjarbraginn
á svæðinu. Ekki bætti úr skák þegar
Sparisjóðurinn fór eftir hundrað ára
rekstur. Sem sagt; mjög erfitt og hálf
ömurlegt ástand á mörgum bæjum.
En hvað um það, við verðum að halda
áfram. Þrátt fyrir erfiðleika þá eru
margir ljósir punktar í samfélaginu á
Suðurnesjum. Mörg spennandi tækifæri.
Ferðaþjónustan á fleygiferð. Þar er
aukningin. Nýtt álver, hvort sem það
mun rísa eða ekki mun kannski ekki ná
því að standa undir nafni sem stærsti
vinnuveitandi á Suðurnesjum. Þar trónir
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á toppnum
og verður líklega næstu árin. Hvort sem
við munum sjá álver rísa eða ekki. Hvar
værum við annars stödd ef hér væri ekki
flugstöð sem leiðir af sér um og yfir tvö
þúsund störf. Verði álverið að veruleika
mun það þó hafa gríðarleg áhrif út í
fyrirtækjasamfélagið á Suðurnesjum og
víðar. Sambærilegt álver sömu eigenda á
Grundartanga skiptir við 300 fyrirtæki
og kaupir af þeim þjónustu og vörur fyrir
10 milljarða á ári. Það munar um minna.
›› Suzuki hjá K.Steinarsson:
›› Chervolet Malibu hjá Bílabúð Benna:
„Ég vil nota tækifærið og þakka
þau viðbrögð sem ég hef þó feng
ið í framhaldi af fréttinni á vef
Víkurfrétta um leiðréttingu á
staðreyndarvillum í rannsókn
arskýrslu Alþingis.“ segir Stein
þór Jónsson hótelstjóri og fyrr
verandi bæjarfulltrúi Sjálfstæð
isflokksins í Reykjanesbæ.
„Með svona sterka leiðréttingu í
höndunum er fólk kannski að skilja
betur að allt er ekki eins og það sýn-
ist við fyrstu skoðun. Þá eru aðrir
sem vita nú án alls vafa að ég var
ekki í stjórn Sparisjóðabankans þeg-
ar lánaveitingar til fjárfesta honum
tengdum voru veittar, vita að ég var
ekki í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík
eða í Suðurnesjamönnum, sem enn
fullyrða um að ég hafi samt fjárfest
í Berginu án þess að greiða eigið fé,
sem ég vissulega gerði, eða fjárfest
ásamt öðrum í félögum sem lifðu
bankahrunið ekki af. Við þetta fólk
vil ég segja að ef það í hjarta sínu
vill vita sannleikann þá er því vel-
komið að hafa samband og kynna
sér einstök efnisatriði eða koma til
að sjá kvittun fyrir greiðslu á eigin
fé tengdum þessum félögum. Það er
það besta sem ég get boðið.“
Í umræddri grein kom fram að
Steinþór Jónsson, hefur fengið
formlegt bréf frá Alþingi þar sem
rangfærslur sem fram komu í rann-
sóknarskýrslu Alþingis eru leið-
réttar. Heilt ár leið frá því að hann
vakti fyrst athygli á rangfærslunum
í skýrslunni og þar til þær voru að
lokum leiðréttar og sagði Steinþór
ljóst að mannorð hans hafi skaðast
mjög vegna þessa og fagnar mjög
leiðréttingu Alþingis í máli sínu.
„Þessi rangfærsla í rannsókn-
arskýrslu Alþingis hefur skaðað
mig gríðarlega og verið grunnur að
rógburði gegn mér síðustu mánuði.
Þar má helst nefna, auk þess sem
nú er staðfest, að ég hef ekki komið
að lánum til félaga mér tengdra,
að ég var aldrei stjórnarmaður í
Sparisjóðnum í Keflavík, var ekki
einn eigenda Suðurnesjamanna
ehf. og tók aldrei persónuleg lán
fyrir mig eða fyrirtæki í meirihluta-
eigu minni,“ segir Steinþór.
Í bréfi sem Steinþór sendi for-
sætisnefnd og dagsett er 31. maí
2011 vakti hann athygli á því að í
Steinþór fékk leiðréttingu eftir ár
-segir rangfærslu í rannsóknarskýrslu Alþingis
hafa skaðað sig mikið
3. bindi á bls. 99 og 100 í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis megi
finna alvarlegar staðreyndavillur.
Fullyrt var að Steinþór hefði gegnt
varaformennsku í stjórn Icebank
og átt þátt í að breyta, ásamt stjórn,
lánareglum bankans á stjórnarfundi
þann 7. október 2007 og veitt lán
m.a. til einkahlutafélags að hluta í
sinni eigu. Hið rétta er að Steinþór
var meðstjórnandi frá 14. desember
2007 og varaformaður stjórnar
bankaráðs frá 7. mars 2008. Á um-
ræddum stjórnarfundi 7. október
2007 var farið yfir lánareglur bank-
ans auk þess sem formanni og vara-
formanni stjórnar bankans var falið
að ganga frá lánum til einkahluta-
félaga vegna hlutafjárkaupa í bank-
anum sjálfum. Eitt þeirra fyrirtækja
sem fengu lán var Bergið ehf., sem
var í minnihlutaeigu Steinþórs auk
12 annarra hluthafa.
Í sama bréfi til forsætisnefndar er
bent á að opinber gögn frá Fyr-
irtækjaskrá sýni einnig fram á að
Steinþór hafi ekki verið í stjórn
bankans á þessum tíma og þar með
geti veiting lána, sem ákveðin voru
á þessum fundi, ekki tengst hon-
um.
„Allar skýrslur, sérstaklega rann-
sóknarskýrsla Alþingis og aðr-
ar rannsóknarskýrslur, verða eðli
málsins samkvæmt að vera með
allar staðreyndir á hreinu og segja
báðar hliðar mála á sanngjarnan
hátt,“ segir Steinþór og bætir við að
svo hafi ekki verið í málefnum hon-
um tengdum líkt og bréf Alþingis
staðfestir nú. „Það er von mín að
svona rangfærslur heyri nú sögunni
til. Reiði og öfund í samfélaginu er
næg fyrir.
Um leið og ég fagna leiðréttingu Al-
þingis í mínu máli er ljóst að þessi
rangfærsla í rannsóknarskýrslu Al-
þingis hefur skaðað mig gríðarlega
og verið grunnur að rógburði gegn
mér á síðustu mánuðum. Allar
skýrslur, sérstaklega rannsókn-
arskýrsla Alþingis og aðrar rann-
sóknarskýrslur, verða eðli málsins
samkvæmt að vera með allar stað-
reyndir á hreinu og segja báðar
hliðar mála á sanngjarnan hátt. Svo
var vissulega ekki gert í málefnum
mér tengdum eins og bréf Alþings
hefur nú staðfest.
Ljóst er að tengsl mín við Sjálf-
stæðisflokkinn hefur verið undirrót
ofsókna í minn garð enda sleppa
meðeigendur og aðrir fjárfestar í
sömu fjárfestingum við alla um-
fjöllun og áróður, hvað þá nafn-
greindir. Eftir 30 ára uppbyggingu
minna fyrirtækja og vilja til upp-
byggingar í mínu litla samfélagi er
sérstaklega erfitt, þar sem marg-
ir hafa tapað miklum fjármunum
vegna bankakreppunnar, að vera
settur allt í senn sem stjórnarmaður
Sparisjóðsins í Keflavík, lánveitandi
og lánþegi að ósekju.“
Steinþór með bréfið frá Alþingi.
„Þetta er allt í rétta átt og við
finnum mjög mikið fyrir auknum
áhuga og fyrirspurnum,“ segir
Kjartan Steinarsson, bílasali en
hann bætti nýlega Suzuki bílum
við í framboð sitt á bílasölunni
og afhenti þann fyrsta Bílaleigu
Keflavíkur á föstudaginn.
Ragnar Róbertsson eigandi Bíla-
sölu Keflavíkur tók við lyklunum
að splunkunýjum Grand Vitara
jeppa hjá Kjartani og sagðist vera
að byggja upp og efla flotann í leig-
unni sem var stofnuð fyrir tveimur
Fyrsta Chevrolet Malibu bifreið Bílabúðar Benna í Reykja
nesbæ var afhent á dögunum. Þau
hjónin Sigurður Kristinsson og
Bryndís Rafnsdóttir festu kaup á
bílnum sem hefur verið aðlagaður
að akstri í Evrópu og kominn á
markað hérlendis eftir langa bið.
K.Steinarsson afhendir
fyrsta Suzuki bílinn
Fyrsti Chevrolet Malibu
afhentur í Reykjanesbæ
árum. „Ég var með bílapartasölu
í Hafnarfirði en hef nú snúið mér
alfarið að bílaleigu og hef fengið
mest mín viðskipti frá tveimur
ferðaþjónustuaðilum í útlöndum,“
sagði Ragnar.
K.Steinarsson er með umboð frá
Öskju sem er með Mercedes Benz
og KIA bíla en bætti nýlega Suzuki
í hópinn. Kjartan segir að það hafi
verið mikil aukning í sölu á KIA
sem hafa verið að koma sterkir inn
á markaðinn, sérstaklega í minni og
sparneytnari bílum.