Víkurfréttir - 05.07.2012, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR4
Barnaheill komu færandi hendi til Suðurnesja í sl. viku þegar samtökin gáfu 60 reiðhjól fyrir
yngri börn til Fjölskylduhjálpar Íslands á Suður-
nesjum. Um er að ræða lítli reiðhjól fyrir stráka og
stelpur og einnig nokkur þríhjól.
Hjólunum var úthlutað sl. fimmtudag hjá Fjöl-
skylduhjálpinni í Grófinni og svo verður einnig í dag,
fimmtudag kl. 16-18. Þá er einnig von til þess að komin
verði reiðhjól fyrir eldri börn.
Hjólin eru ætluð börnum foreldra sem hafa ekki fjár-
ráð til að kaupa hjól handa börnum sínum.
n
Nú standa yfir framkvæmdir við dýpkun og breikkun á innri rennu í Grindavíkurhöfn en
Hagtak átti lægsta tilboðið. Að sögn Sigurðar A.
Kristmundssonar hafnarstjóra ganga framkvæmd-
irnar ágætlega enda veður verið einstaklega gott að
undanförnu.
Smá seinkun varð á upphafi framkvæmdanna þar
sem prammi sem notaður er í verkið hvolfdi á leið frá
Færeyjum. En eftir að hann kom til Grindavíkur hafa
framkvæmdirnar gengið vel.
Á myndinni sést svokallaður borprammi. Hann er
notaður til þess að bora holur sem eru fylltar með
sprengiefni. Síðan er sprengt og í kjölfarið kemur hinn
pramminn sem er notaður til þess að grafa mulninginn
upp.
Dýpka á í 7,5 metra dýpi og breikka innsiglinguna.
Skip fara stöðugt stækkandi og til þess að missa þau
ekki frá bænum er þessi dýpkun nauðsynleg.
Botn hafnarinnar er á klöpp að mestum hluta og er
ekki unnt að grafa upp efnið sem fjarlægja þarf án þess
að sundra því fyrst. Til þess eru notaðar kerfisbundnar
sprengingar. Þessar sprengingar geta verið óþægilegar
fyrir bæjarbúa. n
Líkt og Grindvíkingar hafa væntanlega tekið eftir hefur nokkurt jarðrask verið í bænum að undan-
förnu. Ástæðan eru framkvæmdir Mílu við Ljósnet
Símans en settir verða upp 15 götuskápar víðs vegar
um bæinn. Með Ljósnetinu fæst háhraðanetteng-
ing sem verður bylting fyrir Grindvíkinga. Fram-
kvæmdir ganga vel og eru samkvæmt áætlun, segir á
heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Í fyrsta áfanga, sem lýkur 13. júlí, verða jarðvegsfram-
kvæmdir við Vesturhóp, Suðurhóp, Austurhóp, Árna-
stíg, Gerðavelli, Blómsturvelli, Efstahraun, Heiðar-
hraun, Leynisbraut, Selsvelli, Víkurbraut, Ránargötu og
Austurveg. Síðan tekur við sumarfrí en framkvæmdir
halda áfram í ágúst þar sem allur bærinn verður klár-
aður.
Athygli vekur hversu snyrtilega Míla gengur frá eftir
jarðrask og framkvæmdir. Myndin var tekin af Mílu-
mönnum á horni Víkurbrautar og Efstahrauns ný-
verið. n
Fulltrúar meirihlutans í bæjar-ráði Sveitarfélagsins Garðs
segja að aðalfundur Menn-
ingarsetursins að Útskálum sem
haldinn var 19. júní sl. hafi verið
ólögmætur.
Fundargerð aðalfundarins var
tekin fyrir í bæjarráði Garðs í
vikunni. Menningarsetrið að Út-
skálum er einkahlutafélag í eigu Út-
skálasóknar, Sveitarfélagsins Garðs,
Sparisjóðsins í Keflavík/Lands-
bankans, Dacoda hugbúnaðar ehf.
og Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis.
Ekkert aðalfundarboð barst sveitar-
félaginu sem hluthafa í Menningar-
setrinu og þar af leiðandi lítur því
N- og L-listi svo á að fundurinn
hafi verið ólögmætur. Fulltrúi D-
lista situr hjá við afgreiðslu fundar-
gerðarinnar. n
›› Grindavík:
›› Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum:
›› Grindavík:
Grafið fyrir háhraðatengingu
Þessi gutti prófaði þríhjól hjá Fjölskylduhjálpinni.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Úthluta 60 hjólum til barna
Dýpkun og breikkun á innri
rennu í Grindavíkurhöfn
Segja aðalfund Menningarset-
ursins að Útskálum ólögmætan
Kattaeigendur
sinni skyldum
sínum
Gi l d a n d i s a m þ y k k t u m kattahald á Suðurnesjum
var lögð fram í bæjarráði Voga
á dögunum en þar er fjallað um
lausagöngu katta. Bæjarráð felur
bæjarstjóra að ítreka reglur um
kattahald á heimasíðu Voga og
hvetja kattareigendur til að
sinna skyldum sínum samkvæmt
ákvæðum samþykktar um katta-
hald.
›› FRÉTTIR ‹‹
Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ,
s. 420 3330, www.benni.is
Gerðu góð kaup
á notuðum bíl frá Bílabúð Benna
Ssangyoung Rexton RX 290
Skráningardagur 7/2002
Sjálfskiptur ekinn 179.000 km
Verð kr. 1.390.000-
Honda Civic Hybrid
Skráningardagur 10/2007
Sjálfskiptur ekinn 49.000 km
Verð kr. 2.190.000-
Toyota Yaris Sol 1300
Skráningardagur 4/2007
Beinskiptur ekinn 71.000 km
Tilboð kr. 1.390.000-
Chrysler Town & Country stow & go
Skráningardagur 7/2006
Sjálfskiptur ekinn 139.000 km
Verð kr. 2.490.000-
Möguleiki á allt að 80% láni
Subaru Impreza 2,0R
Skráningardagur 7/2008
Beinskiptur ekinn 84.000 km
Verð kr. 1.890.000-
Möguleiki á allt að 90% láni
Hyundai Getz GLS
Skráningardagur 3/2007
Beinskiptur Ekinn 73.000 km
Verð kr. 1.090.000,-
Ný tímareim
Ford Explorer Sport track 4X4
Skráningardagur 9/2007
Sjálfskiptur ekinn 78.000 km
Verð kr. 2.990.000-