Víkurfréttir - 05.07.2012, Síða 6
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR6
Leiðari Víkurfrétta
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is.
Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem
er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram
á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á
miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um
einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is.
Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat
ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu
blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir,
hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is
Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
Afgreiðsla og ritstjórn:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamaður:
Auglýsingadeild:
Umbrot og hönnun:
Auglýsingagerð:
Afgreiðsla:
Prentvinnsla:
Upplag:
Dreifing:
Dagleg stafræn útgáfa:
Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri
vf.is
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 12. júlí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Lífleg fiskvinnsla
Það gerðist allt í einu á Ís-
landi að Íslendingum fannst
bara alls ekki svalt að vinna
í fiski. Allt í einu fékkst ekki
íslenskt fiskverkafólk og þurfti því
að leita út fyrir landsteinana eftir
vinnuafli. Viðhorfið til fiskvinnslu
er að breytast aftur og fleiri og fleiri
eru að verða jákvæðari fyrir því að
vinna í fiski á ný. Hugsanlega þurfti
kreppuna til þess að við Íslendingar
myndum sjá það að peningarnir verða
alls ekki til í bönkunum, heldur með
því að vinna verðmæti úr auðlindinni
sem hafið allt í kringum okkur er.
Í Víkurfréttum í dag er tekið hús á
tveimur fyrirtækjum í Reykjanesbæ
sem vinna með sjávarfang. Annað
þeirra heitir Blámar og var stofnað
fyrir ári síðan. Þar ræður ríkjum
Kristín Örlygsdóttir úr Njarðvíkum.
Hún hefur starfað ein í fyrirtækinu
þar til í þessari viku að hún réð til sín
auka starfskraft, enda mikið að gera.
„Fyrirtækið hefur gengið prýðilega
vel frá upphafi en ég þurfti fljótlega
frá að hverfa í náminu
vegna mikilla anna.
Þetta er búið að vera
frábært ferðalag og
fullt af áskorunum sem
hefur sko alveg tekið
blóð, svita og tár en vel
þess virði,“ segir Kristín
í viðtali við Víkur-
fréttir í blaðinu í dag.
Hitt fyrirtækið sem
við tökum hús á er AG
Seafood við Hrannargötu
í Keflavík. Þar er Arthur
Galvez framkvæmda-
stjóri og stærsti eigandi
og hann er með um 50
manns í vinnu. Fyrir-
tækið hefur sprengt utan
af sér húsnæðið við Hrannargötu
og ráðist í að kaupa stórt og mikið
frystihús í Sandgerði sem nú er verið
að standsetja. Þar munu um 100
manns verða við störf í fisk-
vinnslu í haust. Í miðopnu
blaðsins í dag eru viðtöl
okkar við fólkið sem vinnur
fiskinn og dreifir honum
m.a. á innanlandsmarkaði
og út í hinn stóra heim.
Það eru fleiri jákvæðar fréttir
úr atvinnulífinu í Sandgerði
því auk þess sem fyrirtækið
AG Seafood er að standsetja
þar frystihús, þá er verið að
byggja 2200 fermetra fiskvinnslu-
stöð á hafnarsvæðinu fyrir út-
gerðarmanninn Örn Erlingsson.
Sjávarútvegsbærinn Sandgerði
mun því von bráðar blómstra
enn frekar en fyrir eru í bænum
öflug fyrirtæki í fiskvinnslu.
Hilmar Bragi Bárðarson
›› Bókaútgáfa:
Saga Slökkviliðsins á Kefla-víkurflugvelli er komin út.
Ritstjóri og höf-
u n d u r t e x t a
e r Sv a n h i l d u r
Eiríksdóttir bók-
m e n n t a f r æ ð -
ingur og blaða-
maður.
Saga Slökkviliðis-
ins á Keflavíkur-
flugvelli er um margt sérstök. Lengst
af var starfsemi þess innan banda-
rískrar lögsögu og þegar Sveinn Ei-
ríksson var ráðinn slökkviliðsstjóri
árið 1963, var hann ekki aðeins
fyrsti íslenski slökkviliðsstjórinn á
Keflavíkurflugvelli heldur einnig
fyrsti yfirmaður slökkviliðs innan
flota Bandaríkjanna sem ekki var
bandarískur ríkisborgari.
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli
var brautryðjandi í eldvarnaeftirliti
og nýjustu tækni í brunavörnum
og náði góðum árangri. Það sanna
fjölmörg verðlaun sem Slökkvilið-
inu hefur hlotnast á þeim 60 árum
sem það hefur verið starfandi. Þá
hefur ekki síður þótt lærdómsríkt
fyrir önnur slökkvilið víðs vegar
af landinu að sækja Slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli heim, læra af
reynslu þess og njóta leiðsagnar.
Svanhildur Eiríksdóttir hefur
langa reynslu af blaðamennsku
og textagerð. Hún starfaði sem
blaðamaður hjá Suðurnesjafréttum
á árunum 1993-1996 og hefur sl.
10 ár unnið hjá Morgunblaðinu í
lausamennsku.
Svanhildur hefur áður unnið að
söguritun fyrir Sálarrannsóknar-
félag Suðurnesja, Þroskahjálp á
Suðurnesjum, Verslunarmanna-
félag Suðurnesja, Sjálfstæðisfélagið
Njarðvíking og Miðstöð símennt-
unar á Suðurnesjum.
Svanhildur starfar sem deildastjóri
á Bókasafni Reykjanesbæjar og er
í meistaranámi í opinberri stjór-
nsýslu í Háskóla Íslands.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast
bókina geta snúið sér til Ólafs Egg-
ertssonar, formanns ritnefndar í
síma 899 8067. n
Saga Slökkviliðsins á Keflavík-
urflugvelli er komin út
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur þegið boð um að halda tvenna tónleika á næstu
ISME ráðstefnu, sem haldin verður í borginni Þessa-
loniku á Grikklandi, dagana 15. – 20. júlí 2012.
Þetta boð er afar mikill heiður fyrir Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar og jafnframt einstakt tækifæri fyrir
Léttsveitina. En um leið er tónlistarmenntun á Ís-
landi sýnd mikil virðing með þessu boði ISME.
ISME, International Society of Music Education, eru
ein elstu og virtustu alþjóðasamtök um tónlistar-
menntun og -kennslu sem til eru. Samtökin, sem voru
stofnuð af UNESCO árið 1953, standa reglulega fyrir
menntaráðstefnum um tónlist og eru þær fjölsóttar af
tónlistarkennurum, skólastjórum og öðrum sem vinna
að menntamálum í tónlist eða tengjast þeim málaflokki
á einhvern hátt. Á ISME ráðstefnum er ávallt boðið
upp á tónlistarflutning eða formlega tónleika flutta
af nemendum tónlistarskóla, skólahljómsveitum eða
skólakórum og það þykir mikill heiður að fá boð um
að halda tónleika á ISME ráðstefnu. Afar fáir íslenskir
tónlistarskólar eða skólahópar hafa fengið slíkt boð
í gegnum tíðina og það er alllangt síðan að íslenskur
tónlistarhópur kom síðast fram á slíkri ráðstefnu.
„Nú erum við á fullu að undirbúa tónleikaferðalagið
okkar til Grikklands. Þar spilum við bæði á ráðstefn-
unni í Þessaloniku og svo förum við líka til Aþenu
og spilum þar,“ segir Karen Sturlaugsson, stjórnandi
léttsveitarinnar í samtali við Víkurfréttir. Það verða 18
hljóðfæraleikarar sem fara utan með allt það hafurtask
sem fylgir ferðalagi hljómsveitar.
Nú í lokaundirbúningi ferðalagsins er blásið til tónleika
í Stapa sem verða miðvikudaginn 11. júlí kl. 20. Er það
von Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að sem
flestir mæti í Stapann til að njóta tónlistarinnar og um
leið styðja við bakið á tónlistarfólkinu sem er að fara í
dýrt ferðalag síðar í mánuðinum.
Léttsveit TR aflar fjár fyrir Grikk-
landsför með tónleikum í Stapa
Nýsköpun á Íslandi er vaxandi og stuðningur við hana
sífellt markvissari og öflugri.
Frumkvöðlar hér á svæðinu munu
vera margir og viðfangsefnin fjöl-
breytt.
Heklugosið í Eldey var merkilegur
viðburður, þar sýndu um 40 að-
ilar þá vöru sem þeir eru að bjóða,
mest eigin framleiðslu. Þetta var
virkilegt gos og vakti verðskuldaða
athygli. Eldey iðaði af lífi dagana
fyrir gos og að kvöldi 31. maí fyllt-
ist húsið af fólki og spenna í loftinu.
Styrkir til menningarverkefna voru
afhentir – fatahönnuðir sýndu
glæsilegar vörur og síðan dreifð-
ust gestir um húsið og heimsóttu
hvern vinnustaðinn og sýningar-
básinn af öðrum. Undrun og gleði
skein úr hverju andliti – „Ert þú
að gera svona, en flott, vissi það
ekki“ heyrðist mjög víða. Margur
einyrkinn var í raun að koma fram í
dagsljósið í fyrsta sinn, þar á meðal
undirrituð sem er að hanna og
handprjóna dömupils úr ull sem
sýnd voru þarna á alvöru tískusýn-
ingu undir nafninu MeMe.
Við sem erum að fikra okkur áfram
á frumkvöðlabrautinni – erum
öll að glíma við sömu hlutina, að
koma okkur á framfæri – kynna
vöruna eða þjónustuna – koma
henni í sölu. Hver í sínu horni að
gera sömu hlutina, oft af vanefnum
og takmarkaðri kunnáttu. Okkur
er afskaplega nauðsynlegt að taka
höndum saman til að geta af mynd-
ugleik náð til kaupendanna – ferða-
manna og heimafólks.
Hvert okkar er svo mikilvægt og
saman getum við gert stóra hluti,
aukið hér enn frekar verslun með
handverk, hönnun og þjónustu.
Frumkvöðlasetrið Heklan sem
hefur aðsetur í Eldey, er afar góður
bakstuðningur við okkur. En við
þurfum að leita eftir þeim stuðn-
ingi og leiðsögn.
Ég skora nú á ykkur öll að koma
fram, láta vita af ykkur. Við þurfum
að hittast, stofna einhvers konar
félagsskap sem getur svo með góðri
handleiðslu fagfólks náð frábærum
árangri fyrir okkur, hvert á okkar
sviði. Við verðum að koma okkur
betur á framfæri og selja okkar
vörur. Við búum við stóra hliðið
þar sem ferðamenn streyma inn
og út úr landinu í þúsundavís á
hverjum degi. Réttum úr bakinu
– göngum saman fram á völlinn
– stóreflum ferðamannaverslun á
Suðurnesjum.
Hafið endilega samband, netfangið
mitt er sogho@simnet.is
Hólmfríður Bjarnadóttir
Ásbrú – MeMe fatahönnun.
Frumkvöðlar á Suðurnesjum