Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 21
©ICRT og Neytendablaðið 2012. Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 0,5-5,5 þar sem 0,5 er lakast og 5,5 er best. að slökkva á 3G í útlöndum þar sem niðurhal í gegnum farsímakerfið fyrir utan heimalandið er á ofurverði. android eða ipad? Allar spjaldtölvur sem fundust á markaði hér á landi voru með annað tveggja stýrikerfa: iOS (fyrir iPad) eða Android (allar hinar í könnuninni). Fyrir marga snýst valið um hvort iPad (og Apple-umhverfið) hentar betur en Android. iPad er með mjög gott notendaviðmót, vinnur hratt og er með góðan skjá. iPad getur ekki spilað sumar tegundir hljóð- eða myndskráa, birtir ekki flash-myndir á vefsíðum og erfitt getur verið að tengja aðrar græjur við hann. Þá eru iPad notendur bundnir af því að nota eingöngu afurðir frá Apple. Android spjaldtölvurnar þykja kannski ekki eins flottar og iPad-inn en notendaviðmótið er gott og verðið hagstæðara. Android tölvurnar lesa fleiri hljóð- og myndskrár en iPad, það er oftast hægt að bæta við geymsluplássi (þó ekki við Google Nexus) og stýrikerfið gefur notandanum meiri stjórn á tækinu en upplausnin á skjánum er venjulega minni. hversu mikið geymslupláss? Spjaldtölvurnar frá Samsung og Asus bjóða upp á auka minniskort en þannig má stækka geymslupláss tölvunnar á ódýran hátt. Tölvurnar frá Apple og Google leyfa það ekki og við kaup á þeim þarf að ákveða stærð geymslu- pláss, en kostnaður fyrir meira geymslupláss í iPad (64GB, 32GB eða 16GB) er miklu meiri en fyrir auka- minniskort í aðrar spjaldtölvur. kauptu frá þekktum framleiðanda Þróunin í spjaldtölvum er hröð og nýrri útgáfur eru betri en þær eldri. Ef Android tölva verður fyrir valinu ætti að kaupa tölvu með nýjasta stýrikerfinu (í dag: Android 4). Ekki rugla Samsung Galaxy Tab 2 saman við hina eldri Samsung Galaxy Tab, sem fékk lakari einkunnir. Margar ódýrari spjaldtölvur (undir 50.000 kr.) frá minna þekktum framleiðendum eru til sölu í verslunum á höf- uð borgarsvæðinu. Einu slíku tölvurnar af þessum toga sem eru í töflunni eru frá framleiðandanum Point of View. Samkvæmt niðurstöðum ICRT fengu þær slakar einkunnir og oftast var einhverju ábótavant varðandi hönnun, frammistöðu eða hugbúnað þeirra. nýjustu tölvurnar Sumar af nýjustu spjaldtölvunum hafa enn ekki verið próf aðar af ICRT. iPad Mini er ný 7 tommu spjaldtölva frá Apple sem keppir við 7 tommu tölvur frá Samsung og Asus. ICRT hefur prófað eldri spjaldtölvu frá Sony (Tablet S), en ekki hina nýju Experia spjaldtölvu. Nýja spjaldtölvan frá Microsoft, sem heitir Microsoft Surface, var ennþá ófáanleg á Íslandi í byrjun nóvember. Framleiðandi Nafn spjaldtölvunnar Lægsta verð kr. Hjá Heildar- einkunn Skjár (tomm- ur) Stýri- kerfi Geym slu- pláss (GB) Hægt að stækka geymslu- pláss með SD-korti 3G Apple iPad 3 (64GB, 4G) 157.900 Reykjavík Foto 4.6 9.7 iOS 64 X Apple iPad 3 (32GB, 4G) 137.900 Reykjavík Foto 4.5 9.7 iOS 32 X Apple iPad 3 (64GB, WiFi) 137.900 Tölvutek; Reykjavík Foto 4.5 9.7 iOS 64 Apple iPad 3 (16GB, 4G) 117.900 Reykjavík Foto 4.5 9.7 iOS 16 X Apple iPad 3 (32GB, WiFi) 117.900 Tölvutek; Reykjavík Foto 4.5 9.7 iOS 32 Apple iPad 3 (16GB, WiFi) 87.900 Tölvutek 4.5 9.7 iOS 16 Asus TF700T (32GB, Keyboard) 129.900 Tölvutek 4.3 10.1 A 4.1 32 Asus TF700T (64GB, WiFi) 119.990 Tölvulistinn 4.3 10.1 A 4.0 64 Samsung Galaxy Tab 2 10.1 (16GB, 3G) 89.995 Elko 4.3 10.1 A 4.0 16 X Xʺ Samsung Galaxy Tab 2 10.1 (16GB, WiFi) 69.995 Elko 4.2 10.1 A 4.0 16 X Samsung Galaxy Tab 2 7.0 (8GB, 3G) 64.990 Vodafone 4.2 7 A 4.0 8 X X Samsung Galaxy Tab 2 7.0 (8GB, WiFi) 49.900 Tölvutek; Síminn 4.1 7 A 4.0 8 X Asus Transformer Pad TF300T (3G) 99.990 Tölvulistinn 4.2 10.1 A 4.0 32 X X Asus Transformer Pad TF300T (WiFi) 79.900 Tölvutek 4.1 10.1 A 4.0 32 X Google Nexus 7 (16GB) 59.900 Tölvulistinn 4.1 7 A 4.1 16 Google Nexus 7 (8GB) 53.900 Tal 4 7 A 4.1 8 Point of View Protab 2 IPS (8GB, WiFi) 44.900 Tölvutek 3.1 9.7 A 4.0 8 X Point of View Protab 25 19.900 Tölvutek 2.7 7 A 4.0 4 X Eldri spjald tölvur sem eru enn til sölu Samsung Galaxy Tab 7.7 Plus (16GB, 3G) 99.995 Elko 4.1 7.7 A 3.2 16 X X Acer Iconia Tab A200 (16GB) 66.989 Max 3.9 10.1 A 3.2 16 X Samsung Galaxy Tab 8.9 (3G, 16GB) 59.900 Ormsson 3.9 8.9 A 3.0 16 X Sony Tablet S (16GB, 3G) 89.900 Nýherji 3.7 9.4 A 3.2 16 X X Sony Tablet S (16GB, WiFi) 69.w900 Nýherji 3.7 9.4 A 3.2 16 X 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.