Víkurfréttir - 08.03.2012, Qupperneq 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 8. Mars 2012
Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir!
n Auglýsingadeild í síma 421 0001
n Fréttadeild í síma 421 0002
n Afgreiðsla í síma 421 0000
Nýjar fæðutegundir skjóta reglu-
lega upp kollinum og geta glætt
nýju lífi í mat-
aræði okkar sem
stundum getur
orðið einhæft
og fast í viðjum
vanans. Okkur
hættir nefnilega
til að henda alltaf
því sama ofan í matarkörfuna en
það getur verið gott að fara út
fyrir þægindahringinn sinn og
prófa eitthvað nýtt og gera mat-
aræði okkar áhugavert og spenn-
andi!
Chia fræin koma frá plöntunni
Salvia hispanica og vaxa aðal-
lega í Suður-Mexíkó. Chia fræin
innihalda hátt hlutfall af omega
3 fitusýrum, ásamt flóknum
kolvetnum og próteini, an-
doxunarefnum, B vítamínum,
kalki, fosfór, magnesíum, sínki
og járni. Þau innihalda einnig
mikið magn vatnsleysanlegra
trefja sem eru mikilvægar fyrir
góða meltingu og þyngdarstjór-
nun. Ef maður leggur chia fræin
í bleyti í vökva í nokkrar mín-
útur þá belgjast þau út og verða
að mjúku hlaupkenndu geli sem
hefur græðandi og mýkjandi
áhrif á meltingarveginn. Chia
fræin eru sannkölluð orkufæða
og skemmtileg viðbót í daglegt
mataræði sem graut, út á salat, út
í jógúrt, í bakstur, sem eftirréttur
og í ávaxtahristinga.
Chia grautur
2 msk chia fræ
2 msk goji ber
1 msk kakónibs eða kasjúhnetur
2 b möndlumjólk eða rísmjólk
(eða vatn)
1 b frosin bláber/bananabitar/epli
Smá vanilla og kanill ef vill
Smá salt ef vill
Leggja chia fræ í möndlu/rís-
mjólk/vatn ásamt goji og kakón-
ibs í 15 mín
Líka hægt að gera kvöldið áður
Bæta rest út í
Njótið!
Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.
Hvað eru Chia fræ?
Þann 17. febrúar sl. voru 60 ár liðin frá því nýbygging
Barnaskólans í Keflavík / Myllu-
bakkaskóla við Sólvallagötu var
tekin í notkun. Til að minnast
þessa atburðar sem og starfsins í
skólanum verða haldnir hátíðar-
tónleikar í Andrews Theater á
Ásbrú sunnudaginn 1. apríl n.k.
Fjölmargir af fyrrverandi og nú-
verandi nemendum skólans munu
koma þar fram og flytja lög sem öll
eru minningar tengdar skólanum
eða flytjandanum sjálfum. Allir
sem koma að tónleikunum eiga það
sameiginlegt að eiga tengingu við
skólann, þeir eru annað hvort fyrr-
verandi eða núverandi nemendur,
fyrrum starfsmenn eða núverandi
starfsmenn við skólann.
Þegar hafist var handa við að setja
á blað hugmyndir að flytjendum
kom í ljós að skólinn hefur alið af
sér ógrynni af flottu tónlistarfólki
í gegnum tíðina. Það er óhætt að
segja að þau allra flottustu verði
saman komin á þessum tónleikum
þar sem flytjendalistinn er mjög
spennandi. Fram koma Gunnar
Þórðarson, Jóhann Helgason,
Magnús Kjartansson, Valdimar
Guðmundsson, Deep Jimi and the
Zep Creams, Kolrassa krókríð-
andi, Heiða Eiríks og margir fleiri,
auk þess sem tveir frábærir kórar
skipaðir nemendum og fyrrum
nemendum taka þátt. Baldur Guð-
mundsson er tónlistarstjóri og fer
fyrir bandinu sem spilar undir
hjá flytjendum. Framkvæmd tón-
leikanna er í höndum hóps fólks
sem fór af stað með skemmtilega
hugmynd í kollinum. Hópurinn
er skipaður fólki sem allt á sterka
tengingu við skólann en þau eru
Brynja Árnadóttir, Íris Dröfn Hall-
dórsdóttir, Stefán Jónsson, Freydís
Kneif Kolbeinsdóttir, Gunnheiður
Kjartansdóttir og Þorvarður Guð-
mundsson. Þau gera þetta allt
ánægjunnar vegna en jafnframt má
geta þess að tónlistarfólkið gefur
einnig vinnu sína.
Haldnir verða tvennir tónleikar.
Þeir fyrri klukkan 16:00 og svo þeir
síðari kl. 20:00. Miðaverð er aðeins
1000 krónur. Ágóðinn af tónleik-
unum fer í að borga ýmsan kostnað,
en það kostar nú sitt að framkvæma
svona stórtónleika, en það sem eftir
situr rennur beint í minningarsjóð
Vilhjálms Ketilssonar.
Við hvetjum alla, fyrrum nemendur
og bæjarbúa, til að tryggja sér miða
og koma og upplifa í Andrews. Það
er einmitt á tímum sem þessum
sem gott er að fara og fá áfyllingu á
gleði og bros í hjartað.
Miðapantanir eru í símum 863-
1009 og 695-3297.
Hvar verður þú 1. apríl?
Öndun leiðir með hjálp súrefnis til þrepabundinnar
brennslu kolvetna og vetnis. Þetta ferli er ekki ein-
ungis lífsnauðsynlegt heldur einnig orkufærandi.
Öndunarloft inniheldur 20% súrefni, hin 80% eru
köfnunarefni. Með hækkandi aldri lækkar súrefnis-
neyslan vegna minni efnaskipta. Öndunartíðni hjá
nýfæddum smábörnum eru 40 andardrættir á mín-
útu en aðeins 20 hjá fólki um tvítugt. Öndunartíðnin
lækkar enn meir hjá fólki í kringum þrítugt eða í um
sextán andardrætti á mínútu. Í miklu álagi aukast
efnaskiptin og þar með súrefnisnotkun. Í brennslu-
ferlinu við öndunina myndast kolsýra, vatnsgufa, hiti
og orka sem fer til vöðva. Meðal líkamshiti manns er
yfirleitt 35,2-37 stig á Celcíus. Ef líkamshitinn fer yfir
42 eða undir 35 gráður er líf viðeigandi manneskju
í hættu. Á einum degi framleiðir maðurinn um það
bil 1000 lítra af koltvísýringi. Í lokuðu rými er súr-
efnismagnið ekki lengi að minnka. Í náttúrunni hins
vegar endurvinna og bæta plöntur og tré andrúms-
loftið með vinnslu koltvísýrings úr loftinu. Lungun
eru par líffæra, annað má finna vinstra megin í
brjóstholi, hitt hægra megin. Vinstra lunga liggur
að hjarta og stóru slagæðunum og neðan til snertir
það brjósthol og þind. Við innöndun fer loft niður
barka og niður í lungun og fer síðan aftur til baka við
útöndun þegar brjósthol dregst
saman. Ofantöld líffæri eru þau
mikilvægustu til að halda fólki
gangandi. Það er ólíku saman
að jafna í lifnaðarháttum
manna í dag og áður. Á meðan
nútímamaðurinn situr gjarnan
í átta tíma fyrir framan tölvu
eða sjónvarp þarf hann jafn-
framt að huga að reglulegri hreyfingu sem áður fyrr
var bæði sjálfsögð og eðlileg þegar orka fólks fór í að
sofa um nætur og afla sér næringar á daginn. Ekki
síst vegna hreyfingarleysis hafa myndast fjölmargir
sjúkdómar sem rekja má til lifnaðarhátta manna og
félagslegra þátta. Þegar öllu er á botninn hvolft er
ekki við neinn að sakast nema okkur sjálf. Við höfum
þetta nefnilega allt í hendi okkar og getum aukið vel-
líðan og hreysti með því að hreyfa okkur reglulega.
Göngur, hlaup, sund og hjólaferðir hafa jákvæð áhrif
á heilsu. Ef við hreyfum okkur reglulega þurfum við
ekki á vítamínum, lyfjum eða öðrum aukaefnum að
halda til þess að líkami okkar geti tekist á við allt það
sem hann þarf að geta gert í daglegu lífi nútímans.
Birgitta Jónsdóttir Klasen
ÖNDUNARKERFIÐ
Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar
Sparidagar á Örkinni
6. til 11. maí 2012, fyrir félagsmenn FEB
Verð: 42.000.-
á mann í tveggja manna herbergi, aukagreiðsla fyrir eins
manns herbergi er 9000.-
ATH! SKRÁNING HEFST MÁNUDAGINN 12. MARS 2012
hjá Jórunni síma 841 8980, Lellu síma 8618 133,
Ragnheiði síma 895 9936, Kristínu 895 1898, Oddnýju 695 9474
Ath: Áríðandi að láta vita ef hætt er við
Mig langar að koma á fram-færi þökkum til al lra
þeirra sem stóðu að undirbún-
ingi og framkvæmd Nettómóts-
ins í körfubolta sem fram fór í
Reykjanesbæ helgina 3.-4. mars
sl.
Sérstakar þakkir færi ég forstöðu-
mönnum og starfsfólki íþrótta-
mannvirkja bæjarins svo og for-
svarsmönnum unglingaráða
körfuknattleiksdeilda UMFN og
Keflavíkur, sem störfuðu saman
að þessu móti og sáu til þess að
framkvæmdin var íþróttafélög-
unum og bæjarfélaginu okkar til
mikils sóma.
Alls tóku rúmlega 1100 börn
þátt í mótinu ásamt fjölskyldum
sínum víðsvegar að af landinu og
er mótið það stærsta sem haldið er
á hverju ári.
Það er ljóst að til þess að slík fram-
kvæmd gangi upp þarf góðvilja og
samstarf margra aðila og má þar
nefna Þjónustumiðstöð Reykja-
nesbæjar og starfsfólk grunnskól-
anna þar sem keppendur, þjálfarar
og foreldrar gistu.
Síðast en ekki síst má ekki gleyma
foreldrum barnanna sem tóku
virkan þátt í leik þeirra á þessu
móti, hvort sem þeir voru í hlut-
verkum liðsstjóra, dómara eða
áhorfenda.
Það var unun að fá að taka þátt
í lokaathöfn Nettómótsins og
upplifa þar hvernig gleðin skein
úr andlitum keppenda, sem allir
fengu viðurkenningapening og
körfubolta fyrir þátttökuna.
Svo glumdi í húsinu þegar allir
krakkarnir kölluðu einum rómi:
TAKK FYRIR OKKUR!
Mig langaði að taka undir þessi
orð.
Stefán Bjarkason
Framkvæmdastjóri íþrótta-
og tómstundasviðs
Reykjanesbæjar
Glæsilegt Nettómót í körfubolta 2012
Hefur jákvæð
áhrif á sumar-
lestur barna
Bæjarráð Garðs tekur undir þá skoðun Ferða-, safna-
og menningarnefndar Garðs að
sumaropnun bókasafnsins gæti
haft jákvæð áhrif á sumarlestur
barna. Í því ljósi samþykkir
bæjarráð að sumaropnun verði
á þriðjudögum, miðvikudögum
og fimmtudögum frá kl. 15:00 –
18:00. Áætlaður kostnaður vegna
sumaropnunar er kr. 95.000.