Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 23
Félagsmaður Neytendasamtakanna, sem leiddist mjög dagskrá RÚV, ákvað að nota tímann í að lesa fjárlögin frekar en að glápa á sjónvarpið eitt kvöldið. Komst hann þá að því að það munaði töluverðu á þeirri fjárhæð sem RÚV er skömmtuð og fjárhæðinni sem rennur til ríkis- sjóðs í formi útvarpsgjalds. Þetta kom honum mjög á óvart því hann, eins og væntanlega flestir skattgreið- endur, stóð í þeirri trú að útvarpsgjaldið væri nýtt í það eitt að fjármagna rekstur RÚV. Neytendablaðið fór á stúfana. Í ársbyrjun 2009 var afnotagjald Ríkisútvarpsins lagt niður og í staðinn kom sérstakt gjald, svokallað útvarps- gjald sem einstaklingar sem greiða í framkvæmdasjóð aldraðra og lögaðilar þurfa að greiða. Í dag er gjaldið 18.800 kr. og samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir að rúmir 4 milljarðar innheimtist árið 2013. Samkvæmt sömu fjárlögum er gert ráð fyrir að rúmir 3 milljarðar fari í rekstur Ríkisútvarpsins. En hvað verður um þær 900 milljónir sem munar? Neytendasamtökin sendu fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að útvarpsgjaldið er ekki sérskattur fyrir RÚV, heldur almennur tekjustofn sem rennur í ríkissjóð. Þessi skattur hefur verið hækk- aður umtalsvert á undanförnum árum til að mæta kostnaði vegna áfalla ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins, alger lega ótengdum rekstri ríkisútvarpsins. Útvarps- gjaldið hefur þannig hækkað talsvert umfram það sem nemur fjárþörf RÚV. Auk þess kom fram í svarinu að ekki væri um svokallaðan nefskatt að ræða, því um 32% framteljenda greiði ekki þennan skatt, þ.e. sami hópur og greiðir ekki tekjuskatt. Svarið kom Neytendasamtökunum í opna skjöldu. Undan farin ár hafa samtökin sent margar umsagnir um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið ohf. og gagnrýnt hversu hátt útvarpsgjaldið er. Þá sáu samtökin ástæðu til að mótmæla þegar eftirfarandi setning kom fram í greinargerð með frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkis- fjármálum árið 2010: „Vegna almennrar tekjuöflunar fyrir ríkissjóð í tengslum við nauðsynlegar ráðstafanir í ríkisfjármálum er nú talið nauðsynlegt að hækka fjár- hæð sérstaks útvarpsgjalds um 4%.“ Neytenda samtökin bentu á að hæpið væri að ræða um hækkun á útvarps- gjaldi í tengslum við almenna tekjuöflun ríkis sjóðs. Skilningur samtakanna hefur verið sá að útvarpsgjaldinu eigi eingöngu að ráðstafa til RÚV enda var ekki annað að skilja af umsögn fjárlagaskrifstofu um lög um Ríkis- útvarpið ohf. Jafnframt er talað um nefskatt í greinar- gerð með þeim lögum. Samkvæmt frumvarpi til laga um RÚV sem nú er til meðferðar hjá Alþingi er ekki gert ráð fyrir að gjaldið renni að fullu til RÚV fyrr en árið 2014. Neytenda- samtökin mótmæltu þeirri tilhögun harðlega og telja að þarna sé ekki rétt staðið að því sem í raun er bara almenn skatttaka. Almenningur stendur væntanlega í þeirri trú að gjald sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á innheimtu- seðlum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur drjúgur hluti af gjaldinu verið notaður í annað. í hvað fEr útvarpSgjaldið? - RÚV fær ekki allan peninginn NEYTENDABLAÐIÐ // NÓVEMBER 2012 // útvrpSgjaldið 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.