Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 5
á að líða skulu að minnsta kosti tíu dagar milli viðvörunar og bréfs eða milli bréfa. Löginnheimta Ef krafan er enn í vanskilum eftir milliinnheimtu má skuldari búast við því að löginnheimta taki við. Kröfuhafi getur krafist þess að fjárnám verði gert í eignum skuldara ef hann greiðir ekki kröfuna innan tiltekins frests. Dugi fjárnámið ekki til þess að greiða skuldina getur innheimtuferlið endað með því að bú skuldara verður tekið til gjaldþrotaskipta, en sú aðgerð getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Á þessu stigi getur kostnaðurinn virkilega farið að hlaðast upp, enda er krafan venjulega komin úr höndum kröfuhafa og lögfræðingur hefur tekið að sér innheimtu hennar. Innheimtu­ lögin gilda ekki um löginnheimtu og því er ekkert tiltekið þak á þeim kostnaði sem hægt er að leggja á kröfu eftir að hún er komin í löginnheimtu. Heimilt að innheimta dráttarvexti Þess ber að geta að kröfuhafa er ennþá heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti af ógreiddri peningakröfu frá og með gjalddaga og fram að greiðsludegi, hafi gjalddagi verið fyrirfram ákveðinn. Dráttarvextir er almennt hugsaðir sem nokkurs konar bætur sem skuldara ber að greiða vegna vanskila á greiðslu peningakröfu. Sundurliða skal höfuðstól og viðbótarkröfur, svo sem dráttarvexti og innheimtuþóknun. Þannig getur skuldari lagt mat á hvort vanskilakostnaðurinn standist ofangreindar reglur. Hvaða þýðingu hefur þetta? Eins og sjá má af umfjölluninni hér fyrir ofan getur innheimtuferli hjá kröfuhafa eða innheimtuaðila haft miklar fjárhagslegar afleið­ ingar í för með sér, þrátt fyrir nýja og betri innheimtuhætti. Í því árferði sem nú ríkir skiptir hver króna miklu máli og því er mikil­ vægt að bregðast við í tæka tíð ef allt stefnir í óefni. GBR L´Oréal fyrir rétt í Svíþjóð Snyrtivöruframleiðandinn L´Oréal staðhæfir í auglýsingum fyrir hrukkukrem að hrukkur minnki eða hverfi jafnvel alveg með notkun kremsins. Umboðsmaður neytenda í Svíþjóð, sem jafnframt er forstjóri sænsku neytendastofnunarinnar, kallaði því eftir gögnum frá L´Oréal þar sem sýnt væri fram á að fullyrðingarnar væru sannar. Gögnin þóttu ófullnægjandi og því hefur L´Oréal nú verið stefnt. Í auglýsingu fyrir Lancôme High Resolution lætur Dr. Ruggiero hafa eftir sér að eftir mánaðarnotkun hafi hrukkur minnkað um 70% . Í annarri auglýsingu, fyrir Vichy Liftactiv Pro, er staðhæft að notkun kremsins minnki hrukkur um 43% og að í vissum tilfellum hverfi þær jafnvel alveg. Samkvæmt umboðsmanni neytenda í Svíþjóð er eðilegt að setja háar kröfur þegar markaðssetning á kremum er farin að taka á sig allt að því læknisfræðilegt yfirbragð. Þá er einnig talið mikilvægt að fá það á hreint hvaða gögn verði að liggja til grundvallar hjá fyrirtækjum sem auglýsa með þessum hætti. Lántökugjald á að vera föst krónutala Neytendasamtökin hafa í gegnum árin gagnrýnt þjónustugjöld hjá bönkum og sparisjóðum. Þannig hafa samtökin ítrekað gagnrýnt að lántökugjald er jafnan lagt á sem föst og fyrirfram ákveðin prósentutala. Samtökin telja eðlilegra að lántökugjald sé skilgreint sem ákveðin upphæð sem endurspegli þann kostnað sem viðkomandi lánastofnun hefur af lánveitingunni. Slíkur kostnaður kemur t.d. til vegna vinnu við að meta láns­ og veðhæfni og frágangs á lánsskjölum. Bankar í Svíþjóð hafa haft sama fyrirkomulag hjá sér, þ.e. reiknað lántökugjald sem fasta prósentutölu af upphæð lánsins. Umboðsmaður neytenda í Svíþjóð hefur haldið því fram að þessi háttur við að reikna lántökugjald af lánum sé ósanngjarn og því óréttmætur. Umboðsmaður ákvað því að höfða mál gegn einum af sænsku bönkunum fyrir sænska markaðsdómstólnum. Nú liggur dómur fyrir og skemmst er frá því að segja að umboðsmaðurinn vann málið. Niðurstaða dómsins var sú að ólöglegt væri að reikna lántökugjald sem fasta prósentutölu af lánsupphæðinni. Þessi niðurstaða er að sjálfsögðu stefnumarkandi fyrir aðrar lánastofnanir í Svíþjóð. Neytendasamtökin hvetja íslenskar lánastofnanir til að breyta lántökugjaldinu í samræmi við kröfur samtakanna. Verði þær ekki við þessu áskilja Neytendasamtökin sér rétt til að leita allra leiða til að rétta við hlut neytenda hvað þetta varðar.  NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.