Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.07.2012, Page 8

Víkurfréttir - 05.07.2012, Page 8
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Við Hrannargötu í Keflavík hefur lítið fiskvinnslufyrir- tæki vaxið hratt á síðustu miss- erum, svo hratt að það hefur sprengt utan af sér húsnæðið og veitir rúmlega 50 manns atvinnu. Fyrirtækið heitir AG Seafood og stærsti eigandi þess og fram- kvæmdastjóri er Arthur Galvez. Það var í nóvember 2008 sem starf- semi fyrirtækisins hófst með því að fiskvinnsluhús var sett upp í 300 fermetra húsnæði í Grófinni. Fram- leiðsla á fiskafurðum hófst í febrúar árið 2009, starfsmenn fyrirtækis- ins voru þá 12 talsins. Húsnæðið í Grófinni varð strax allt of lítið enda fékk fyrirtækið fljúgandi start. Fljótlega var því ráðist í að kaupa fiskvinnsluhús á Hrannargötu. Að sögn Arthurs þá hefur framlegðin af starfseminni alltaf verið látin renna til fyrirtækisins til að byggja það áfram upp. Það hefur aldrei neitt verið tekið út úr fyrirtækinu, enda sé það stefna og markmið að reksturinn sé skuldlaus og að fyrir- tækið eigi allan sinn tækjabúnað. Strax frá upphafi var lögð áhersla á framleiðslu á frystum afurðum í bland við ferskan fisk og nýtir fyrir- tækið sér þar nálægð við flugvöll- inn og þá staðreynd að frá Suður- nesjum er stutt á fengsæl fiskimið. Í kaupendum afurða frá AG Sea- food eru fjórar megin stoðir. Fyrst má nefna stóran kaupanda í Barce- lona á Spáni, sem hefur frá upp- hafi verið að auka viðskipti sín við AG Seafood og á stóran þátt í vexti fyrirtækisins. Hann hefur einnig heimsótt fyrirtækið tvisvar til þrisvar á ári. AG Seafood er í mik- illi sérvinnslu fyrir kaupandann á Spáni. Fyrirtækið framleiðir létt- saltaða þorskhnakka fyrir flottustu veitingastaðina í Kataloníu. Einnig eru framleidd lítil roð- og beinlaus þorskstykki sem eru notuð í salöt á Spáni. Annar stór kaupandi er á Bretlandi, nánar tiltekið í London, sem er stærsti kaupandi þeirra á flatfiski. AG Seafood framleiða skarkola, sólkola og langlúru fyrir þetta stóra fyrirtæki sem selur fiskinn í stór- mörkuðum eins og Marks & Spen- cer. Arthur segir að 60-70% af allri flatfiskframleiðslu fyrirtækisins fari til þessa aðila í Bretlandi. Þriðji þátturinn í framleiðslu AG Seafood er framleiðsla á ferskum fiski sem fer út um allt, bæði Bandaríkjanna og Evrópu. Fjórða stoðin er svo framleiðsla á freðfiski á Bandaríkjamarkað. Þar fyrir utan er fyrirtækið með um tug annarra kaupenda sem kaupa óreglulega afurðir frá fyrirtækinu. Arthur segir að í dag sé fyrirtækið að framleiða afurðir í um tvo gáma á viku. Þá þarf að taka tillit til þess að fyrirtækið er í mjög fínni fram- leiðslu sem einnig er mannfrek. Unnið er við frystingu hjá fyrir- tækinu allan sólarhringinn og hefur verið fryst allan sólarhring- inn síðan í febrúar á þessu ári. Á nóttunni hafa verið fyst ufsa- og „Bræður mínir hafa lengið starfað við sjávarútveginn og eiga þeir Gunnar og Sturla útflutningsfyrir- tækið Icemar. Ég sá leik á borði þar sem ég var nýbúin að klára Keili og var á leiðinni í nám hjá HA í sjávarútvegsfræði og fannst gullið tækifæri að starfa við það sem ég var að fara að læra um. Ég spurði þá hvort það væri ekki sniðugt að stofna fyrirtæki sem sérhæfði sig í sölu á sjávarafurðum á innanlandsmarkaði og var því tekið mjög vel strax í upphafi,“ segir Kristín Örlygsdóttir, aðal- eigandi Blámars, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á frystum og ferskum sjávarafurðum á innan- landsmarkaði til verslana, veit- ingahúsa og stóreldhúsa. „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir ári síðan og er ég aðaleigandi Blámars. Icemar og AG Seafood eiga hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur gengið prýðilega vel frá upphafi en ég þurfti fljótlega frá að hverfa í náminu vegna mikilla anna. Þetta er búið að vera frábært ferðalag og fullt af áskorunum sem hefur sko alveg tekið blóð, svita og tár en vel þess virði.“ Fram til þessa hefur Kristín verið ein starfandi við fyrirtækið en í þessari viku bættist einn starfs- maður við, enda í nógu að snúast. „Þegar við stofnuðum fyrirtækið fyrir ári síðan þá ákváðum við að einblína á innanlandsmarkaðinn og skoða okkur út fyrir landsstein- ana þegar það væri komið þokka- legt rennsli í gang hér heima. Ég er nýbyrjuð að senda ferskan fisk til Sviss og er komin með augun á nokkur önnur lönd“. Hvað felst í þínu starfi? „Ég er á öllum vígstöðvum og er það eina vitið til þess að láta fyrirtækið ganga upp. Ég annast sölu, d r e i f i n g u , bókhald og markaðssetn- ingu og margt fleira. Einnig tek ég þátt í pökkun á sjávarafurðum sem AG Seafood framleiðir fyrir Blámar. Meðeig- endurnir, bræður mínir hjá Icemar og A d d i hjá AG Seafood hafa gefið mér dýrmæt ráð og góða handleiðslu. Þetta fyrirtæki væri ekki til nema fyrir þeirra tilstillan og þolinmæði og á ég þeim mikið að þakka“. Hvernig finnst þér sjávarútvegur- inn standa hér á svæðinu? „Sjávarútvegur í Reykjanesbæ er ekki hátt skrifaður hér þó er hér fjöldinn allur af fyrirtækjum sem starfar innan þess geira og mikil gróska í gangi. Mér finnst persónulega mætti vera meiri vitundarvakning hjá almenningi hversu mikil verðmæti liggja í sjávarútveginum og fiskvinnslu og það liggja allskyns tækifæri því tengt. Ferðamarkaðurinn og sjávarútvegurinn er alveg málið í framtíðinni og finnst mér að ráðamenn sveitarfélaganna hér í kring mættu gefa meiri gaum af þessum fyrirtækjum eða a.m.k vita af þeim, ég talaði við eina persónu um daginn sem hefur verið viðloðin stjórnmál hér í Reykjanesbæ um árabil og hafði sá aðili ekki hugmynd um þau framleiðslufyrirtæki sem væru starfrækt með um 40-50 manns í atvinnu. Þessi atvinnuvegur hefur ekki verið hátt skrif- aður hér í bæ í alltof langan tíma því miður. En nú eru breyttir tímar og fólk er aðeins farið að átta sig á því að ég og þú getum gert góða hluti án þess að braska með hluti og peninga“. Dreifa frystum og ferskum sjávarafurðum á innanlandsmarkaði ›› Blámar í Reykjanesbæ: ›› AG Seafood í Reykjanesbæ stækkar hratt og opnar nýtt frystihús í Sandgerði í haust: Gott framboð af hráefni á fiskmarkaði mjög mikilvægt

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.