Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.03.2011, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 31.03.2011, Qupperneq 14
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR14 KOSNINGAR VEGNA ICESAVE SAMNINGSINS. 9. APRÍL 2011 Kjörskrá og kjörstaðir í Reykjanesbæ. Kjörskrá í Reykjanesbæ vegna kosninga um Icesave samninginn sem fram fer þann 9. apríl 2011 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar frá 1. april 2011 fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kjörfundur fyrir íbúa í Innri Njarðvík, Höfnum og Ásbrú er í Akurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Ytri Njarðvík er í Njarðvíkurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Keflavík er í Heiðarskóla Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Heiðarskóla sími 420 4515. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar Bragi Jónsson, bassa-söngvari frá Sandgerði, hélt burtfararprófstónleika 25. mars sl. í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Bragi var að ljúka burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykja- vík en hann hefur lært þar í rúm 5 ár og á þeim tíma hefur Bergþór Pálsson leið- beint honum í fjóra vetur. Mikill fjöldi fólks mætti á tónleikana og heppnuðust þeir eins og í sögu að sögn Braga. „Nú er stefnan sett á frek- ara nám erlendis en það er ekki alveg ákveðið hvert. Ég er búinn að fá inngöngu í söngskóla í London en fer í lok maí í inntökupróf í Tón- listarháskólann í Vínarborg,“ sagði Bragi. „Vínarborg heillar mikið, mikil saga þar og mikil menning. Óperuhús og tónleikasalir eru þar á hverju strái en tíminn mun svo bara leiða í ljós hvert framhaldið verður.“ Í vetur hefur Bragi sungið reglulega á hádegistónleikum ungra e insöng vara sem hafa verið á vegum Íslensku Óperunnar í hverjum mán- uði. Einnig kom hann fram á tónleikum með Óp-hópnum í Salnum í febrúar þar sem hinar ýmsu óperusenur voru fluttar. Þá kom hann fram á hátíðartónleikum Ljósanætur í september og söng þar meðal annars hlutverk Fígaró í atriði úr Brúðkaupi Fígarós. Bragi Jónsson hóf tónlistar- nám sitt sex ára í Tónlistar- skóla Öxarfjarðarhéraðs, fyrst á trompet og síðan á píanó til fimmtán ára aldurs. Árið 2006 hóf hann nám við Söngskól- ann í Reykjavík þar sem hann hefur notið leiðsagnar hjá Má Magnússyni, Alex Ashworth og undanfarin fjögur ár hjá Bergþóri Pálssyni. Hann hefur jafnframt notið leiðsagnar píanóleikaranna Ólafs Vignis Albertssonar, Kristins Arnar Kristinssonar, Iwonu Aspar Jagla og nú Krystynu Cortes og mun hann ljúka burtfarar- prófi á komandi vori. Bragi hefur tekið þátt í upp- færslum nemendaóperu Söngskólans á Brúðkaupi Fíg- arós, The show must go on, Don Djammstaff, Tondeyleyó og nú síðast í Óperustund í Snorrabúð. Hann byrjaði 11 ára í kirkjukór í Keldu- hverfi og hefur sungið með hinum ýmsu kórum síðan. Hann hefur verið meðlimur Henrý Olsen, hár-skerameistari, lést á hjúkrunar- heimilinu Hlévangi 15. mars sl. Henrý fæddist í Ásbyrgi, Ytri Njarðvík, 16. júní 1946. Foreldrar hans eru Gunnlaug F. Olsen f.19. des. 1923 d. 25. sept. 2008 og Jón Kristján Olsen f. 10. sept. 1921. Systur hans eru Júlía Sigríður, Helga Rósa og Rut. Henrý eignaðist tvö börn með Lilju Jóhannsdóttur en hún andaðist 3. ágúst 2009. Börn þeirra eru Maríanna og Gísli Birgir, Gísli á einn son Tristan Breka. Henrý lærði hárskera- iðn hjá Ólafi Kjartanssyni hár- skerameistara í Austurstræti árin 1967-1971. Áður var hann búinn með matsveininn. Að námi loknu rak Henrý eigin stofu að Grundarstíg í Ytri Njarðvík eða til ársins 1976 en það ár keypti hann hlut í hárskerastofu á Keflavíkurflugvelli sem hann rak í félagi til ársins 1979 eftir það rak hann stofuna einn eða til ársins 2002 þegar að hann veiktist og var óvinnufær upp frá því. Utförin hefur þegar farið fram. Aðstandendur vilja senda hjartans þakkir til starfsfólks Hlé-vangs fyrir góða um- mönnun þessi ár sem Henrý dvaldi þar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Takk fyrir samfylgdina elsku bróðir. Rut Olsen í Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes síðan vorið 2006 og komið fram sem einsöngvari með kórnum við ýmis tilefni. Bragi er einnig félagi í karla- kórnum Voces Masculorum sem er eingöngu skipaður tónlistarmenntuðum söngv- urum. Kórinn syngur aðal- lega við jarðarfarir en einnig af og til við önnur tilefni. Þá er hann í Kór Íslensku óperunnar þar sem hann hefur tekið þátt í nokkrum uppfærslum og má þar nefna Cavalleria rusticana og I pagliacci (2008), Ástar- drykkurinn (2009), Drauga- gangur í Óperunni (2009), Hel (2009), og Rigoletto (2010) þar sem hann fór með hlutverk Ceprano greifa. Sjá myndskeið frá tónleikum Braga á vef Víkurfrétta í dag. Bragi bassi á leið í frekara nám erlendis MINNING Henrý Olsen, hárskerameistari SKIPTIR MÁLI! Fylgist með 14. apríl!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.