Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.07.2012, Side 15

Víkurfréttir - 05.07.2012, Side 15
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 15 Að gefnu tilefni - staðreyndir um bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og fall Sparisjóðsins í Keflavík með það að markmiði að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suður- nesja. Það gekk ekki eftir eins og þekkt er. Hins vegar ákváðu þeir sem að félaginu stóðu að ráðast í það að kaupa hlut í Icebank, þar sem Sparisjóðurinn átti talsverða hagsmuni. Lánaði Sparisjóðurinn félaginu að ég best veit 1.500 milljónir til viðbótar við hlutaféð sem lagt hafði verið í félagið af eigendunum. Lánið var veitt af Sparisjóðsstjóra og var innan þeirra heimilda sem hann hafði. Vissulega er þetta gagnrýniverður gjörningur þegar horft er til baka. Hluthafarnir töpuðu allir því sem þeir höfðu lagt fram í félagið. Hlutafjárframlag Saltvers til kaupanna var að stórum hluta fjármagnað með láni frá Lands- bankanum sem er viðskiptabanki fyrirtækisins, en fyrirtækið átti ekki í viðskiptum við Sparisjóðinn. 4. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir – var alla tíð viðskiptavinur Spari- sjóðsins, en umsvif hennar í við- skiptum við Sjóðinn takmörkuðust við dæmigerðan launareikning og rekstur heimilis hennar. 5. Björk Guðjónsdóttir – veit ekki hvort hún var í viðskiptum við Sparisjóðinn. Veit að hún stóð í víninnflutningi um tíma í félagi við annan, en veit ekki til þess að neinn hafi tapað á þeim viðskiptum nema hún sjálf. 6. Steinþór Jónsson – hefur ein- hverra hluta vegna fengið hvað duglegast á baukinn í DV, en eins og þjóðinni ætti að vera ljóst er 80% af því sem DV segir ósatt og hitt lygi! (þetta er svona álíka málefnaleg fullyrðing og umfjöllun þeirra um Steinþór). n Því er stöðugt haldið fram að Steinþór hafi setið í stjórn Sparisjóðsins. Það er rangt – hann reyndi mikið á sínum tíma til að komast þar í stjórn, en fékk ekki hljómgrunn fyrir því meðal stofnfjáreigenda. Vert er að hafa í huga að meðal stærstu stofnfjár- eigenda sjóðsins voru Kaupfélag Suðurnesja, Verslunarmannafélag Suðurnesja, Lífeyrissjóðurinn Festa auk hundruða einstaklinga í Reykjanesbæ, á Snæfellsnesi, í Húnaþingi og á Ströndum. n Því er haldið fram að Steinþór hafi tekið lán í Sparisjóðnum fyrir hundruðir milljóna og jafn- vel milljarða. Steinþór tók mér afvitandi ekki nokkurt lán hjá Sparisjóðnum í Keflavík, vegna sín persónulega eða fyrirtækja sinna Hótel Keflavík og Ofna- smiðju Suðurnesja, hvað þá að þau hafi verið afskrifuð. n Því er haldið fram að Stein- þór hafi verið höfuðpaurinn í Suðurnesjamönnum. Hann átti ekki hlut í félaginu og kom hvergi nálægt því. n Því er haldið fram að Steinþór hafi í gegnum Bergið ehf. fengið milljarða að láni hjá Sparisjóðnum í Keflavík til kaupa á hlutafé í Icebank. Hið rétta er að Steinþór lagði ásamt á annan tug fjárfesta, m.a. núverandi framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins Jón- mundi Grétarssyni, fram hlutafé (áhættufé) í Bergið ehf. sem keypti hlut í Icebank af Spron og Byr. Þessir bankar lánuðu Berginu að ég best veit 2/3 kaupverðs bréfanna í Icebank, 1/3 var eigin- fjárframlag eigendanna. Steinþór átti nokkurn hlut í félaginu en Jónmundur átti 0,2% - eða 2/1000 hluta! Þessu fé töpuðu eigend- urnir – einhverjum hundruðum milljóna. Í kröfuskiptum, sem ég kann ekki að skýra nánar, milli Sparisjóðsins og Spron og BYR eignaðist Sparisjóðurinn 370 milljónir af kröfunni á Bergið. Rannsóknin á Sparisjóðnum mun væntanlega leiða í ljós hvernig þetta átti sér stað – en staðreyndin er hins vegar klárlega sú að lánið var upphaflega seljendalán frá Spron og Byr, sem seldu hluti sína í Icebank á uppsprengdu verði til Steinþórs og viðskiptafélaga hans. Þeir fengu aldrei og leituðu aldrei eftir láni frá Sparisjóðnum í Keflavík vegna þessara við- skipta svo mér sé kunnugt. n Því er haldið fram að Steinþór hafi fengið hundruð milljóna afskrifaðar vegna hinna ýmsu fasteignafélaga. Hið rétta er að Steinþór fjárfesti í fasteignum með öðrum í Fasteignafélagi Suður- nesja – meðal eigenda þar var Sparisjóðurinn. Félagið átti eignir og eignarhaldsfélög um aðrar eignir m.a. Blikavelli 3. Þessi félög voru fjármögnuð með eiginfé að hluta og lánsfé að hluta, mest erlendum lánum. Það þekkja allir hvernig fór fyrir slíkum félögum. Þau fóru á hausinn. Eigendurnir töpuðu sínu og lánveitandinn hirti veðin sem stóðu að baki eignunum. Landsbankinn hefur með þessu móti eignast flestar þær eignir sem þessi félög áttu og eflaust afskrifað vegna erlendra lána sem á þeim hvíldu. n Því er haldið fram að Steinþór hafi fengið hundruð milljóna afskrifaðar í gegnum Base ehf. Steinþór átti í gegnum Hótel Keflavík 8% hlut í Base ásamt á annan tug annarra fjárfesta, m.a. Sparisjóðunum, ÍAV, N1 og fleiri. Félagið var stofnað utan um kaup á iðnaðarhúsnæði á gamla varnar- svæðinu. Sparisjóðurinn lánaði félaginu 130 milljónir gegn veði í eignunum. Base náði aldrei að klára kaupin á eignunum gagnvart Kadeco og fór á hausinn. Kadeco leysti aftur til sín eignirnar og greiddi upp veðin sem á eignunum hvíldu. Steinþór tapaði sínu hluta- fjárframlagi eins og aðrir eigendur. Allt að einu má ýmislegt segja um fjárfestingar Steinþórs. Þær hafa augljóslega verið misgáfulegar, en það er enn þann dag í dag ekki glæpur að leggja fram hlutafé (áhættufé) í fyrirtæki. Menn sem það gera bera lögum samkvæmt takmarkaða ábyrgð í félaginu. Tak- markast ábyrgðin við það hlutafé sem þeir leggja fram til félagsins. Það sama gildir í því efni um Steinþór og aðra áhættufjárfesta. Nánar má lesa um hvernig þetta virkar hér: http://www.althingi. is/lagas/140a/1994138.html 7. Garðar K. Vilhjálmsson – undirritaður var viðskiptavinur Sparisjóðsins frá blautu barnsbeini eins og svo margir Keflvíkingar. Ég tók sæti í stjórn Sparisjóðsins eftir hrun árið 2009 þegar freista átti þess að halda lífi í Sjóðinum. Meðan ég sat í stjórn veitti Sparisjóðurinn engin ný útlán sem heitið gátu, enda eiginfjárhlutfall hans undir lögboðnum mörkum og sjóðurinn rekinn á undanþágu frá FME og undir eftirliti fulltrúa FME. Völd stjórnar sjóðsins á þessum tíma voru afar takmörkuð og starf sjóðsins þetta síðasta ár sem hann lifði snerist um að halda lausafé í sjóðnum frá degi til dags. Viðvarandi taprekstur var á sjóðnum og ljósara varð með hverjum deginum sem leið að honum yrði ekki bjargað. Það fór því svo á endanum að stjórnin hafði ekki annan kost en henda inn handklæðinu og binda endi á líf sjóðsins. Ég og félög mér tengd fengu fjölmörg lán í Sparisjóðnum gegnum tíðina. Lán sem eiga það öll sammerkt að hafa verið með fullum ábyrgðum, vera ýmist greidd upp að fullu eða í fullum skilum hjá þeim sem nú hefur eignast þau. Þær lánveitingar sem enn standa með einhverjum hætti eru eftirfarandi: n Árið 2006 fékk undirritaður húsnæðislán í Sparisjóðnum, sem nú hefur verið framselt Íbúðalánasjóði. Lánið var upp- haflega 14 milljónir – stóð í 19,6 síðast þegar ég athugaði það. n Einkahlutafélag mitt Bílaleigan Geysir var í viðskiptum við Sparisjóðinn, síðar Landsbankann, og er þar nú með eitt erlent lán upp á ríflega 150 þúsund evrur, auk ábyrgðar vegna City Star flug- félagsins upp á 20 þúsund pund sem við deilum um hvort sé í gildi eður ei. – Sú ábyrgð kemur þó Sparisjóðnum ekkert við. Lánið er að auki með persónulegri sjálfskuldarábyrgð undirritaðs og ábyrgðin er tryggð með inni- stæðu á lokuðum reikningi. n Einkahlutafélag mitt 520 ehf. átti á árinu 2007 viðskipti við Base ehf., sem áður var fjallað um. 520 ehf. keypti af Base eina skemmu á gamla varnarsvæðinu og lét gera hana í stand. Fyrir skemmuna greiddi 520 metverð í frágengnum fasteignaviðskiptum á svæðinu eða um 60 þús. kr pr. fermetra. Sparisjóðurinn lánaði 50 milljónir til kaupanna. Það lán er nú í eigu Landsbankans með veði í húsnæðinu auk persónulegrar ábyrgðar undir- ritaðs upp á 20 milljónir. n Að lokum, til að koma í veg fyrir allan misskilning, þá afskrif- aði Landsbankinn erlent lán til undirritaðs vegna stofnfjárkaupa í Sparisjóðnum sem veitt var um áramótin 2007/2008 að upphæð um 800 þús ISK. Lánið var veitt af Lansbankanum en fellt niður eins og öll önnur sambærileg lán vegna stofnfjárkaupa í Sparisjóðnum. Eins og sést á þessari upptalningu þá er ljóst að bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanesbæ höfðu mismikla aðkomu að rekstri Sparisjóðsins. Einn bæjarfulltrúi sat í stjórn hans fyrir hrun og einn eftir hrun. Í stjórn sjóðsins sátu fimm einstaklingar á hverjum tíma. Þeir einstaklingar sem með mér sátu í meirihlutanum í Reykjanesbæ eru allt öldungis- fólk. Ég skulda því ekkert og það skuldar mér ekki neitt. Það má eflaust álasa okkur fyrir margt en fall Sparisjóðsins verður ekki skrifað á okkur, eða Sjálf- stæðisflokkinn, sérstaklega. Lánveitingar til bæjarfulltrúa geta ekki með nokkru móti talist óeðlilegar miðað við umsvif hvers og eins í atvinnulífinu í bænum. Fullyrðingar um lánveitingar til bæjarfulltrúa eru meira og minna upplognar eða ósannar með öllu. Í þeim tilfellum þar sem lán voru veitt voru eðlilegar tryggingar að baki þeim miðað við það sem tíðkaðist í viðskiptum á þeim tíma. Fall Sparisjóðsins er okkur Suður- nesjamönnum þungbært áfall og því miður mun það bitna á þjóð- inni allri. Fall Sjóðsins er löngu ljós staðreynd og við breytum henni ekki sama hvað við æmtum og skræmtum. Það sem skiptir máli er að við stöndum saman í því að vinna okkur út úr því ástandi sem hér ríkir, horfum fram á veginn og leitum lausna. Það veit sá sem allt veit að hér eru tækifærin til að byggja upp og við eigum nægar auðlindir til að vinna upp það sem við töpuðum. Hættum að reyna að finna drauga í hverju horni og hættum að hlusta á neikvæða nöldurseggi sem ekkert vilja upp byggja en allt niður rífa. Umfram allt skora ég á fólk að trúa ekki gagnrýnislaust allri vitleysu sem það heyrir, eða les. Í bankahruninu töpuðu margir peningum. Sumir tapa eflaust ærunni, en enginn lífinu. Höfum í huga það sem skiptir máli – eins og Landrover menn segja: „One life – live it!“ Garðar Ketill Vilhjálmsson. Grindavíkurstelpur gerðu jafntefli við nágranna sína í Keflavík 2-2 í 1. deild kvenna á Nettóvellinum í Reykjanesbæ á þriðju- dagskvöld. Þetta var hörku leikur og ekkert gefið eftir. Sarah Wilson kom Grindavík yfir á 28. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Keflavík tvö mörk með skömmu milli- bili og var seinna markið sjálfsmark. Grindavík sótti stíft undir lokin og tókst að jafna metin á síðustu mínútu leiksins, markið skoraði Margrét Albertsdóttir. Úrslitin 2-2, Keflavík með 9 stig en Grindavík 7. Margrét Albertsdóttir skorar jöfnunarmarkið á lokamínútunni. VF-mynd: Hilmar Bragi Margrét jafnaði á lokamínútunni

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.