Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2012, Síða 2

Víkurfréttir - 08.03.2012, Síða 2
2 FIMMTUdagUrInn 8. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR ATVINNA Sóknarnefnd Innri-Njarðvíkursóknar óskar eftir því að ráða starfsmann í starf meðhjálpara við Njarðvíkurkirkju og umsjónamanns safnaðarheimilis. Sóknarnefnd í samráði við sóknarprest ræður í starð. Umsóknum eiga að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starð. Sóknarnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 16. mars. Umsóknir skal sendast á netfangið srbrs@simnet.is. Einnig er hægt að koma með umsóknir á skrifstofu sóknarprests í Ytri–Njarðvíkurkirkju milli 10 og 12 á virkum dögum. Starfssvið: Böðvar Jónsson, Sjálfstæðis-flokki og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar deildi hart á bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar vegna bókunar þeirra gegn sölu á sorpeyðingarstöðinni Kölku til bandaríska fyrirtækisins Tri- umvirate Environmental á bæjar- stjórnarfundi í fyrradag. Fulltrúi Framsóknar, annars minnihluta- flokksins í bæjarstjórn vill eins og sjálfstæðismenn skoða málið betur og telur sölu geta verið góða leið fyrir Kölku sem á við veru- legan fjárhagsvanda að stríða. „Það er ekki gott veganesti með nýs am þy k kt r i f ramt íðarsý n Reykjanesbæjar að selja eina af grunnstoðum sveitarfélagsins til erlendra aðila í því skyni að flytja inn iðnaðarsorp til brennslu. Þá er ljóst að viðsnúningur hefur orðið á rekstri Kölku og núverandi stjórn félagsins telur möguleika á að gera fyrirtækið rekstrarhæft þannig að reksturinn standi undir sér og undið verði ofan af þeim fortíðarvanda sem háð hefur stöðinni,“ segir m.a. í bókun Samfylkingarinnar. Guðný Kristjánsdóttir las upp bókun Samfylkingarinnar sem sjá má í heild á vf.is en að því loknu kom Böðvar í pontu og hélt reiði- lestur yfir samfylkingarfólki. Hann sagði ljóst að Samfylkingin vildi gera þetta að pólitísku deilumáli milli aðila og sagði það óábyrgt og frumhlaup. Nauðsynlegt væri að fá grunnupplýsingar um málið í heild til að geta tekið skynsam- lega ákvörðun. Það væri t.d. ekki á hreinu hvort það væri leyfilegt að flytja sorp til landsins. Böðvar nefndi fleiri dæmi en gagnrýndi harðlega í orðum sínum óábyrga stjórnsýslu, eitthvað sem báðir flokkar hefðu sammælst um að viðhafa í bæjarstjórn og skrifað undir. Hann mótmælti einnig hug- myndum Samfylkingarinnar að hugsanleg sala á Kölku ætti að fara í íbúakosningu. Það væri ekki rétt að gera það þegar mál væru í umræðu og vinnslu. Þá væri íbúakosning mjög dýr framkvæmd eða um 10 millj. króna. „Það á ekki tala um íbúakosningu nema með ábyrgð en ekki í einhverri léttúð, án nokk- urrar skynsemi,“ sagði Böðvar. Kristinn Jakobsson, Framsóknar- flokki tók undir orð Böðvars og sagði sölu á Kölku geta verið góða leið m.a. til að laga fjárhagsstöðu YOGA-HÚSIÐ Holtsgötu 6, Njarðvík sími 823 8337 PÁSKANÁMSKEIÐIN BYRJA EFTIR HELGI Rope yoga: Hádegistímar kl.11:45 og nokkur pláss laus kl.17:00 Fit pilates: Síðdegistímar, nokkur pláss laus kl.18:15 Meðgönguyoga: Síðdegis á föstudögum kl.17:30 hennar. Stöðin væri sú eina á land- inu sem uppfyllti skilyrði Evrópu- sambandsins hvað varðar staðla í umhverfismálum. Þá væri brennsla greinilega betri kostur en urðun sorps. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylk- ingarinnar sagði að þau gögn sem lögð hefðu verið fyrir bæjarfull- trúa hefðu verið skoðuð og kynnt á vel sóttum fundi Samfylkingar- innar í Reykjanesbæ sl. laugardag og niðurstaðan hefði verið sú að mótmæla sölu á Kölku. Þess vegna skildi hann ekki upphlaup forseta bæjarstjórnar og Kristins Jakobs- sonar vegna bókunar Samfylk- ingarinnar. Það væri verið að tala um tvöfalda stækkun á stöðinni og þreföldun á brennslu frá því sem nú er. Þá væru all nokkur mál í tilboði Bandaríkjamannanna óljós eins og t.d. förgun öskunnar, sem safnast hefur upp. Þeir ætla ekki að leysa þann vanda. Eysteinn Eyjólfsson, Samfylkingu, blandaði sér einnig í málið og sagði að það hlyti að vera viðskiptatæki- færi í því að fylla upp í þau 20% á nýtingu stöðvarinnar til að styrkja reksturinn. „Við viljum ekki kaupa skuldahreinsun á hvaða verði sem er,“ sagði bæjarfulltrúinn og vísaði þar til fyrirsagnar og viðtals við Böðvar í Víkurfréttum í síðustu viku. Rifrildi um ruslið -Samfylkingin vill ekki selja Kölku en sjálfstæðismenn og Framsókn jákvæðir og vilja skoða málið betur Stórt félag með 500 starfsmenn Triumvirate Environmental var stofnað 1988 og þjónar ár- lega um 2500 sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum. Hjá því starfa um 500 manns á 20 starfsstöðvum í Banda- ríkjunum og Kanada. Félagið eyðir um 300 þús. tonnum (Kalka eyðir um 10 þús. ár- lega) af sorpi á ári og á árinu 2011 var velta félagsins um 8,6 milljarðar kr. Félagið hefur áhuga á að flytja frá dótturfélagi sínu í Kanada úrgang sem Kalka getur unnið úr með öruggum, löglegum og hagkvæmum hætti og mun ekki innihalda geislavirk efni, vopn eða sprengiefni.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.