Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.03.2011, Page 8

Víkurfréttir - 31.03.2011, Page 8
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR8 RÁÐGJAFI VIÐ STARFSENDURHÆFINGU Stéttarfélög á Suðurnesjum leita að ráðgjafa í fullt starf til að starfa á sviði starfsendurhæfingar. Aðsetur verður á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurnesjum að Krossmóa 4 a, 260 Reykjanesbæ. Helstu verkefni ráðgjafans verða: • Stuðningur og ráðgjöf fyrir einstaklinga • Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum • Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi við fagaðila • Náin samvinna við atvinnurekendur og stéttarfélög með það að markmiði að auka starfshæfni og varðveita vinnusamband einstaklinga á vinnumarkaði Helstu hæfniskröfur til ráðgjafa eru eftirfarandi: • Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund • Góð þekking á vinnumarkaði og nærsamfélagi • Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- og menntavísinda eða sambærileg menntun • Áhugi á að vinna með einstaklingum • Geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga • Sveigjanleiki og færni til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni • Tungumálakunnátta, enska og eitt Norðurlandamál • Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti Starf ráðgjafans er samstarfsverkefni milli stéttarfélaganna og Starfsendurhæfingarsjóðs. Nánari upplýsingar um starf ráðgjafa og starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs er að finna á heimasíðu sjóðsins www.virk.is Til að tryggja þekkingu og símenntun ráðgjafans mun hann fá sérstaka þjálfun sem skipulögð er af Virk, Starfsendurhæfingarsjóði. Umsókn um starfið skal skilað fyrir kl. 15:00, föstudaginn 8. apríl nk. á skrifstofu Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ í lokuðu umslagi merktu VIRK – starfsendurhæfing/umsókn um starf. Nýtt vinnusetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára er að rísa á Iðavöllum í gamla Húsasmiðjuhúsinu. „Fjöl- smiðjan er vinnusetur fyrir fólk sem er hvorki í skóla né vinnu,“ sagði Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suður- nesjum. „ Í stuttu máli gengur starfsemin út á það að bjóða krökkum í þessum hópi verkefni til að hjálpa þeim að byggja sig upp en vonandi skilar þetta þeim á vinnumarkaðinn eða í nám seinna meir.“ Fjölsmiðjan á Suðurnesjum á sér fyrirmyndir í Kópavogi og eins á Akureyri sem er líkari að stærð. „Við verðum með 20 til 25 þátttakendur og svo þrjá starfsmenn en það er svipað og er á Akureyri. Þetta er rekið eins og hver annar vinnustaður og fá krakkarnir greitt fyrir vinnuna en ef einhver mætir ekki, þá fær hann engin laun fyrir þann dag.“ Ólafur sagði þau vera komin á annað stig í starfseminni en það fyrsta var undirbúningur sem fór bara fram á skrifborð- inu hjá Ólafi. „Við leigðum þetta húsnæði og erum núna á fullu að breyta en við gerum það sjálf. Hér eru starfsmenn sem vinna með þátttakendum að byggja þetta húsnæði, þ.e.a.s. málari og húsasmiður,“ sagði Ólafur. Stefnt er á að í vor verði húsnæðið tilbúið til notk- unar og mun mikil starfsemi fara þar fram. „Hingað færist kompan sem Rauði kross Ís- lands er með og munum við halda henni meira opinni og gera þetta að flottari verslun. Einnig verðum við með við- gerðarþjónustu, bón og þrif á bílum, pökkunar- og niður- rifsþjónustu og svo mötuneyti fyrir þá sem hér starfa.“ Fjölsmiðjan rekur s ig á rekstrarsamningum við ríki og sveitarfélög. Til að svona verk- efni geti hafist þarf eitthvað stofnfé og kom það frá Rauða krossi Íslands, Reykjanesbæ, Vinnumálastofnun, Verka- lýðs- og sjómannafélagi Kefla- víkur, Verslunarmannafélagi Suðurnesja og FIT sem er Félag iðnaðar- og tæknigreina. „Svo þegar fram líða stundir þurfum við að afla hluta af tekjunum sjálf en svona verk- efni verður í raun og veru ekki til nema þörfin sé til staðar og munum við gera þetta eins vel og hægt er.“ siggi@vf.is Á þriðja heila starfsári Keilis, miðstöðvar vís- inda fræða og atvinnulífs, sem staðsett er að Ásbrú í Reykjanesbæ, hefur tekist að ná rekstrinum í jafnvægi, út- skrifa 720 nemendur og þar af skapa yfir 400 nemendum ný tækifæri til að hefja há- skólanám með tilkomu há- skólabrúar. Meirihluti þeirra kemur frá Suðurnesjum og nær 90% þeirra stunda nú háskólanám. Á aðalfundi Keilis nú nýverið rifjaði Árni Sigfússon stjórnar- formaður Keilis upp aðdrag- anda stofnunar. Í maí 2007 sameinuðust 19 fyrirtæki og félagasamtök um að breyta herstöð í háskólasamfélag – Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, var stofnaður. Lagðar voru fram á 4. hundrað milljónir í stofnfé og lagt af stað með byggingu brúar á milli nýrra atvinnutækifæra og menntunar á Suðurnesjum. Þetta var í samræmi við þá stefnu sem bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfðu markað við brotthvarf hersins í október árið áður og fengið þáverandi ríkisstjórn til að styðja. Í máli Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, á aðalfundinum kom fram að á þriðja heila starfsári Keilis hefur tekist að ná rekstrinum í jafnvægi, útskrifa 720 nem- endur og þar af skapa yfir 400 nemendum ný tækifæri til að hefja háskólanám með til- komu háskólabrúar. Meirihluti þeirra kemur frá Suðurnesjum og nær 90% þeirra stunda nú háskólanám. Þetta hefði ekki tekist án stuðnings stofnendanna því ríkið hefur hingað til lagt mun minna til reksturs skólans en til sambærilegra skóla t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Þannig gekk á framlag stofnenda á fyrstu árum Keilis. Enn er vonast eftir að ríkið skapi Keili sömu rekstrarforsendur m.a. Jákvæð áhrif Keilis á menntastig á Suðurnesjum 4 Keilir hefur útskrifað 720 nemendur frá stofnun: um háskólabrú og skólum á höfuðborgarsvæðinu eru búnar. Þess er enn vænst að það komi nú fram í fjárauka- lögum ríkisstjórnarinnar. Á aðalfundinum var rifjað upp að í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar um borð í víkingaskipinu Íslendingi þann 9. nóvember í fyrra var því heitið að rekstrar- grundvöllur menntastofnana á Suðurnesjum yrði tryggður og talið mikilvægt að styðja og þróa nýtt og fjölbreyttara námsframboð. hilmar@vf.is Fjölsmiðjan innréttar gömlu Húsasmiðjuna Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.