Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.07.2012, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 05.07.2012, Qupperneq 16
Kóngurinn er Klár Ég get ekki sagt að ég hafi tekið þátt í umræðunni um for-setakosningarnar. Fylgdist lítið með umræðuþáttum og hitti einungis einn frambjóðanda fyrir kjördag. Fékk að vita að sá hefði alist upp í Grænásnum og ætti góðar minningar frá Suðurnesjum. Samtalið var stutt og laggott og það eina sem ég tengdi sjálfan mig við hann var föðurnafnið. Þekkti hann frá gamalli tíð. Áhugi minn á framboðinu kviknaði samt ekki eftir þessa heimsókn enda hlyti leiðin að vera brött fyrir þá sem ætluðu upp á tindinn í þessari atrennu. Þar sæti spaðakóngur sem ætti alla vega fjóra ása upp í erminni. Gulan, rauðan, grænan og bláan. Ég var samt ákveðinn að kjósa hann ekki. Líkar miklu betur við drottningar. Hjartadrottningar. Held að þeirra tími sé kominn. Við hinir pungarnir erum búnir að spila öllum ásunum út og eigum bara lágspil eftir. Konur eru framtíðar- stjórnvald sem við karlarnir þörfnumst. Hefði viljað leyfa þeim að stjórna næstu árin og meta árangurinn í framhaldinu. Við yrðum að minnsta kosti ágætis meðspilarar á meðan þær rifu landið upp á rassgatinu. Verð því að segja að eftir niðurstöður helgarinnar, þá vildi ég helst sjá forsetafrúna leysa kallinn af í orlofi. Við gæfum honum síðan vetrarorlof í kaupbæti. Yndisleg kona sem auðvelt er að heillast af. Svo innilega sniðug. Þekki svoleiðis konur. Hún ætti náttúrulega að verða drottningin okkar. Kóngurinn er klár og kann að spila. Verðum við ekki bara að stofna nýtt konungsdæmi og smella á þau gæruskinni og lopakórónu? Engin pólitík, bara veislur og hyllingar á Bessa- stöðum! Köllum hann Ólaf Íslandskonung! Þurfum ekki neina rómverska stafi aftan við nafnið. Byrjum þannig strax að spara. Góðlátlegt vink á tyllidögum. Hestvagnar og heiðursverðir. Heimreiðin bein og breið. Vikan leið sem beljandi fljót niður flúðir og fossa. Í huga mínum komst ekk-ert annað að en að fara að veiða. Heil helgi í viðjum Svartárdals í Húnaveri er árleg veisla fyrir huga og hjarta. Næring í sinni víðustu mynd. Þangað myndu bæði „Ollaffur“ og „kóngurinn“ mæta. Sannkallaðir gleðigjafar auk annarra prinsa. Var svo hugfanginn af tilefninu að ég gleymdi að kjósa. Utankjörstaða. Sýslumaðurinn var bara aldrei í leið á leiðinni heim. Náði ekki einu sinni auðu eða ógildu atkvæði. Hefur aldrei komið fyrir mig áður. Skammast mín fyrir það og ætla ekki að segja neinum frá því. vf.is Fimmtudagurinn 5. júlí 2012 • 27. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS Í HÁDEGINU ALLA DAGA SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA. PI PA R \T BW A - S ÍA - 12 19 91 Dagana 6., 7. og 8. júlí er 7 króna afsláttur af eldsneytislítranum til ÓB- og Olís-lykilhafa – og fjórfaldir Vildarpunktar Icelandair þar ofan á. Afslátturinn er bæði á ÓB- og Olís-stöðvum og gildir einnig fyrir Staðgreiðslukort Olís. Sæktu um lykil núna á ob.is eða á næstu Olís-stöð. -7kr. af lítranum föstudag, laugardag og sunnudag OG fjórfaldir Vildarpunktar Icelandair með ÓB-lyklinum hjá ÓB og Olís Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi ÓB eru á ob.is/Vildarkerfi. GILDIR EINNI G HJÁ O LÍS Sveitarfélagið Vogar hefur tekið í notkun nýtt tjaldstæði í ná- grenni íþróttamiðstöðvarinnar. Tjaldstæðið verður á grasflötinni þar sem áður var knattspyrnuvöllur sveitarfélagsins. Búið er að koma upp litlu aðstöðuhúsi með vatns- salerni og uppþvottaaðstöðu, sem verður til afnota fyrir gesti tjald- stæðisins. Utan á aðstöðuhúsinu eru jafnframt rafmagnstenglar til notkunar fyrir gesti tjaldstæðisins, einkum þá sem eru á húsbílum, húsvögnum og fellihýsum. Ekkert gjald verður innheimt fyrir afnot af tjaldstæðinu fyrst um sinn. Sveitarfélagið Vogar býður ferða- menn velkomna á tjaldstæðið og vonar að þeir njóti dvalarinnar. Þakka fyrir hreinsun fjörunnar við garðskagavita Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs þakkaði á síðasta fundi sínum Tómasi Knútssyni og Bláa hernum fyrir frábært framtak við að hreinsa fjöruna hjá Garðskagavita. „Tómas hefur sýnt það á undanförnum árum að nauðsynlegt er að hreinsa fjöruna reglulega og er lagt til að leitað verði samstarfs við Bláa herinn um umhirðu fjörunnar“, segir í fundargerð bæjarráðs. nýtt tjaldstæði opnað í Vogum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.