Víkurfréttir - 31.03.2011, Blaðsíða 11
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 11VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011
Vinnuskóli Grindavíkur auglýsir hér með eftir flokksstjórum til að
starfa við skólann sumarið 2011. Starfstímabil er frá 23. maí til
19. ágúst. Leitað er að einstaklingum 19 ára og eldri sem hafa;
- ríka þjónustulund,
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið
frumkvæði,
- góða hæfni í mannlegum samskiptum,
- mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki en síst
- ánægju að því að vinna með og leiðbeina unglingum.
Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla
að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna.
Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig
staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og
tækjum.
VINNUSKÓLI GRINDAVÍKURBÆJAR ER TÓBAKSLAUS
VINNUSTAÐUR.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitar-
félaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Nánari upplýsingar um
störfin veitir Ásta Jóhannesdóttir garðyrkjufræðingur í síma
660 7322, netfang: asta@grindavik.is
Umsækjendur fylli út umsóknareyðublað sem er að finna á
heimasíðu bæjarins (Umsókn um starf hjá Grindavíkurbæ) og
skili á bæjarskrifstofu Grindavíkur í síðasta lagi föstudaginn
29. apríl n.k.
Grindavíkurbær og Saltfisksetur Íslands auglýsa hér með eftir
starfsfólki til að starfa á tjaldsvæði Grindavíkurbæjar og í
Saltfisksetri Íslands sumarið 2011. Starfstímabil er frá 16. maí
til 31. ágúst. Ráðnir verða fjórir starfsmenn sem ganga munu
vaktir á þessum tveimur starfsstöðum. Starfið felst í móttöku
gesta, upplýsingaveitu, uppgjöri og þrifum.
Leitað er að einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa;
- ríka þjónustulund,
- góða tungumála kunnáttu (enska og eitt Norðurlandamál
skilyrði),
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið
frumkvæði,
- góða hæfni í mannlegum samskiptum
- mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki síst,
- góða þekkingu á staðháttum í Grindavík og nágrenni.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitar-
félaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorsteinn Gunnarsson
upplýsinga- og þróunarfulltrúi í síma 420 1100, netfang:
thorsteinng@grindavik.is
Umsækjendur fylli út umsóknareyðublað sem er að finna á
heimasíðu bæjarins (Umsókn um starf hjá Grindavíkurbæ) og
skili á bæjarskrifstofu Grindavíkur í síðasta lagi föstudaginn
15. apríl n.k.
Grindavíkurbær, Víkurbraut 62, sími 420 1100 • grindavik@grindavik.is • www.grindavik.is • facebook/grindavikurbaer
FLOKKSSTJÓRAR VIÐ
VINNUSKÓLA GRINDAVÍKUR
STARFSMENN Á TJALDSVÆÐI
GRINDAVÍKUR OG Í
SALTFISKSETRI ÍSLANDS
KJÖRFUNDUR VEGNA
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU
Glæsileg
Menningarvika
2.-9. apríl
Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 verður haldinn
laugardaginn 9. apríl frá kl. 10:00 - 22:00.
Kjörstaður er Grunnskóli Grindavíkur. Kjósendum er bent á að hafa með sér per-
sónuskilríki.
Unnt er að skila athugasemdum vegna kjörskrár til bæjarstjórnar. Kjörskráin liggur
frammi á bæjarskrifstofunni, Víkurbraut 62 Grindavík, til kjördags.
Utankjörfundar atkvæðagreiðsla er í útibúi sýslumanns, Víkurbraut 25, neðri hæð,
sem hér segir:
Á virkum dögum til og með 1. apríl frá kl. 08:30 til 13:00.
Dagana 4.-8. apríl frá kl. 08:30 til 17:00.
Kjörstjórn Grindavíkurbæjar
Setning Menningarviku Grindavíkur
verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn
2. apríl kl. 13:00 þar sem verða ýmis
tónlistaratriði og jafnframt verða afhent
menningarverðlaun 2011.
Í kjölfarið tekur við hver viðburðurinn á fætur
öðrum þar sem uppistaðan er framlag
heimafólks auk þess sem fjöldi landsþekktra
tónlistarmanna og rithöfunda heimsækja
Grindavík í menningarvikunni.
Menningarvikunni hefur verið vel tekið
undanfarin tvö ár. Allir leggjast á eitt við að
bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega
dagskrá. Tónleikar, skemmtanir, frásagnir,
sýningar og uppákomur verða alla vikuna.
Suðurnesjabúar eru hvattir til þess að nýta
sér tækifærið og fjölmenna á
menningarviðburðina.
Dagskrá Menningarvikunnar er á:
www.grindavik.is/menningarhatid
vikurfrettir:Layout 1 29.3.2011 11:43 Page 1