Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 24
Hér má lesa hluta úr grein sem Gísli Gunnarsson ritstjóri Neyt­ endablaðsins skrifaði í 2. tbl. árið 1972. Greinin fjallar um dreifingu land búnaðarvara og þá sérstaklega einokun í sölu mjólkurafurða Dreifing mjólkur á Íslandi Dreifing mjólkur er á ýmsan hátt jafnvel enn þá meira deilumál hér á Íslandi en dreifing kartaflna. Í þessu sambandi ber að geta þess að engum hefur að sjálfsögðu dottið í hug að annað en íslenzk framleiðsla verði á boðstólum í mjólkursölu. Það er því aðeins deilt um hvernig megi á hagnýtastan hátt stuðla að dreifingu þessarar íslenzku landbúnaðarvöru. Í stórum dráttum er tvenns konar form á dreifingu mjólkur hér á Íslandi. Á Reykjavíkursvæðinu eru sérstakar mjólkurverzlanir, sem ekki selja al ­ m ennar matvörur, en sjá um dreifingu mjólkur. Almennar matvöru verzlanir á þessu svæði mega yfirleitt ekki selja mjólk. Á landsbyggðinni er mjólk hins vegar seld í almennum matvöruverzlunum. Hinar sérstöku mjólkurbúðir eru yfirleitt horfnar. Algengt er hins vegar að sá aðili, sem rekur mjólkurbúið og er í flestum tilfellum kaupfélag héraðsins, leyfi aðeins verzlunum sínum að selja mjólk; meini öðrum verzlunum mjólkursölu. Ljóst er að svonefnd mjólkureinokun Reykjavíkursvæðisins og mjólkur­ einokun sumra kaupfélaga á landsbyggðinni er eðlisóskyld; aðeins í seinna tilfellinu er mjólkursala ótvírætt misnotuð þannig að um óheilbrigða samkeppni um matvöruverzlun almennt er að ræða. Það ber vissulega að harma að í málflutningi kaupmanna er þessu tvennu yfirleitt algerlega blandað saman. Mjólkursala á Reykjavíkursvæðinu Allir geta sennilega verið sammála um að sérstakar mjólkurbúðir eiga uppruna sinn að rekja til þess tíma þegar mjólk var seld á brúsum og því þótti ekki rétt frá heilbrigðissjónarmiði að selja mjólk í almennum mat­ vöruverzlunum. En deilt er um hvort sérstakar mjólkurbúðir séu fram­ leiðendum og neytendum hagstæðari nú í dag en það form að mjólk sé seld í almennum matvöruverzlunum. Báðir aðilar, ­ samtök kaupmanna og Mjólk­ ursamsalan í Reykjavík, virðast í fljótu bragði geta fært nokkur rök fyrir máli sínu. Að dómi ritstjóra Neytendablaðsins liggur sönnunarskyldan ekki hjá kaupmönnum heldur hjá Mjólkursamsölunni. Annars staðar á Norður­ löndum hafa sérstakar mjólkurbúðir nú yfirleitt verið afnumdar, ­ og brúsatímabilið er löngu liðið. Ef Mjólkursamsalan vill sannfæra neytendur um gildi sérstakra mjólkurbúða, er það því hennar verk að færa fyrir því töluleg rök. Slík rök hafa ekki verið færð fram enn þá og meðan svo er hljóta neytendur að líta svo á að mjólkurverzlanir á Reykjavíkursvæðinu séu engu síður úrelt fyrirbæri en mjólkurverzlanir á landsbyggðinni og erlendis. Mjólkursala á landsbyggðinni Hér horfir öðruvísi við. Ekki er annað sýnilegt en kaupfélagsverzlanir notfæri sér víða mjólkursölu til mjög svo óheiðarlegrar samkeppni, sem hlýtur að vera neytendum til óhagræðis. Hróplegt dæmi um þetta er mál verzlunarinnar Valbergs hf á Ólafsfirði. Sú verzlun hefur lengi barist fyrir að fá að selja mjólk og hefur jafnvel í einu tilfelli brotið landslög í þeim tilgangi. En ástæðan fyrir því lagabroti var neitun Kaupfélags staðarins að selja verzluninni mjólk, en viðkomandi kaupfélag rekur mjólkurbú fram­ leiðslusvæðis Ólafsfjarðar. Síðan verzlunin Valberg var dæmd fyrir mjólkursölu sína hafa ýmsir aðilar reynt að miðla málum milli verzlun­ arinnar og Kaupfélagsins. Meðal þeirra er framkvæmdarstjóri Framleiðslu­ ráðs landbúnaðarins Sveinn Tryggvason. Í þá gömlu góðu daga - Neytendasamtökin síðan 1953

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.