Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 9
9VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUDAGURINN 16. MAí 2012 Þú fi nnur Sælureit 2012 inn á husa.is. ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 husa.is HLUTI AF BYGMA ÁVÍSUN Á GOTT SUMAR GILDIR AÐEINS TIL SUNNUDAGSINS 20. MAÍ D Y N A M O R E Y K JA V ÍK komdu strax! LOKA HELGIN! Ávísun á gott sumar gildir sem 3.000 kr. innborgun í öllum versl unum Húsasmiðjunnar og Blómavals ef keypt er fyrir 10.000 kr. eða meira. Komdu strax því ávísunin rennur út á sunnudaginn. Reykjanesbær kl. 11-15 Opnunartími uppstigningardag HLUTI AF BYG MAHLUTI AF BYG MA Handhafa Þrjúþúsund 00/100 Ef keypt er fyrir 10.000 krónur eða meira. 9. mai 12 Húsasmiðjan og BlómavalReykjavík 20 Krónur: Greiðið gegn tékka þessum Ávísunin gildir sem 3.000 kr. innborgun í öllum verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals, frá miðvikudeginum 9. maí til sunnudagsins 20. maí 2012, ef keypt er fyrir 10.000 kr. eða meira. Ávísunin gildir eingöngu þegar verslað er með kreditkorti eða í staðgreiðslu en ekki í reikningsviðskiptum. Tékknr. Fl Banki-Hb 3.000,- HLUTI AF BYGMA farðu á husa.is Skoðaðu úvalið, fáðu hugmyndir og horfðu á kennslumyndböndin. þinni. Það hefur mikið gengið á hér við heimili þitt og heimilisfólk hefur verið ónáðað. Getur þú lýst ástandinu? „Ég vil taka það skýrt fram að ég skil sárindi manna og virði það. Það má vera að fólk sé ekki upp- lýst um hlutina og það sem hefur gengið á. Ég hef verið í erfiðri aðstöðu til að tjá mig. Eftir að ég tók þessa ákvörðun þá kom þetta mér kannski ekki á óvart. Ég átti kannski ekki von á stuðningi en ég átti von á heilindum frá fyrrum samstarfsfólki í gamla meirihlut- anum, þar sem menn að hluta til, voru algjörlega sammála mér um þau ágreiningsefni sem hafa verið. Samfélagið hér í Garði var upplýst um það að meirihlutinn var ekki sammála og það kom fyrst fram í fyrrasumar“. Kolfinna segir að það hafi í raun komið sér á óvart hvað siðferð- iskennd fólks er komin úr sam- bandi eftir að hún tók þá stóru ákvörðun að ganga til liðs við N- listann. „Reiðin og heiftin hefur náð tökum á fólki og skynsemin nær þess vegna ekki til þess og fólk framkvæmir þá hluti sem það þarf svo að hafa á sinni samvisku. Það er átakanlegt“. Gerð tortryggileg vegna Parkinsonssjúkdóms - Þér hefur verið hótað ofbeldi. „Þegar svo er komið þá er ekki hægt að láta það yfir sig ganga. Þegar farið er að hringja í fjöl- skyldumeðlimi og hótað að birta persónuleg bréf sem snerta fjöl- skylduna og dóttur mína sem er fötluð og notfæra sér viðkvæmar upplýsingar sem eru í raun engin leyndarmál en að sjálfsögðu ekki ætlaðar til birtingar. Fólk áttar sig ekki á því að það er ekki skömm að ganga með sjúkdóm líkt og Parkinsons. Því er það frekar mikil fáfræði að telja að það sé eitthvað ógnandi fyrir mig að menn tali um að ég sé „sjúk eða sjúklingur“. Það lít ég frekar á sem fáfræði og fordóma, þar sem flestir þeir sem hafa lágmarksþekkingu á hvern- ig sá sjúkdómur hagar sér ættu að vita að fyrstu árin a.m.k. hjá svo ungu fólki þá eru einkennin væg og sjást lítið sem ekkert og fólk getur öllu jafna lifað eðlilegu lífi án þess að það þurfi að breyta miklu. Hins vegar get ég sagt það í einlægni að ég er sannfærð um að bæði sú reynsla að greinast með eins alvarlegan sjúkdóm og Park- insonssjúkdómurinn er, hefur í raun gert mig sterkari og ekki síst auðmýkri. Því þegar maður geng- ur í gegnum slíkt sorgarferli að greinast með alvarlegan ólækn- andi sjúkdóm þá, eins og alltaf í lífinu, hefurðu val. Það val stend- ur á milli þess að halda áfram og nýta sér það sem maður hefur, þ.e. þekkingu, menntun og reynslu, eða láta í minni pokann vegna stirðleika í liðum o.þ.h. Ég hugsaði aldrei út í það að sam- starfsmenn mínir litu á mig sem „sjúka“ og hvað þá að þeir virkilega teldu að þeir gætu „hjálpað“ mér. Skil reyndar ekki enn hvað átt var við með þeim orðum en þau lét fyrrum félagi minn falla við mig í símtali við mig. „Guð blessi Garðinn“ Ég held að svona framkoma sé ekki algeng. Ég á a.m.k. erfitt með að trúa svona nema af því að ég er að upplifa það sjálf. Ég er samt sem áður viss um að fólk almennt vilji ekki láta svona viðgangast í sam- félagi okkar þar sem virðing á að vera borin fyrir öllum, sama hvort þú gangir með sjúkdóm, fötlun eða eitthvað sem gerir það að verkum að fólk virkilega heldur að hægt sé að nota það gegn manni til að reyna að gera lítið úr ákvarðanatöku þess með þessum lágkúrulega hætti. Ég hefði aldrei trúað því að fólk leggi sig svo lágt að fara niður á svona plan. Svona gerir siðað fólk bara ekki. Einhvers staðar sá ég skrifað „Guð blessi Garðinn“ ég tek svo sann- arlega undir þau fallegu bænarorð og bið Guð líka í mínum bænum að koma þessari illsku og mannvonsku burt úr hjörtum fólks. Þó svo ég gangi með Parkinsonssjúkdóminn, þá nýtir fólk sér það ekki í brandara og gefur eitthvað í skyn og reynir að gera mig tortryggilega með þeim hætti. Ég mun ekki sætta mig við svoleiðis framkomu og ég er alveg viss um að samfélagið hér mun ekki taka þátt í henni“. Kolfinna segir blaðamanni frá ljótum símhringingum, sms-send- ingum og tölvupóstum sem hún hefur fengið. Símaónæðið hefur verið mikið og á meðan viðtalið fór fram hringdi síminn oft. Kolfinna sagði að ef þetta færi ekki að taka enda væri næsta skref að leita til lögreglunnar. Hún hafi tölvupósta, smáskilaboð og símanúmer til að leggja fram. Fullorðnir í einelti Kolfinna segir að það sem hún hafi upplifað síðustu daga sé kannski ein af birtingarmyndum þess ein- eltis sem svo mikið hafi verið í um- ræðunni. Það sé hins vegar mun alvarlegra þegar fullorðið fólk á í hlut. Þar talar Kolfinna um árásir á sína persónu, fjölskyldu hennar og heimili og segir lýðræðið í raun fótum troðið. Þá hafi henni ver- ið hótað líkamsmeiðingum og allt yrði gert til að flæma fjölskylduna úr Garðinum. Kolfinna ætlar ekki að láta hótanirnar buga sig. „Að sjálfsögðu ekki. Ég læt ekki svona hluti stoppa mig“. Hún segir að þrátt fyrir harðar árás- ir í kjölfar ákvörðunar sinnar að yfirgefa D-listann og ganga til liðs við N-listann, þá hafi einnig marg- ir komið að máli við hana og lýst ánægju sinni með þessa ákvörðun og miklar vonir séu bundnar við nýtt meirihlutasamstarf N- og L- lista eftir vistaskipti Kolfinnu. „Nú verður vonandi hægt að fara að vinna siðlega að málum. Það að fólk hafi ætlað mér að stinga einhverju undir stól er þvílík fjar- stæða“. Stilla saman strengi Næstu skrefin hjá nýjum meiri- hluta í Garði verða þau að bæjar- fulltrúar ætla að ræða saman og stilla strengi. Nýr skólastjóri verður fljótlega ráðinn að Gerðaskóla og staða bæjarstjóra auglýst. Aðspurð segir Kolfinna að það hafi verið yndislegt að hitta fólkið í nýja meirihlutanum og finna að allir voru tilbúnir að vinna saman að breiðri sátt. „Það stóð heldur ekki á gamla minnihlutanum að bjóða meiri- hlutanum að halda velli undir þeim formerkjum að það yrði unnið lýðræðislega og með virðingu fyrir fólki. Ég gerði mér vonir um að for- seti bæjarstjórnar gæti leitt saman alla þessa flokka og framboð. D- listinn hefði getað haldið sínum meirihluta á nýjum forsendum en menn þar á bæ voru ekki tilbúnir í það. Ég tek það fram að þetta var aðeins rætt í þröngum hópi en ekki við alla fulltrúa D-listans“. Krafa um nýjan bæjarstjóra - Var þá krafan að skipta um bæjarstjóra? „Forsendan fyrir nýrri stjórn allra framboða var að ráðinn yrði nýr bæjarstjóri til bæjarfélagsins og þannig ná friði í bæjarfélaginu“. - Nú er nefnt að mikill kostnaður fylgi bæjarstjóraskiptum. Talan 30 milljónir hefur verið nefnd og þá er ótalinn 20 milljón króna kostnaður við skólastjóraskipti. „Ráðningarsamningur við nú- verandi bæjarstjóra er verk frá- farandi bæjarstjórnar og því ekki hægt að kenna nýjum meirihluta um hann. Auðvitað er þetta mikill fórnarkostnaður en vonandi nær fólk að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna saman að áframhald- andi uppbyggingu sveitarfélagsins,“ segir Kolfinna S. Magnúsdóttir, nýr bæjarfulltrúi N-listans í viðtali við Víkurfréttir. Viðtal: Hilmar Bragi Bárðarson Fólk áttar sig ekki á því að það er ekki skömm að ganga með sjúkdóm líkt og Parkinsons. Því er það frekar mikil fáfræði að telja að það sé eitthvað ógnandi fyrir mig að menn tali um að ég sé „sjúk eða sjúklingur“. Það lít ég frekar á sem fáfræði og fordóma.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.