Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2012, Side 4

Víkurfréttir - 16.05.2012, Side 4
4 MIÐVIKUDAGURINN 16. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Páll Ketilsson, ritstjóri vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 24. maí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Betri tíð með blóm í haga? Í endurskoðaðri hagspá Alþýðusambands Íslands er gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2% á ári næstu þrjú árin. Staðan á vinnumarkaði verði þó áfram erfið en batni í takt við jákvæðar horfur í efnahagslífinu. Atvinnuleysi verði komið úr 6,2% í ár, í 4,6% árið 2014. Á sama tíma muni gengi íslensku krónunnar styrkjast og verði þá gagnvart evru 151,6 kr. árið 2014. Þetta eru vissulega jákvæðar fréttir en í spá ASÍ er gert ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist nokkuð sem rekja megi til áframhaldandi launahækkana, batnandi atvinnuástands og endurbóta á húsaleigu-, vaxta- og barnabótakerfinu. Þrátt fyrir aukna verðbólgu gerir hagdeild ASÍ ráð fyrir að kaup- máttur ráðstöfunartekna vaxi allan spátímann sem aftur ýtir undir neyslu heimilanna. Spáin gerir ráð fyrir batnandi atvinnuástandi. Í henni er ekki tilgreint nánar hvort bygging álvers muni hefjast á spátímanum til 2014 né er heldur tilgreint nánar hvaða atvinnuverkefni muni laga atvinnuástandið. Það er deg- inum ljósara að hefjist framkvæmdir við álver í Helguvík mun atvinnuástand á Suður- nesjum breytast mikið með til- heyrandi breytingum á einka- neyslu og afkomu fyrirtækja á svæðinu sem flest eiga erfitt þessa dagana. Könnun frá því í vetur sýndi að yfir helmingur fyrirtækja á Suðurnesjum er í alvarlegum vanda. Það er áhyggjuefni ef satt reyn- ist að nýtt fyrirtæki sem hyggst hefja starfsemi hér á Suðurnesjum eins og Víkurprjón stefnir að, sé í vandræðum með að ráða starfsfólk. Fyrirtækið auglýsti í VF í síðustu viku og kvartaði í upphafi vikunnar yfir dræmum viðbrögðum. Forráðamenn atvinnulausra á Suðurnesjum og stéttarfélaga á Suðurnesjum hafa þó bent á að forráðamenn Víkurprjóns hafa kannski verið full fljótir á sér að kvarta yfir viðbrögðum þar sem umsóknarfrestur var gefinn til 26. maí. Það er ábending sem vert er að hafa í huga. Hins vegar hafa fleiri fyrirtæki bent á svipuð viðbrögð. Ekki fundist þau fá nógu marga umsækjendur. Þetta er eflaust málum blandið en engu að síður kannski áhyggjuefni ef fólk á atvinnuleysisskrá kýs að vera þar áfram í staðinn fyrir að komast í starf. Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.isH e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s Sendum frítt hvert á land sem er

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.