Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson forma›ur Neytendasamtakanna Neytendasamtökin sendu nýrri ríkisstjórn og stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi yfirlit yfir nauðsynlegar aðgerðir í neytendamálum. Það er von okkar að ríkisstjórnin, sem og raunar alþingismenn allir, sé reiðubúin að vinna að þeim fjölmörgu málum sem þar koma fram. Hér verður tæpt á nokkrum þessara mála en áhugasömum er bent á heimasíðu samtakanna til að kynna sér þetta frekar. Húsnæðisskuldir heimilanna Að mati Neytendasamtakanna er ekki sanngjarnt að afleiðingar bankakreppunnar komi af fullum þunga niður á almennum lántakendum, enda er meginvandi fjölda þeirra of há greiðslubyrði lána. Tryggja þarf að neytendur geti nýtt sér leiðir sem stjórnvöld hafa opnað til að einfalda lántakendum að standa í skilum. Neyt­ endasamtökin eru ekki fylgjandi almennri niðurfærslu skulda. Það er þó ljóst að koma verður til móts við þau heimili sem eiga í veru­ legum fjárhagserfiðleikum vegna eðlilegra húsnæðislána en úrræði stjórnvalda ná ekki til. Skoða ber allar færar leiðir í þessu sambandi, þar á meðal að stórauka vaxtabætur. Aðildarviðræður við ESB hefjist strax Neytendasamtökin leggja áherslu á að þegar verði gengið til aðildar­ viðræðna við ESB. Ljóst er að hagsmunir heimilanna í þessu máli eru það miklir að ekki er ástæða til að bíða lengur með að láta á það reyna með aðildarviðræðum hvort hægt er að ná viðunandi niður­ stöðu í sjávarútvegs­ og landbúnaðarmálum. Með aðild lækkar vöruverð, sérstaklega á matvörum, og með upptöku evrunnar lækka vextir og stöðugleiki kemst á í gjaldeyris­ og verðlagsmálum. Þá heyrir verðtryggingin einnig sögunni til með upptöku evru. Lagalegar umbætur Neytendasamtökin telja afar mikilvægt að sett verði sem fyrst lög um hópmálsókn, eins og gert hefur verið í ýmsum Evrópulöndum. Einnig að sett verði lög um fjármálasamninga þannig að staða neyt­ enda í banka­ og fjármálaviðskiptum verði ekki lakari en best gerist á öðrum Norðurlöndum. Loks leggja samtökin áherslu á að lögum um greiðsluaðlögun verði breytt þannig að einyrkjar í atvinnurekstri geti sótt um greiðsluaðlögun vegna skulda viðkomandi heimilis án þess að þurfa að hætta með atvinnurekstur sinn. Úrskurðarnefndir Neytendasamtökin leggja því mikla áherslu á að þegar verði komið á fót úrskurðarnefndum á sviði fjarskipta­ og fasteignaviðskipta. Tilvist úrskurðarnefnda hefur reynst gríðarlega mikilvæg fyrir neyt­ endur. Matvæli Ísland er eina landið í Evrópu þar sem ekki hafa verið sett lög um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Neytendasamtökin hafa ítrekað krafist þess að settar verði reglur um merkingar og rekjan­ leika erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Einnig er lögð áhersla á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að íslenskir framleiðendur hætti að nota asó­litarefni í matvæli enda hafa nýlegar rannsóknir sýnt að samhengi er á milli neyslu efnanna og ýmiss konar hegðunarvanda barna. Þá er kallað eftir því að sett verði lög um hámarksmagn transfitusýra í matvælum en mikil neysla transfitu er talin auka líkur á ýmsum sjúkdómum. Loks má nefna að stjórnvöld eru hvött til að taka upp hollustumerkið skráargatið í samvinnu við Dani, Norðmenn og Svía. Samkeppnismál Öflugt samkeppniseftirlit gegnir lykilhlutverki við að tryggja virka samkeppni á markaði. Það er því mikilvægt að við endurupp­ byggingu íslenskra fyrirtækja verði leitað allra leiða til að tryggja samkeppni. Einnig er mikilvægt að settar verði reiknivélar á netið til að auðvelda verðsamanburð og til að tryggja gagnsæi og auka samkeppni. Sérstaklega er þetta mikilvægt á mörkuðum þar sem neytendur skortir yfirsýn um kostnað, ekki síst á sviði fjarskipta, trygginga og bankaþjónustu. Slíkar reiknivélar eru grundvöllur þess að neytendur geti gert verðsamanburð á þessum mörkuðum. Loks er minnt á að verslun um internetið veitir seljendum innanlands mikilvægt aðhald á samkeppnismarkaði og því er brýnt að auðvelda neytendum hér á landi viðskipti í netverslun. Töku opinberra gjalda og umsýslukostnaði verður því að halda í lágmarki og gjaldtaka verður að vera gagnsærri. Áherslur Neytendasamtakanna í neytendamálum 1 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.