Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.06.2012, Side 12

Víkurfréttir - 28.06.2012, Side 12
FIMMTUDAGURINN 28. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 vf.is Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000 „Það mætti orða það þannig að ég er duglegur á sumrin á grillinu og síðan á ég það til að taka tarnir við eldavélina öðru hverju. Ég er kallaður til þegar kemur að því að matreiða „a la“ Halli réttina,“ seg­ ir Haraldur Axel Einarsson sem er matgæðingur Víkurfrétta þessa vikuna. Haraldur segist ekki verja neitt gríðarlegum tíma í eldhúsinu held- ur séu svalirnar frekar hans eldús. Þar er hann duglegur á grillinu og oftar en ekki eru það pizza, kjöt og hamborgarar sem fá að ilja sér þar. Haraldur ætlar að deila skemmti- legri uppskrift með lesendum en hann ætlar að fræða okkur um hvernig grilla skuli pizzu. „Pizzan hefur verið í miklu upp- áhaldi síðan ég fékk pizza-steininn frá tengdaforeldrunum hérna um árið. Hún þarf helst að vera með öllu sem ég kem á hana, en ég hef Pizzan best grilluð Í Eldhúsinu verið að létta aðeins á henni með því að minnka kjötáleggið og auka við hollustuna, t.d. bæta við þessu græna, er ekki krafa um það í nú- tímasamfélagi? Byrjað er að hita steininn meðan pizzan er græjuð innandyra. Steinn- inn þarf að vera funheitur. Smelli pizzunni á steininnn og þetta tekur innan við 10 mínútur að grillast. Þú færð'ana ekki betri en grillaða (We- beraða). Hægt að næla sér í grillstein í Húsasmiðjunni, þeir selja Weber grillvörur,“ segir Haraldur að lokum. Uppskriftin: Botninn: Speltbotn frá Ebbu (http://pu- reebba.com/) 250 gr spelt (má blanda fín- og grófmöluðu saman) 3 tsk vínsteinslyftiduft Ca 1 tsk oregano 1/2 tsk sjávarsalt 2 msk ólívuolía 130-140 ml heitt vatn Sósan: 2-3 hvítlauksgeirar maldon sjávarsalt eftir smekk ólívuolía Áleggið: skinka paprika sveppir rauðlaukur piparostur pizzaostur furuhnetur fetaostur beikon toscana skinka klettasalat spínat Líknarsjóður Finnbjargar Sigurðardóttur styrkti á dögunum Skammtímavistunina Heiðarholt um næstum hálfa milljón í formi gjafa. Finnbjörg sem sjóðurinn er nefndur eftir var frá Felli í Sandgerði, fædd 1906 og lést árið 1952 og var sjóðurinn stofnaður árið 1953. Þeir peningar sem eru í þessum sjóð koma eingöngu af sölu á minningarkortum. Það er venja að gefa úr þessum sjóði á u.þ.b. 5 ára fresti. Þeir sem fengu að njóta að þessu sinni voru skjólstæðingar á S k a m m t í m a v i s t u n i n n i Heiðarholti, Garði. Keyptur var sturtu/salernis stóll ásamt öðrum hjálpartækjum fyrir kr. 483.000. Stóllinn nýtist mikið fötluðum börnum og var hann afhentur nú í byrjun júní. Gáfu Heiðarholti veglegar gjafir ›› Vegleg gjöf: Nj ö r ð u r G a r ð a r s s o n , björgunarbátur Björgunar­ sveitarinnar Suðurnes s em slitnaði aftan úr björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein á Faxaflóa í brotsjó árið 2009 er nú loks kominn aftur í leitirnar. Eftir að hafa verið týndur í 996 daga þá fannst báturinn nú um síðastliðna helgi, 1077 mílum frá þeim stað sem hann týndist. Njörður fannst við Vesterålen sem er nyrst í Noregi en það var norskur fiskibátur sem varð bátsins var, en stefnið á Nirði stóð upp úr hafinu eins og sjá má á myndum. Báturinn, sem er Atlantic 21 harðbotna björgunarbátur, slitnaði aftan úr björgunarskipinu í október árið 2009 eftir að brotsjór hafði komið á skipið og hvarf sjónum manna. Bátsins var leitað lengi vel en án árangurs. Kári Viðar Rúnarsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes sagði í samtali við VF að það væru vissulega gleðitíðindi að heyra af bátnum og hann var á því að fundurinn væri ansi merkilegur fyrir margra hluta sakir. „Hönnuður bátsins hafði alltaf sagt að það væri varla hægt að sökkva bátnum nema hann myndi hreinlega brotna í spað. Það hefur því sýnt sig að hann hefur greinilega ekki sokkið fyrr en eftir ansi langt ferðalag og hreint ótrúlegt að hann hafi komist alla þessa leið án þess að einhver yrði hans var,“ sagði Kári og bætti því við að líklega myndi beinagrind bátsins skila sér hingað til lands. „Norska strandgæslan er líkega á leið hingað til lands í sumar og þá er möguleiki á því að leifar bátsins verði með í för, þetta er þó óljóst enn og við erum að bíða frekari upplýsinga frá Noregi.“ Njörður fundinn í Noregi – týndur í tæpa 1000 daga Styttist í NÝJAN Víkurfréttavef

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.