Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 4
Mörgum þykir súrt í broti að greiða kostnað sem myndast vegna vanskila enda getur kostnaðurinn verið fljótur að hlaðast upp. Málum sem snúa að vanskilum hefur fjölgað hjá Neytenda- samtökunum undanfarið. Mikilvægt að bregðast við Ef fólk er í fjárhagslegum vandræðum og sér sér ekki fært að standa í skilum við kröfuhafa er fyrsta skref að reyna að semja við kröfuhafana. Það er ávallt betra að reyna öll úrræði til þrautar heldur en að sitja aðgerðalaus og vona það besta. Hægt er að leita til Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna eða til þjónustufulltrúa viðskiptabankanna. Ný lög mikil réttarbót Ný innheimtulög tóku gildi í byrjun árs en þá hafði frumvarp um innheimtulög verið lagt fyrir þingið átta sinnum, fyrst árið 1998. Í lögunum er lögð áhersla á að innheimtuaðilar leggi stund á góða innheimtuhætti þannig að skuldari sé ekki beittur óhæfilegum þrýst­ ingi eða honum valdið óþarfa tjóni eða óþægindum. Í reglugerð er kveðið á um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar en fyrir setningu reglugerðarinnar höfðu innheimtuaðilar nokkuð frjálsar hendur varðandi þann kostnað sem þeir kröfðu skuldara um vegna vanskila. Neytendasamtökin fagna því að þessi lög og reglugerð hafi loksins verið sett enda um gamalt baráttumál samtakanna að ræða. Verður að senda innheimtuviðvörun Þegar krafa er ekki greidd á gjalddaga eða eindaga (ef hann er tilgreindur), hefst venjulega innheimtuferli sem getur falið í sér umtalsverðan kostnað fyrir skuldara ef ekki er úr bætt. En hvernig fer innheimtuferlið fram? Þegar vanskil hafa átt sér stað á greiðslu peningakröfu skal kröfuhafi eða innheimtuaðili senda skuldara eina skriflega innheimtuviðvörun. Slíkt er kallað fruminnheimta. Þar skal meðal annars koma fram að skuldari megi vænta frekari innheimtuaðgerða verði krafan ekki greidd innan tiltekins tíma, en skuldara er þannig gefið færi á því að greiða skuld sína áður en kostnaður vegna vanefndanna hækkar enn frekar. Kostnaður vegna slíks viðvörunarbréfs skal ekki vera hærri en 900 kr. Ef kröfuhafi lætur þessa viðvörun koma fram á greiðsluseðli og sendir hana fyrir gjalddaga getur hann ekki krafist kostnaðar vegna viðvörunarinnar. Bannað að hlaða á gjöldum Kröfuhafa eða innheimtuaðila er óheimilt að bæta vanskilagjöldum eða öðrum gjöldum við skuldina við fruminnheimtu. Slíkt tíðkaðist gjarnan hér áður fyrr. Neytendasamtökin fagna því að þessi gjald­ taka sé nú bönnuð, enda gat fjárhæðin sjaldnast talist hófleg og hún endurspeglaði ekki endilega vinnu kröfuhafa eða innheimtu­ aðila við innheimtu skuldar. Milliinnheimta næsta stig Eftir að innheimtuviðvörun hefur verið send og ljóst er að skuldari hefur ekki greitt kröfuna er heimilt að setja kröfu í svokallaða milliinnheimtu. Kröfuhafa eða innheimtuaðila er þá heimilt að halda innheimtuferlinu gangandi með því að senda svokallað milli­ innheimtubréf (innheimtubréf) og hámarkskostnaður sem krefja má skuldara um vegna þess er á bilinu 1.250 til 5.500 kr. Upphæðin fer eftir því hve höfuðstóll kröfunnar er hár. Innheimtuaðili hefur val um það hvort hann sendir þetta milliinheimtubréf yfir höfuð. Þá má innheimtuaðili hringja eitt símtal í milliinnheimtu ef samband næst, en ekki má innheimta meira en 500 kr. fyrir það. Rétt er að benda Vanskilakostnaður og innheimta Það er dýrt að lenda í vanskilum þrátt fyrir að ný innheimtulög bæti réttar­ stöðu skuldara. Hér er innheimtuferli rakið í stuttu máli  NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.