Víkurfréttir - 08.03.2012, Side 4
4 FIMMTUdagUrInn 8. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ,
s. 420 3330, www.benni.is
Gerðu góð kaup
á notuðum bíl frá Bílabúð Benna
Chevrolet Spark LS
Skráningardagur 7.2010.
Beinskiptur, ekinn 33.000 km.
Verð kr. 1.550.000,-
Subaru Legacy 2,0 Sport sedan
Skráningardagur 6.2008
Sjálfskiptur, ekinn 72.000 km
Tilboð kr. 2.690.000,-
Möguleiki á allt að 90% láni
KIA Sorento ll EX Luxury
Skráningardagur 11.2007
Sjálfskiptur, ekinn 70.000 km
Verð 3.900.000
Toyota Avensis S/D Sol 1800
Skráningardagur 3.2007
Sjálfskiptur, ekinn 54.000 km
Verð kr. 2.190.000,-
Toyota Yaris 1300 Sol VVTI
Skráningardagur 6.2008
Sjálfskiptur, ekinn 69.000 km
Verð 1.690.000
Möguleiki á allt að 90% láni
Toyota Corolla 1.6 Sol VVTI
Skráningardagur 6.2006
Sjálfskiptur, ekinn 94.000 km
Tilboð kr. 1.290.000,-
Nissan Qashqai 2,0 SE
Skráningardagur 4.2007
Sjálfskiptur, ekinn 97.000 km
Verð kr. 2.570.000,-
Félagið Matur-saga-menning (MSM) og Grindavíkurbær
standa fyrir uppskriftakeppni
um besta saltfiskréttinn 2012.
Matreiðslumennirnir Sigurvin
Gunnarsson og Friðrik V. Karls-
son meðlimir í MSM velja fimm
uppskriftir. Hægt er að senda
uppskriftir í tölvupósti til sigur-
vingunnars@simnet.is í síðasta
lagi 23.mars.
Vinningsuppskriftir verða sýni-
legar á vefsíðum www.matarsetur.is
og www.grindavik.is. Í Menningar-
viku mun Salthúsið í Grindavík
bjóða upp á saltfiskrétti sjá www.
salthusid.is
Félagið Matur saga menning
www.matarsetur.is
facebook: matur saga menning
Lögreglukór Reykjavíkur, ásamt Eyþóri Inga Gunn-
laugssyni og hljómsveit syngja á
tónleikum í Hljómahöllinni 14.
mars kl. 20:30 Gestir á tónleik-
unum verða Karlakór Keflavíkur.
Lögreglukórinn mun að mestu
flytja tónlist af nýútkomnum geisla-
disk sínum (GAS) sem unninn var
á síðasta ári og kom út í maí 2011.
Hljómsveitinni stýrir Gunnar
Gunnarsson organisti og einn af
okkar betri jazz píanistum ásamt
úrvals hljóðfæraleikurum.
Stjórnandi kórsins er Guðlaugur
Viktorsson sem einnig er stjórnandi
Karlakórs Keflavíkur. Þetta munu
verða einir af síðustu tónleikum
Guðlaugs með Lögreglukórnum
en samstarf þeirra hefur verið langt
og farsælt.
n
Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í fjórða sinn og
hefur aldrei verið fjölbreyttari og
veglegri. Formleg setning hátíðar-
innar verður í Grindavíkurkirkju
laugardaginn 17. mars þar sem
verða ýmis tónlistaratriði og jafn-
framt verða afhent menningar-
verðlaun 2012. Menningarvikan
stendur til 24. mars.
Í kjölfarið tekur við hver við-
burðurinn á fætur öðrum í menn-
ingarviku þar sem uppistaðan er
framlag heimafólks auk þess sem
fjöldi landsþekktra tónlistarmanna,
listamanna og skemmtikrafta
heimsækja Grindavík í menningar-
vikunni.
Menningarvikunni hefur verið
vel tekið undanfarin þrjú ár. Allir
leggjast á eitt við að bjóða upp á
fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
Tónleikar, skemmtanir, frásagnir,
sýningar og uppákomur verða alla
dagana á Kvikunni, bókasafninu,
Bryggjunni, Salthúsinu, Aðalbraut,
Kantinum, Miðgarði, sundlauginni,
Grindavíkurkirkju, leikskólunum,
Northern Light Inn, grunnskól-
unum, listastofum, verslunarmið-
stöðinni, Sjómannastofunni Vör,
hjá handverksfélaginu Greip og
fleiri stöðum.
Grindvíkingar, Suðurnesjamenn og
reyndar landsmenn allir eru hvattir
til þess að nýta sér tækifærið og
fjölmenna á menningarviðburðina.
Dagskráin verður birt í heild sinni
í Járngerði, riti Grindavíkurbæjar,
sem kemur út í næstu viku.
Menningarvika
haldin í fjórða
sinn og aldrei
meira spennandi
Uppskriftakeppni
um besta saltfisk-
réttinn 2012
Lögreglukór í Hljómahöllinni
Sveinbjörn Valur Gunnarsson,
Elís Már Gunnarsson, Hermann Nökkvi Gunnarsson,
Heiður Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Björn Árnason, Lilibeth S Cipriano,
Árni Björn Björnsson, Rannveig Björnsdóttir,
Hrafnhildur Björnsdóttir,
Marína S. Ottósdóttir,
Tinna Sveinsdóttir og Guðný Hermannsdóttir.
Okkar yndislegi faðir, sonur, bróðir, mágur og ástkær vinur,
Gunnar Björn Björnsson,
Hlíðarvegi 52, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn
3. mars í faðmi fjölskyldunnar. Jarðarförin fer fram í
Fossvogskirkju mánudaginn 12. mars kl. 15.00
Mikið breytt götumynd við Hafnargötuna
Götumynd Hafnargötunnar hefur tekið stakkaskiptum á þremur áratugum. Efri myndina tók Davíð Smári Jónatansson á horninu við Víkina árið 1980 og er horft til Fiskiðjunnar sem þá spúði peningalykt
yfir bæinn. Segja má að peningalyktin sé á sínum stað því þar stendur nú Íslandsbanki þó svo peningalyktin
þar sé örugglega bærilegri í dag. Myndina hér að neðan tók Hilmar Bragi frá nákvæmlega sama sjónarhorni
í hádeginu í gær. Fleiri gamlar myndir frá Keflavík má finna á Facebook undir „Keflavík og Keflvíkingar“.
Tilkynnt var til lögreglu um eignaspjöll í Sandgerðsbæ
um liðna helgi en rúður voru
brotnar í tveimur íbúðarhúsum
er standa við Suðurgötu 15 og
Víkurbraut 13 þar í bæ. Óskar
lögreglan eftir því að þeir sem búa
yfir upplýsingum varðandi þessi
brot hafi samband við lögregluna
á Suðurnesjum í síma 420-1800
eða í tölvupósti á netfangið sand-
gerdi@logreglan.is.
Þess má geta að tólf ökumenn voru
kærðir vegna ólöglegrar lagningar
í umdæminu nú um helgina. Öll
brotin áttu sér stað við íþróttahúsið
við Sunnubraut í Reykjanesbæ þrátt
fyrir að næg bifreiðastæði hefðu
verið laus í nágrenninu. Vill lög-
reglan brýna fyrir ökumönnum að
leggja bifreiðum sínum löglega svo
þær valdi ekki truflun fyrir aðra
umferð eða skapi hættu.
Einnig voru ökumenn sex bifreiða
kærðir vegna stöðvunarskyldu-
brota og eiga þeir von á sekt að
upphæð 15.000 krónum. Þrátt fyrir
mjög virkt eftirlit lögreglu var eng-
inn ökumaður kærður vegna ölv-
unar- eða fíkniefnaaksturs nú um
helgina.
n
Ökumenn áttu erfitt
með að stöðva og leggja