Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 3
Frá leiðbeininga- og kvörtunarfljónustunni Flughremmingar Seinagangur kostaði nýja flugmiða Ungt par leitaði aðstoðar leiðbeininga­ og kvörtunarþjónust­ unnar eftir að hafa lent í hremmingum á flugvelli í Amsterdam þegar þau misstu af flugvél, en parið átti pantað far frá Amst­ erdam til Keflavíkur. Sökum mistaka þeirra sjálfra mættu þau mjög seint að hliðinu eða 5 mínútum fyrir brottför. Þegar þau komu loks að hliðinu mættu þau dónaskap frá starfsmanni sem þar var og sama hvað þau reyndu að útskýra mál sitt fengu þau ekki að fara um borð í vélina. Því næst leituðu þau upplýsinga og aðstoðar, hvernig þau ættu að snúa sér í stöðunni, en enga hjálp var að fá, og enginn virt ist tilbúinn að aðstoða þau við að komast heim. Að svo búnu ákváðu þau að hringja heim í foreldra sína til að leita hjálp ar. Þeir hringdu í flugfélagið, Icelandair, til að leita upp lýs inga um hvað hægt væri að gera og var svarið að ekkert væri hægt að gera nema kaupa nýja flugmiða. Því varð úr að þau keyptu nýja flugmiða heim með tveimur flugfélögum fyrir um 150.000 krónur. Flogið var í gegnum Kaupmannahöfn og var hlut ur Icelandair um 76.000. Fólkinu var aldrei bent á að hægt væri að breyta flugmiðunum gegn breytingargjaldi sem er mun lægra en verð nýs flugmiða. Eftir heimkomu sendi parið bréf til flugfélagsins þar sem þau lýstu hremm ingum sínum og þeirri slöku þjónustu sem þau fengu. Því bréfi var ekki svarað fyrr en þremur mánuðum seinna og var þá sagt að þau fengju aðeins flugvalla skatta þess flugs sem þau misstu af, endurgreidda. Eftir að kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna hafði haft milli göngu í málinu samþykkti flugfélagið, í ljósi kringum­ stæðna, að endur greiða parinu um 50.000 krónur sem var hlut ur þess í nýja fluginu frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur, að frá töldu breytingargjaldi. Síminn hættir með breiðbandið Um þessar mundir er verið að breyta breiðbandi Símans í ljósnet og áætlað er að framkvæmdin taki 2­3 ár. Um það bil 40.000 heim ili nota breiðband Símans og sum þeirra nota það til móttöku á hlið­ rænni útsendingu á RÚV. Síminn mun senda bréf til allra heimila u.þ.b. 4 vikum áður en umtenging fer fram og í kjölfar þess munu þjónustufulltrúar hringja á öll heimili og kynna betur þá möguleika sem eru í boði. Breyting úr breiðbandi í ljósnet verður kostnaðarsöm fyrir fólk og getur hlaupið á tugum þúsunda króna hjá mörgum heim ilum. Það er þó ekkert í lögum sem bannar Símanum að taka breið bandið af markaði og verða þeir sem það nota því miður að bera þau óþægindi og þann kostnað sem af þess ari breytingu hlýst. Gölluð skíði Maður keypti skíði í verslun á Íslandi í janúar 2008. Eftir stutta notk un tók hann eftir sprungu fremst á öðru skíðinu og kvartaði við verslunina. Í kjölfarið fékk maðurinn ný, dýrari skíði og greiddi verðmismuninn. Í mars sama ár tók maðurinn svo eftir því að sprunga var komin á nýju skíðin á nákvæmlega sama stað og á fyrri skíðunum og hafði hann því aftur samband við verslunina. Þá var honum boðið að skíðin yrðu send út til framleiðanda til skoð­ unar um leið og skíðavertíðinni lyki þá um vorið. Í september 2008 ætlaði maðurinn að sækja skíðin í verslunina en þá kom í ljós að þau höfðu aldrei verið send út. Manninum samdist þá við seljanda um að skíðin yrðu tekin til baka og að hann myndi kaupa enn dýrari skíði og greiða verðmismuninn. Á þessu stigi málsins hafði maðurinn greitt alls kr. 142.000 fyrir skíðin. Eftir að hafa notað þriðju skíðin í u.þ.b. 10 skipti, eða í janúar 2009, var enn og aftur komin sprunga í annað skíðið. Maðurinn fór því strax í verslunina og samdist honum og seljanda um að hann gæti notað skíðin út tíma bilið en kæmi með þau að því loknu og nú yrðu skíðin send út til skoðunar. Í september 2009 kom maðurinn til að sækja skíð in sín en selj andinn hafði þá ekki sent þau út eins og hann hafði lofað. Hins vegar hefðu starfsmenn frá framleiðanda komið í heim sókn um sumar ið og kíkt á skíðin í leiðinni og þeir hefðu ekki getað séð að um galla væri að ræða. Seljandinn neitaði því að gera nokkuð frekar í málinu. Í kjölfarið ákvað maðurinn að leita til Evr ópsku neytenda aðstoðarinnar með mál sitt. Aðstoðin hafði sam band við fram leiðanda skíðanna sem bauð strax endurgreiðslu á allri upp hæðinni eða skíði að eigin vali án festinga. Neytandinn valdi endur greiðsluna sem hann fékk svo greidda nokkru síðar. 3 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.