Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 23
Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum um gæði nautahakks og hefur því m.a. verið haldið fram að kjöttegundum sé bland að saman. Því ákváðu Landssamband kúabænda og Neytenda­ samtökin að gera gæðakönnun á þessari vöru. Sjávarútvegs­ og land búnaðarráðuneytið styrkti verkefnið að hluta. Matís sá um fram kvæmd könnunarinnar, sem náði til nautahakks frá átta fram leiðendum. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir fullyrðingar um annað reyndist ekkert sýnanna innihalda aðrar kjöttegundir en nautakjöt. 2. Ekki fannst sojaprótein í neinu sýnanna, en því hefur einmitt oft verið haldið fram að kjötiðnaðarstöðvar drýgi nautahakk með sojapróteini. 3. Í sex sýnum var viðbætt vatn og í einu tilvikanna kom það ekki fram á umbúðum. Gjarnan er í slíkum tilvikum bætt við kartöflutrefjum. Fram kemur í skýrslu Matís að endurskoða þurfi reglugerð um kjöt og kjötvörur og taka bæði samtökin sem að könnuninni standa undir það. Meðal annars er bent á að reglugerðin sé óljós varðandi viðbætt vatn. 4. Í of mörgum tilvikum voru merkingar á umbúðum ekki í samræmi við gildandi reglur. Í tveimur tilvikum vantaði næringar gildis merkinu og í fimm tilvikum voru upplýs ing ar um fram­ leið end ur ekki í samræmi við reglu gerð. Þessu verða kjötiðn aðar stöðvar að kippa í liðinn tafar laust. 5. Í einu tilviki er nafngift vörunnar nautaveisluhakk. Matís bendir rétti­ lega á að með slíkri nafngift sé gefið til kynna að um aukin gæði sé að ræða. Því er óeðlilegt að í slíka vöru séu notaðar kart öflu trefjar. 6. Í tveimur tilvikum reyndist fituinnihald meira en gefið er upp á umbúðum. Slíkt er að sjálfsögðu óásættanlegt enda varðar það við lög. Það er niðurstaða skýrslunnar að flestir þættir sem kannaðir voru varðandi nautahakk séu í lagi. Þó eru nokkur atriði sem fram leið­ endur þurfa að laga nú þegar. Þá er það skoðun Landssambands kúa bænda og Neytendasamtakanna að ekki eigi að heimila að bæta öðrum efnum í nautahakk án þess að slíkt komi skýrt fram í vöru heiti og innihaldslýsingu. Nánar um könnunina á ns.is Neytendur á Vesturlöndum drekka gos sem aldrei fyrr. Mörg heilsu farsvandamál, svo sem tannskemdir, aukin hætta á offitu og sykursýki, hafa þegar verið tengd mikilli gosdrykkjaneyslu. Á undan förnum árum hafa einnig komið í ljós aukin tengsl á milli mikillar neyslu á kóladrykkjum og lágs kalíums í blóði, sem kallast á fræði máli hypokalaemia. Ef kalíummagn í blóði verður of lágt getur það leitt til slappleika í vöðvum, allt frá vægum einkennum til lömunar ástands. Vísindamenn við háskólann í Ioannina í Grikklandi skoðuðu nokk ur tilfelli þar sem neysla á kóladrykkjum leiddi til töluverðra ein kenna. Fólkið sem um ræðir drakk frá tveimur og allt upp í níu lítra á dag. Þegar fólkið hætti drykkjunni og tók kalíumbætiefni hurfu einkennin. Dr. Moses Elisaf, sem fór fyrir rannsókninni, bendir á að einkennin virðast einskorðast við gos sem inniheldur koffín, frúktósa og lakt­ ósa. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða áhrif hvert þessara efna hefur en talið er að koffínið hafi mest að segja. Hins vegar sé það ekki eitt ábyrgt fyrir þessum áhrifum. Vísinda menn­ irn ir benda á að skoða verði betur hversu mikið magn sé of mikið. Dr. Clifford Packer, sérfræð­ ingur frá Louis Stokes Cleve­ land VA Medi cal Center í Ohio, segir í samtali við BBC að full ástæða sé til að ætla að tilfellin séu mun fleiri enda sé vitað að marg ir drekka mikið af gosi á hverj um einasta degi. Hann hafi sjálf ur meðhöndlað til felli þar sem sjúkling ar kvörtuðu yfir slappleika í vöðum sem mátti tengja beint við yfirgengi lega gosdrykkjaneyslu. Of mikið kóla veikir vöðvana Gosdrykkjaneysla flýtir fyrir öldrun Gæðakönnun á nautahakki Það er ekkert lát á slæmum fréttum fyrir gosþyrsta því ný könnun, sem gerð var við Harvard­háskólann, hefur leitt í ljós að mikil gosdrykkjaneysla getur flýtt fyrir öldrun. Ástæðan er fosfórsýran (E338) sem er notuð í marga gosdrykki, sérstaklega kóladrykki. Könnunin var gerð á músum en vísindamennirnir halda því fram að fosfórsýran geti haft áhrif á fólk ef neyslan á henni er mjög mikil en sýran flýtir fyrir öldrun húðarinnar og vöðvanna auk þess sem nýrna­ og hjartasjúkdómar geta versnað. 23 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.