Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 6
- Skuggahliðar framleiðslunnar Gríðarleg aukning hefur orðið á neyslu jurtaolíu á síðustu ára- tugum. Árið 1980 var sojaolían langvinsælust og hafði 34% markaðshlutdeild á heimsmarkaði en pálmolían aðeins 11%. Á 30 árum hefur neysla á pálmolíu tífaldast; úr 4,5 milljónum tonna í 45 milljónir tonna, og er pálmolía nú mest selda jurta- olían í heiminum með 34% markaðshlutdeild. Sojaolía er í öðru sæti með 27% markaðshlutdeild. Stærstu innflytjendur pálm- olíu eru Kína, Indland og Evrópusambandið. Vinsældir pálmolíunnar koma ekki til af engu. Pálmolíutréð skil ar 10 sinnum meiri jurtaolíu á hektara en sojabaunir, repja eða sólblóm. Pálmolía hentar vel til matvælaframleiðslu þar sem hún er bragðlaus og þránar hægt og talið er að hana megi finna í um helmingi allra pakkaðra matvæla. Pálmolía er einnig mikið notuð í snyrtivöruframleiðslu og hreinlætisvörur sem og í efnaiðnaði. Pálmolía NEYTENDABLAÐIÐ // NÓVEMBER 2012 // pálmolía Á 30 árum hefur neysla á pálmolíu tífaldast. Pálmolía er nú mest selda jurta­ olían í heiminum með 34% markaðs­ hlutdeild. Borneó er þriðja stærsta eyja í heimi og tilheyrir syðri hluti hennar Indónesíu en nyrðri hlutinn Malasíu. Borneó var í eina tíð þakin regnskógum og á eyðing þeirra engan sinn líka. Skógarhögg á stóran þátt í þeirri þróun og nú ógna pálmolíuplantekrur mikilvægu vistkerfi eyjunnar. 6

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.