Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.07.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.07.2012, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR GRIKKLANDS-TÓNLEIKAR LÉTTSVEITARINNAR Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur tónleika í Stapa, Hljómahöllinni, miðvikudaginn 11. júlí kl. 20.00. Tilefnið er tónleikaferð til Grikklands dagana 14. – 22. júlí. Sjá umfjöllun annars staðar í blaðinu. Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Ágóði af tónleikunum rennur í ferðasjóð Léttsveitar- innar. Allir velkomnir. Skólastjóri HEIÐARSKÓLI Vegna forfalla vantar kennara í Heiðarskóla næsta skólaár í 100% starf. Um er að ræða kennslu á miðstigi. Upplýsingar gefur Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri, í síma 894-4501. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum. Landnámsdýragarðurinn við Víkingaheima er opinn alla daga frá kl. 10 – 17. LANDNÁMS- DÝRAGARÐURINN VIÐ VÍKINGAHEIMA Ein stærsta bygging Suðurnesja, flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli, verður rifin finnist ekki hentug starfsemi í bygginguna. Þá liggur einnig fyrir að gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli verður rifin. Þetta hefur verið samþykkt af stjórn Isavia. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við Víkurfréttir að nú sé verið að skoða hugmyndir um starfsemi í flugskýli 885. Frá því Varnarliðið yfirgaf Ísland árið 2006 hafi nokkur verkefni verið nefnd sem möguleg inn í bygginguna en þau séu annað hvort of stór eða of lítil fyrir húsið. Nú sé verið að kanna hvort í raun sé hægt að koma starfsemi í húsið eða rífa það ella. Flugskýli 885 er 17.200 fermetra bygging. Það liggur fyrir að byggingin er dýr í rekstri og eins munu endurbætur á húsinu kosta mikla fjármuni. Friðþór segir að niðurrif hússins, ef af því verður, sé ekki svo dýrt sé tillit tekið til þess að þar falla til allt að 4500 tonn af stáli sem fara til endurvinnslu. Önnur söguleg bygging, gamla flugstöðin á Keflavíkur- flugvelli, verður rifin samkvæmt samþykkt stjórnar Isavia. Gamla flugstöðin stendur á einni verðmætustu lóð Keflavíkurflugvallar. Þar hafa komið upp hug- myndir um að byggja þjónustubyggingu fyrir einka- flugvélar en við gömlu flugstöðina er stórt flughlað á svokölluðu austursvæði Keflavíkurflugvallar. n Bæjarfulltrúar Samfylkingar-innar lögðu fram bókun á síð- asta bæjarstjórnarfundi í Reykja- nesbæ að fá óháðan sérfræðing til að meta samningsdrög þau sem liggja fyrir á milli Eignarhalds- félagsins Fasteignar og Reykjanes- bæjar. Sjálfstæðismenn sem skipa meirihluta bæjarstjórnar svöruðu með annarri bókun þar sem því er alfarið hafnað og því mótmælt að fjármálasérfræðingur Capa- cent sem hafi unnið úttekt sé ekki óháður. Um þetta var þráttað áður en bæjar- stjórn fór í sumarfrí í síðustu viku. Í bókun Samfylkingarinnar segir m.a.: „Bæjarstjórn samþykkir í samræmi við 66. grein sveitar- stjórnarlaga um miklar fjárfestingar og skuldbindingar sveitarfélaga – að fá óháðan sérfræðing til að meta samingsdrög þau sem liggja fyrir á milli eignarhaldsfélagsins Fasteignar og Reykjanesbæjar. Bæjarráð sameinist um óháðan sérfræðing, sem ekki hefur áður komið að málefnum Eignarhalds- félagsins Fasteignar, og feli honum að gera úttekt á samningsdrögum þeim er fyrir liggja og meta fjár- hagslegar skuldbindingar bæjarins sem samningsdrögunum fylgja. Niðurstöðurnar skulu lagðar fram og kynntar fyrir bæjarstjórn. Auk þess skal í anda lýðræðislegrar og vandaðrar stjórnsýslu halda borgarafund um málið í samræmi við 76. og 77. grein bæjarsam- þykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Borgarafundinn skal halda áður en kemur til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar á samningi Reykja- nesbæjar við Eignarhaldsfélagið Fasteign. Ljóst er að afdrif Eignar- haldsfélagsins Fasteignar mun hafa áhrif á fjárhag bæjarins til framtíðar og því eðlilegt að íbúar bæjarins verði upplýstir að fullu um málið og gefinn vettvangur og tækifæri til að tjá skoðun sína. Í bókun sjálfstæðismanna segir: Í samræmi við 66. grein sveitar- stjórnarlaga fengu sveitarfélögin sem eru aðilar að Eignarhaldsfélag- inu Fasteign (EFF), Reykjanesbær þar með talinn, sérstaka óháða úttekt á heildaráhrifum breyttra leigusamninga EFF. Megin niður- staða þeirrar úttektar var kynnt á fundi með fulltrúum allra eigenda félagsins. Sérstaklega var vel mætt á þann fund af hálfu Reykjanes- bæjar þar sem fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sátu fundinn, þ. á m. fulltrúi Samfylk- ingar. Í framhaldi af fundinum var lögð fram skýr greinargerð í bæjarráði Reykjanesbæjar og bæjarstjórn þar sem áhrif breyttra leigusamninga fyrir Reykjanesbæ eru tíunduð, bæði á rekstur og efnahagsreikn- ing Reykjanesbæjar. Skilyrðum 66. greinar hefur því nú þegar verið fullnægt. Þá er því alfarið hafnað að þótt leitað hafi verið til fjármálasérfræð- ings hjá Capacent sem áður hefur unnið góð gögn fyrir sveitarfélögin í EFF, þá sé hann á einhvern hátt ótækur til framangreindrar vinnu. Sú þekking sem hann hefur aflað sér áður á málefnum EFF gerir hann á engan hátt háðan félaginu eins og tillaga Samfylkingarinnar gefur í skyn. Áður en kemur til frágangs á nýjum leigusamningum verða áhrif nýrra leigusamninga aftur reiknuð út af hálfu óháðs sérfræðings í samstarfi við endurskoðanda Reykjanes- bæjar. Gert er ráð fyrir að útreikn- ingurinn verði þá sundurliðaður fyrir hvern leigusamning fyrir sig ásamt samanlögðum áhrifum þeirra allra. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja sjálfsagt að halda kynningar- fund fyrir íbúa um málið þegar frágangur þess liggur fyrir sem gert er ráð fyrir að verði síðsumars eða í haustbyrjun. n ›› Reykjanesbær: Þráttað um Fasteign í bæj- arstjórn Reykjanesbæjar Ein stærsta bygging Suðurnesja verður rifin Gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli heyrir brátt sögunni til. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Bygging 885, stóra flugskýlið á Keflavíkurflugvelli. Verður rifið finnist ekki hentug starfsemi í húsið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.