Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 14
Fyrir ári birti Neytendablaðið gæðakönnun á reykskynjurum og voru lesendur varaðir við tegundinni KD-107 enda féll hún á prófinu. Þessi teg- und gengur undir ýmsum heitum og á hinum Norðurlöndunum fundust KD- 107 skynjarar undir heitunum Marquant, Nexa, L-project og Tiger. Hér á landi fannst tegundin undir heitinu Elworks en hún var tekin af markaði eftir að könnunin birtist. Ekki er hægt að útiloka að KD-107 skynjarar séu enn til sölu eða séu nú þegar uppsettir á einhverjum heimilum. Ef svo er ætti hiklaust að skipta þeim út. Í nýjasta tölublaði danska neytendablaðsins Tænk er seinagangur danskra yfirvalda harðlega gagnrýndur. KD-107 hefur ítrekað fallið á gæðaprófum ICRT og síðan í janúar 2010 hafa frönsk yfirvöld sent 4 tilkynningar til annarra Evrópulanda í gegnum Rapex-kerfið sem er tilkynningarkerfi evrópskra eftirlitsstofnana. Fyrst nú taka dönsk yfirvöld við sér og banna sölu á KD-107 skynjurum og er það m.a. eftir þrýsting frá dönsku neytenda- samtökunum. Neytendablaðinu er ekki kunnugt um að sala á þessum skynj- urum hafi verið bönnuð hér á landi. Eftirlitsstofnunum hefur verið sent erindi þar sem vakin er athygli á þessu máli og hvatt til þess að sala á KD- 107 verði bönnuð hér á landi. - deilt um árangur Reykskynjarar teknir af markaði Ástæðan fyrir því að KD-107 fellur ítrekað á gæðaprófi er að hann er of lengi að nema boðin og bregðast við. Reykurinn er með öðrum orðum orðinn of þéttur þegar skynj- arinn fer í gang. Í gæðakönnuninni í fyrra kom í ljós að bestu skynjararnir voru 2-3 mínútur að bregðast við en þeir verstu 7-10 mínútur. Þessar mínútur geta skipt sköpum ef eldur kviknar. hér má sjá hvernig kd-107 skynjarinn lítur út. Mörg Evrópuríki hafa lagt auknar álögur á óholl ustu, svo sem sykur og fitu, með það fyrir augum að bæta lýðheilsuna. Algengast er að lögð séu aukagjöld á vörur sem inni- halda syk ur en Danir hafa einnig sett fituskatt á vörur sem innihalda meira en 2,3% af mett- aðri fitu. Nú eru dönsk stjórnvöld farin að efast um að þessi skattlagning skili tilætluðum árangri og er rætt um hvort hana beri að afnema. Þeir þingmenn sem eru efins telja að fólk velji ekki endilega hollari mat þótt hann sé ódýrari. „Neysluskattar virka ekki í öllum tilfellum. Ég held að við fáum ekki fólk til að borða hollar matvörur með neysluskatti. Það er reyndar ódýrara að kaupa epli en franskar,“ segir t.d. Marianne Jelved, þingflokksformaður Radi- kale venstre, í samtali við Berlingske. Þá hafa sumir þingmenn bent á að þessar auknu álög- ur færi viðskipti yfir landamærin því Danir kaupi óhollustuna á lægra verði í nágranna- löndunum. Þannig verði Danmörk af tekj um og jafnvel störfum. Ekki eru þó allir sammála því að álögur á óhollustu hafi verið mistök. Danir berjast við offituvanda líkt og flestar aðrar vestrænar þjóðir og innbyrða mun meiri sykur en Norð- menn og Svíar þótt þeir slái Íslendingum reynd ar ekki við. Formaður dönsku lækna- sam takanna segir til mikils að vinna að bæta mat ar æði Dana og aðgerðirnar skili árangri. Þannig hafi t.d. sala á smjöri dregist saman. Aðrir minna á að hluti skýringarinnar á minni smjörsölu sé sá að neytendur, ekki síst á Suður-Jótlandi, kaupi smjörið einfaldlega í Þýskalandi. Ekki eru nema 2 ár síðan þessir óhollustu- skattar voru innleiddir og því er hugsanlega of snemmt að segja til um áhrif þeirra. álögur á ÓholluStu 14

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.