Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.06.2012, Síða 8

Víkurfréttir - 28.06.2012, Síða 8
FIMMTUDAGURINN 28. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Það er sannarlega skarð fyrir skildi að Jón Stefánsson skó­ smiður sé að fara að hætta störfum enda er hann fyrir löngu orðinn afar kær Suðurnesjamönnum og hafa sjálfsagt margar kynslóðir Suðurnesjamanna notið krafta hans. Enda hefur Jón Skó, eins og hann er jafnan kallaður, verið að laga og bæta skó í Keflavík í rúm 50 ár. Eftir að Jón birtist á forsíðu Víkurfrétta í síðustu viku hefur skarinn allur af fólki komið í heimsókn á verkstæðið og heimili Jóns að Skólavegi 22 og knúsað og kysst gamla manninn. Þau hjónin Jón og Guðrún kona hans eru frábærir gestgjafar en blaðamaður Víkurfrétta getur svo sannarlega vottað um það eftir að hafa kíkt til þeirra í kaffisopa og spjall. Það eru líklega flestir sammála því að það hefur ekki farið mikið fyrir verkstæðinu á Skólavegi. Ef ekki væri fyrir skiltið sem stendur við götuna þá vissu sjálfsagt ekki margir að þarna í skúrnum leyndist skóverkstæði þar sem Jón hefur unað sér í yfir 30 ár. Margir eru sjálfsagt einnig sammála því að iðn sú sem Jón hefur stundað sé ef til vill ekki sú eftirsóttasta af iðngreinum og því miður er það orðið svo að stéttin er nánast að deyja út. Áður fyrr þótti það fínt starf að vera skósmiður. Menn voru í fínum skyrtum og með reffilegar leðursvuntur. Eða svo segir Gunna hans Jóns, eða Gunna skó eins og hún hefur alltaf verið kölluð en faðir hennar var alla tíð skó smiður. Gu ð r ú n Mat t h i l du r S i g u r­ bergsdóttir og Jón hafa nú verið gift í 63 ár og kynntust þau skötu­ hjú í Hérað skólanum Laugarvatni. „Pabbi byrjaði með skóverkstæði á Ólafsvík árið 1928 en þá var mikil kreppa, og matarleysið mikið,“ segir Guðrún. „Fólk kom með skóna til hans pabba og sagðist ætla að borga seinna en það stóð sjaldan heima og efniskostnaðurinn var mikill. Pabbi ætlaði því að fara á sjóinn og kom því hingað til Keflavíkur.“ Það var rétt eftir brunann 1936 í Skildi, rifjar Guðrún upp. Þá voru tveir gamlir skósmiðir í bænum og faðir Guðrúnar sá það í hendi sér að það var vöntun á nýjum skósmið í bæinn. Hann hóf starfsemi á Vallargötu 7 og keypti síðar hús á Hafnargötu 35 sem þá var reyndar Hafnargata 20. Að sögn Guðrúnar voru Keflvíkingar afskaplega góðir og hjálpsamir þrátt fyrir að margir hafi ekki haft mikið milli handanna enda mikil fátækt á þessum tíma. „Mér finnst engin kreppa vera nú til dags. Ég man þegar að fólk þurfti að standa í biðröðum til þess að fá mjólk og allar búðir voru tómar,“ segir Guðrún og rifjar upp skemmtilega sögu frá þeim tíma þegar frænka hennar ætlaði að kaupa sér eggjaskera. Guðrún sagði henni pent að slíkt væri ekki til í neinum verslunum enda lítið sem ekkert til þar. Þá sagði frænkan: „Helvítis frekja er í fólki. Loks þegar ég eignast aur og ætla að kaupa mér eggjaskera þá eru þeir búnir,“ segir Guðrún og hlær. Safnað fyrir vondu tímunum Faðir hennar útskrifaðist með meistarabréf í skósmíði f rá Reykjavík. „Hann var a l ltaf skósmiður. Þegar þú ert skósmiður þá verður þú bara að láta það nægja. Þú þarft bara að safna fyrir vondu tímunum, það sagði pabbi alltaf.“ Guðrún segir að á þeim tímum hafi komið mörg pör af skóm á dag til viðgerðar enda átti fólk ekki eins mikið af skótaui og í dag og hugsaði vel um skófatnaðinn. Jón var á þessum tíma að starfa uppi á velli í góðri vinnu en hann hefur í gegnum tíðina fengist við flestar iðngreinar nema múrverkið. Það hefur hann afrekað þrátt fyrir að hafa gert við skó í rúm 60 ár. Sigurbergur tengdafaðir hans var þá einn á skósmíðaverkstæðinu og átti í erfiðleikum með að hafa undan. Jón vorkenndi kallinum og var mikið að hjálpa honum eftir vinnu og þegar hann hafði lausan tíma. „Við vorum að byggja og vorum með þrjú börn. Þá sagði Jón að hann ætlaði sér að hætta upp á velli til þess að hjálpa pabba,“ segir Guðrún. Jón fór því að vinna hjá tengdaföður sínum og náði sér í sveinspróf á endanum. Sigurbergur lést reyndar áður en Jón náði að fá meistararéttindi en þau hefur hann aldrei tekið. Hann fór að starfa sjálfstætt þegar Sigurbergur féll frá en það er árið 1973. „Ég hef ekkert sóst eftir því að sækja meistararéttindin. Mér er alveg sama hvað stendur á legsteininum, hvort að það sé meistari Jón, eða bara Jón,“ segir Jón og hlær. Árið 1980 fluttist starfsemin í núverandi húsnæði við Skólaveg þar sem Jón hefur síðan haldið til í bílskúrnum. Hefur fundið arftaka Nú er Jón kominn með mann í læri sem ætlar að taka við keflinu en sá heitir Sigurður Ólafsson. „Hann fékk hvergi starfsþjálfun og það er enginn skósmiður sem vill taka lærling. Það er dýrt því borga þarf manninum kaup. Ég bauð honum bara að vera hérna með mér og sjá hvernig þetta fer fram,“ en Sigurður var áhugasamur um skósmíðina en hann hefur fengist við margt í gegnum tíðina sjálfur. Hann er þessa dagana að koma sér fyrir við innganginn í Nettó í Krossmóa þar sem tækin frá Jóni munu koma til með að þjóna skóbúnaði okkar áfram um ókomna tíð. Nú hefur margt breyst í skótískunni á öllum þessum árum en hvað finnst skósmiðnum um þróunina sem átt hefur sér stað í bransanum „Nú eru þetta bara einnota skór að miklu leyti. Þetta var ekkert úr plasti hérna áður fyrr. Það er líka mikið um það að fólk komi með skóna í viðgerð og sæki þá ekki aftur, slíkt gerðist aldrei hér áður fyrr.“ Jón er á því að vönduð viðgerð á skóm sé listgrein út af fyrir sig en hann sjálfur er handlaginn með eindæmum. Þau hjónin draga fram gömul myndaalbúm þar sem verk Jóns hafa verið fest á filmu. Þar getur að líta skó sem m.a. hafa „Sama hvort það standi meistari Jón, eða bara Jón á legsteininum“ Jón við skiltið góða. Jón hefur rekið Skóbúðina í yfir 50 ár. Sigurbergur tengdafaðir hans hóf rekstur fyrirtækisins árið 1928 og því mætti eflaust segja að fyrirtækið sé með þeim elstu á Suðurnesjum. ›› Jón Stefánsson skóari í Keflavík leggur skóna á hilluna eftir rúmlega hálfrar aldar starf

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.