Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 15
Einn þeirra sem hefur ánetjast hlaupum er Finnur Friðriksson,
prófarkalesari Neytendablaðsins, en hann hefur skokkað um
árabil. Finnur stefnir á að taka þátt í maraþoni í sumar og æfir
nú af kappi.
Búnaður
Aðspurður segir Finnur skóna vera mikilvægasta búnaðinn en
einnig sé gott að vera í sérstökum hlaupasokkum því þeir eru hann
aðir þannig að núningur verði sem minnstur. Finnur segist helst
ekki hlaupa í öðru en þar til gerðum klæðnaði en hann mælir þó
með því að fólk komist fyrst að því hvort það endist í hlaupunum
áður en dýr klæðnaður er keyptur. Á veturna er síðan um að gera
að nota endurskinsmerki. Í apótekum og víðar má t.d. fá fislétt og
meðfærileg endurskinsvesti sem henta mjög vel til hlaupa.
Kostnaður liggur í skónum
Hvað varðar kostnað við hlaupin segir Finnur hann ekki vera
mikinn samanborið við margar aðrar íþróttir. „Það eru einna helst
hlaupaskórnir sem létta pyngjuna svolítið, en verð á þeim – eins og
á flestu öðru − hefur hækkað ansi rösklega síðustu mánuði og nú
má reikna með að þurfa að borga um og yfir 20.000 krónur fyrir
góða skó. Þeir sem hlaupa bærilega reglulega geta svo gert ráð fyrir
því að slíta út einu til tveimur pörum á ári en oftast endist hvert par
í um 1000 km. Reyndar er gott að skipta um hlaupaskó á ekki mikið
meira en tveggja ára fresti enda þótt fólki hlaupi ekki nema endrum
og eins þar sem púðarnir í flestum gerðum hlaupaskóa harðna
nokkuð með tímanum og með því dregur úr þeirri höggdempun
sem þeir veita. Það er þó rétt að benda á að þótt skórnir séu ekki
brúklegir lengur til hlaupa er oft ekkert því til fyrirstöðu að nota
þá sem göngu og/eða götuskó í dágóða stund í viðbót.“ Umfram
þetta segir Finnur hlaupara geta stjórnað því mikið til sjálfir hve
mikinn kostnað þeir leggja í hlaupin „Við erum jú ekki háðir því að
kaupa okkur inn í líkamsræktarstöðvar eða aðra álíka aðstöðu til að
geta stundað okkar íþrótt og það kostar enn sem komið er ekkert að
hlaupa hér um götur og stíga.“
Græjur og GPS
Finnur segir sérhannaðan hlaupafatnað vissulega nokkuð dýran
en þó ekkert dýrari en annan íþróttafatnað og hann endist yfirleitt
bæði vel og lengi. „Margir hlauparar hafa svo komið sér upp ýmiss
konar græjum, svo sem púlsmælum og GPSúrum sem mæla t.d.
hraða og vegalengdina sem hlaupin er hverju sinni. Þessi tæki eru
góð til síns brúks þegar fólk vill fylgjast vel með æfingamagni,
framförum o.þ.h. og sjálfur á ég t.a.m. svona GPSúr sem ég nota
nú óspart. Mér áskotnaðist þetta úr hins vegar nýlega og ég hafði
fram að því hlaupið án svona töfratækja í um 20 ár án þess að
verða var við að það drægi nokkuð úr þeirri ánægju og vellíðan
sem hlaupin veita mér. Þessi tæki eru býsna dýr og ástæðulaust að
fjárfesta í þeim fyrr en fólk er orðið nokkuð visst um að það muni
stunda hlaup reglulega til lengri tíma“.
Gæðakönnun á hlaupaskóm verður birt á heimasíðu Neytendasamtakanna fljótlega og er einungis aðgengileg félagsmönnum.
Einnig verður aðgengileg markaðskönnun sem Neytendasamtökin gerðu í lok maí en þar má sjá upplýsingar um úrvalið af
hlaupaskóm hér á landi, sölustaði og verð.
Áhugasömum má líka benda á að á síðunni runnersworld.com, eru reglulega birtar gæðakannanir á nýjum hlaupaskóm.
Mikilvægt að eiga góða skó
Upplýsingar um skokk má m.a. finna á heimasíðunum
hlaup.is og hlaup.com, sem eru íslenskar, á runnersworld.
com, sem er heimasíða stórs bandarísks blaðs sem kemur út
einu sinni í mánuði, og á marathon.se sem er sænsk hlaupa-
síða.
Mynd: Lára
1 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2009