Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 11
algengum matvælum sem framleidd eru úr hrísgrjónum. Niðurstaðan er sláandi því arsen reyndist vera í flest- öllum sýnunum, hvort sem það var lífrænn barnamatur, morgunkorn eða brún eða hvít hrísgrjón, og stundum í því magni að ástæða er til að hafa áhyggjur. Þá kom fram að hvít hrísgrjón ræktuð í Arkansas, Louisiana, Missouri og Texas innihalda meira magn af arseni en hrís grjón annarsstaðar frá. Hrísgrjón frá þessum 4 fylkj- um standa undir 76% af hrísgrjónaneyslu bandarískra heimila. Þá var meira magn arsens í brúnum hrísgrjón- um en hvítum og gilti þá einu hvert vörumerkið var. rýnt í heilsufarsgögn Consumer Reports rýndi einnig í opinber gögn um heilsu þjóðarinnar og komst að því að fólk sem borðaði hrís- grjón hafði í sér 44% meira magn af arseni en þeir sem ekki borðuðu hrísgrjón. Greinilegur munur er milli kyn- þátta þar sem hærra magn arsens fannst í Bandaríkja- mönnum af asískum og suðuramerískum uppruna en meðal landa þeirra sem eiga sér annan bakgrunn. ráð til neytenda Í kjölfar könnunarinnar hafa sérfræðingar Consumer Reports farið fram á að matvæla- og lyfjastofnun Banda- ríkjanna (FDA) setji mörk á arsenmagn í matvælum sem unnin eru úr hrísgrjónum og ávaxtasöfum. Það vantar reglur um viðmiðunarmörk arsens í matvælaframleiðslu og ítarlegri rannsóknir um áhrif þess á heilsufar neyt- enda. Þar til niðurstöður slíkra rannsókna liggja fyrir ráðleggur Consumer Reports neytendum eftirfarandi: • Látið kanna gæði drykkjarvatnsins á heimilum ykkar. • Börn yngri en 6 ára ættu ekki að drekka meiri ávaxtasafa en 1,2-1,8 dl á dag og eldri börn ekki meira en 3,5 dl daglega. • Til að minnka magn arsens í hrísgrjónum er ráðlagt að skola þau vandlega og sjóða 1 bolla af hrís- grjónum á móti 6 bollum af vatni og sía vel á eftir. • Takmarkið neyslu á hrísgrjónum og hrísgrjóna - afurðum og veljið aðrar tegundir korns í staðinn. Hér á landi er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af drykkjar vatni. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- stofnun er helst hætta á mikilli inntöku arsens hjá börn- um undir 3 ára þar sem barnamatur er oft unninn úr hrísgrjónum. Þetta á sérstaklega við ef um er að ræða börn með mjólkursykuróþol sem er þá jafnvel gefin hrísgrjónadrykkur að auki. -ÞH- Samkvæmt opinberum ráðleggingar í Danmörku, Englandi og Írlandi ættu börn undir þriggja ára aldri ekki að drekka hrísgrjónadrykk. Neytendablaðinu er ekki kunnugt um að neinar slíkar ráðleggingar hafi verið gefnar út hér á landi. Arsen hefur fundist í hrísgrjónum og veldur það áhyggjum þótt magnið sé lítið. Arsen er vel þekkt eiturefni og getur valið krabbameini. Eiturvirkni arsens er þó háð efnaforminu. Frumefnið Arsen Arsen er frumefni með efnatáknið As og er nr. 33 í lotukerfinu. Arsenik er aftur á móti efnasamband arsens og súrefnis. As 33 Arsen 74,9216 2 8 18 5 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.