Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGURINN 16. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Það finnast yfir 20 tegundir af sjávarþangi sem er notað til manneldis í dag eins og nori,
kombu, þari, wakame, beltisþari,
söl, o.fl. Þang er talin ein næringa-
ríkasta fæða sem til er en sumar
tegundir þangs innihalda meira
kalk en ostur, meira járn en kjöt,
meira prótein en egg, ásamt því
að vera sneisafullt af fjölmörgum
öðrum næringarefnum. Þang
inniheldur mikið magn af joði sem er mikilvægt
fyrir starfsemi skjaldkirtils en án joðs dregur úr
framleiðslu skjaldkirtilshormóna sem getur haft
veruleg áhrif á efnaskiptin í líkamanum. Japanskir
vísindamenn í Hokkaido háskólanum hafa fundið
virkt efni í þangi sem heitir ´fucoxanthin´ sem
dregur úr fitusöfnun í frumum og gæti gagnast við
offitu en frekari rannsókna er þörf. Margar rann-
sóknir á síðustu árum sýna að þang inniheldur
afgerandi magn krabbameinshamlandi efna og
að neysla þess geti að hluta útskýrt mikinn mun á
tíðni krabbameins í Japan og á Vesturlöndum, sér-
staklega hvað varðar brjósta- og blöðruhálskirtils-
krabbamein, en neysla þangs í Japan er allt að 10%
af daglegri neyslu. Ýmis virk efni hafa fundist í
þangi sem hafa bólgueyðandi áhrif og jákvæð áhrif
á ónæmiskerfið.
Til þess að auka inntöku okkar á þangi er upplagt að
klippa þang í súpur, pottrétti og í sushi. Ein frábær
leið er að blanda saman í litla skál möndlum, rús-
ínum og sölvum og narta í milli mála.
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Sjávarþang
– Grænmeti úr hafinu
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Var með fyrirlestur fyrir eldri borgara um daginn og málefnið var ham-
ingjan. Hef farið með fyrirlesturinn víða og alltaf jafn yndislegt að fá tæki-
færi til að deila þessu málefni með fólki enda trúi ég
því heitt og innilega að hamingjan standi okkur öllum
til boða og sé nær en við gerum okkur grein fyrir.
Einn af þeim þáttum sem er lagt upp úr í tengslum við
hamingjuna er félagsleg virkni. Ég fór vel yfir það í fyrir-
lestrinum og svo í lokin bætti ég við: þegar við nennum
alls ekki út úr húsi að hitta fólk þá þurfum við líklega
mest á því að halda. Það gæti t.d. einhver hafa hugsað
áðan; hvað ætti ég að vilja að fara að hlusta á einhverja
konu blaðra um hamingjuna....
Fyrir miðjum sal sátu eldri hjón og ég hafði varla sleppt
orðinu þegar ég sé hvar konan gefur manninum olnbogaskot, setur upp
hjónasvipinn og segir: SKO og þau hlæja bæði. Mér fannst þetta yndislegt, og
greinilegt að þarna þurfti annar aðilinn að láta ýta við sér.
Við höfum áhrif á fólkið í kringum okkur og það á okkur til baka, og félagsleg
virkni er alltaf mikilvæg en hreint út sagt nauðsynleg þegar við lendum í áföllum
eða förum í gegnum erfiða tíma. Hún er mikilvæg fyrir andlega líðan okkar – en
ekkert síður fyrir líkamlega vellíðan. Þannig er okkur meiri hætta á veikindum
þegar við lokum okkur af og erum ekki í góðum tengslum við aðra. Gerðar hafa
verið rannsóknir sem hafa sýnt fram á að fólk sem er ekki í góðum félagslegum
tengslum er lengur að jafna sig eftir veikindi en þeir sem eiga í góðum og upp-
byggilegum tengslum við aðra. Þá hefur verið bent á að þegar aldurinn færist
yfir sé þetta einn af lykilþáttum þegar kemur að líkamlegri og andlegri vellíðan.
Þegar fólk missir vinnuna er mikilvægt að halda sér í virkni, því annars aukast
líkur á andlegum og líkamlegum kvillum til muna.
Það er því til mikils að vinna og mikilvægt að hver og einn skoði hvernig
tengslum við aðra er háttað og hvernig megi bæta úr þeim ef ástæða þykir til.
Þegar við finnum að við nennum ekki lengur að hitta fólk, erum orðin löt að
fara í einhvern félagsskap sem við höfum stundað árum saman, þá og einmitt
þá þurfum við mest á því að halda. Þegar fólk er að fara í gegnum erfiða tíma
þá er algengt að viðkomandi hugi bara að skyldum sínum en sleppi öllu öðru.
Þannig er öllu sleppt sem veitir viðkomandi ánægju og jafnvel falið sig á bak við
mikla vinnu. Þá skiptir máli að þeir sem eru í kringum viðkomandi einstakling
reyni að bregðast við á einhvern hátt og stingi jafnvel upp á athöfnum sem hafa
áður veitt gleði.
Vinir okkar eru ómetanlegir en þrátt fyrir að eiga góða vini, og það jafnvel
marga, þá uppfylla þeir oft ólíka þætti í lífi okkar. Þannig getum við átt vin
sem við leitum til í trúnaði, þann sem hlustar af athygli og án þess að dæma,
gefur ekki óbeðinn um ráð og elskar okkur skilyrðislaust. Svo er það vinurinn
sem hvetur okkur áfram, hjálpar okkur að horfa fram á veginn og finna lausn
á vanda. Svo er það þessi jákvæði, sem sér glasið alltaf hálf fullt, minnir okkur
á hversu frábær við erum og hverju við höfum áorkað, og á erfiðum tímum
breytir hann dimmu í dag og fær okkur til að brosa. Svo er það þessi sem veit
allt, hvar við getum fundið upplýsingar og hvar séu bestu tilboðin, er með góða
skipulagshæfileika og er ómetanlegur þegar lífið verður kaótískt eða þegar það
þarf að skipuleggja eitthvað mikilvægt. Það gæti verið að einn og sami vinurinn
gegni öllum þessum hlutverkum í lífi okkar en líklegra er að þeir séu nokkrir
sem uppfylla þessa þætti.
Þegar ég flutti í Reykjanesbæ var ég ekki félagslega vel tengd en var ákveðin
í að breyta því. Ég lagði mig fram um að kynnast nýju fólki og prófaði ýmislegt
fyrstu árin. Ég verð samt að viðurkenna að í fyrstu beið ég svolítið eftir því að
aðrir mundu banka upp á og taka ábyrgð á því að mér leiddist ekki, en áttaði
mig á því að þannig gerast hlutirnir ekki. Ef ég ætlaði mér að vera virk þá var
það á mína ábyrgð að gera eitthvað í því. Er félagslega virk í bæjarfélaginu í dag
og það gefur mér orku og ánægju, lengir líf mitt og eykur andlegt og líkamlegt
heilbrigði, svo á því verður ekki breyting í bráð.
En það er hinn gullni meðalvegur sem skiptir máli í þessu eins og svo mörgu
öðru. Það er gott fyrir okkur að skoða hvar við erum stödd félagslega og hvað
það er í lífinu sem veitir okkur gleði. Þrátt fyrir að skyldurnar séu margar og
mikilvægar þá skiptir ekkert síður máli að eiga sér líf fyrir utan þær. Ætla að
enda þennan pistil með tilvitnun í eina af mínum uppáhalds myndum – The
Bucket list. Þegar litið er yfir farinn veg eru það tvær spurningar sem er mikil-
vægt að þú spyrjir þig: hefur þú fundið til gleði í lífinu og hefur líf þitt veitt öðrum
gleði?
Þangað til næst – gangi þér vel.
Anna Lóa
Þú ert sko vinur minn!
ATVINNA
Starfsmaður óskast í sumarafleysingar
18 ára aldurstakmark
Upplýsingar á staðnum
Olísbásinn Vatnsnesvegi 16.
Bláa lónið hefur veitt öllum íþróttafélögunum á Suður-
nesjum styrki. Fulltrúar félag-
anna veittu styrkjunum móttöku
þriðjudaginn 8. maí, í Bláa lón-
inu.
Eftirfarandi greinar hlutu styrki:
knattspyrna, körfuknattleikur, sund,
fimleikar, badminton, júdó, skot-
fimi, lyftingar, taekwondo, hnefa-
leikar, þríþraut, akstursíþróttir,
vélhjólaíþróttir, hestamennska og
handbolti auk NES íþróttafélags
fatlaðra á Suðurnesjum.
Heildarvirði styrkjanna nú er rúm-
lega 6 milljónir króna en þeir eru í
formi aðgangskorta í Bláa lónið.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa
lónsins, sagði við þetta tækifæri
að það væri bæði ánægjulegt og
mikilvægt fyrir Bláa lónið að koma
með öflugum hætti að íþrótta- og
æskulýðsstarfi á Suðurnesjum. „Við
hjá Bláa lóninu gerum okkur vel
grein fyrir því mikilvæga og óeigin-
gjarna starfi sem er unnið innan
íþróttahreyfingarinnar. Alls veitum
við um 30 styrki í dag og er það
táknrænt fyrir fjölbreytt og öflugt
íþróttastarf hér á Suðurnesjum.
Suðurnesjafólk hefur einnig náð
einstökum árangri og það er sér-
staklega ánægjulegt að Grindvík-
ingar hafi orðið Íslands- og deildar-
meistarar karla í körfuknattleik
og Njarðvíkurstúlkur Íslands og
bikarmeistarar í sömu grein. Auk
þess sem Keflvíkingar urðu bikar-
meistarar karla í körfuknattleik og
Keflavíkurkonur deildarmeistarar.
Frábær árangur Heiðarskóla og
Holtaskóla í Skólahreysti er einnig
eftirtektarverður. Við óskum
þessum aðilum og öllum þeim sem
koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi
á Suðurnesjum til hamingju með
frábæran árangur og hlökkum til
áframhaldandi samstarfs,“ sagði
Grímur við þetta tækifæri.
Bláa lónið veitir öllum íþrótta-
félögum á Suðurnesjum styrki
Yfir 80 fyrirtæki og stofnanir hafa sest að með starfsemi á því svæði sem áður tilheyrði banda-
ríska varnarliðinu en tilheyrir nú Ásbrú í Reykja-
nesbæ. Fyrir aðeins fimm árum síðan bjó þar ekki
nokkur maður eftir brotthvarf varnarliðsins og örfá
fyrirtæki sátu aðgerðarlaus eftir. Nú búa nær 1800
íbúar í þessu hverfi Reykjanesbæjar.
Þetta kom fram á íbúafundi með bæjarstjóranum í
Reykjanesbæ í Njarðvík sl. mánudag. Fyrir aðeins
fimm árum síðan var svæðið draugabær eftir að herinn
hvarf á braut og umræða sumra stjórnmálaafla var að
réttast væri að jafna byggingar svæðisins við jörðu.
Í stað þess voru byggingar nýttar til tekjuöflunar, mest
í þágu uppbyggingar svæðisins. Nú búa um 1800 íbúar
á svæðinu, mest námsmannafjölskyldur, sem er fleira
en býr í nágrannabæjum eins og Garði, Vogum eða
Sandgerði.
Á íbúafundum með Árna Sigfússyni bæjarstjóra sem
haldnir hafa verið í Reykjanesbæ að undanförnu hefur
komið fram að mjög mikil nýsköpun og frumkvöðla-
starf á sér stað að Ásbrú. Kadeco, þróunarfélagið sem
sér um svæðið, stofnaði snemma í vinnu sinni til frum-
kvöðlasetra þar og hefur hlúð að uppbyggingu slíkra
verkefna. Þar munar þó mestu um Keili, samfélag
vísinda, fræða og atvinnulífs, sem var stofnað í kjölfar
brotthvarfs Varnarliðsins, að frumkvæði Reykjanes-
bæjar og Kadeco.
Flóra fyrirtækja og stofnana spannar vítt svið. Mikið
er um lítil sprotafyrirtæki, sem Heklan, atvinnuþró-
unarfélag Suðurnesja, hlúir að í frumkvöðlasetrinu
Eldey. Þar starfa hugvitsmenn og hönnuðir á sviði
öryggisbúnaðar, myndbúnaðar, fata- og listhönnunar
o.fl. o.fl. Stærri fyrirtæki hafa sest að eins og rafræna
gagnaverið Verne Global, Gagnavarslan, sjávarútvegs-
tæknifyrirtæki eins og Málmey, bílaleigur, heilsuhótel,
auk annarra heislutengdra og flugtengdra verkefna.
Innviðir samfélagsins að Ásbrú hafa verið styrktir með
tveimur leikskólum og einum grunnskóla á vegum
Reykjanesbæjar, auk lítils útibús löggæslunnar. Inni-
leikjagarður fyrir börn er starfræktur á svæðinu, sem
nú stendur til að stækka. Mikið gróðurræktarátak er
framundan á Ásbrú.
- sem fyrir aðeins 5 árum var draugabær
80 fyrirtæki og 1800 íbúar komin á Ásbrú