Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2004, Síða 14

Ægir - 01.06.2004, Síða 14
H A F N I R Á útmánuðum var gengið frá samkomulagi milli Reykjavíkur, Akraness og sveitarfélaga í Borg- arfirði um sameiningu hafna á þessu svæði í eitt fyrirtæki, sem tekur gildi um næstkomandi ára- mót. Árni Þór Sigurðsson segir þetta gerlegt; Hvalfjarðargöng hafi sameinað byggð sunnan og norðan fjarðarins í eitt atvinnu- svæði og fyrirhuguð lagning Sundabrautar ýti undir áframhald þeirrar þróunar. Breytingar á hafnalögum sem tóku gildi ný- lega hafi jafnframt hvatt til sam- einingar af þessum toga. Þær geri ráð fyrir aukinni samkeppni milli hafna þannig að starfsumhverfið verði talsvert öðruvísi en verið hefur. Geldinganeshöfn úr sögunni Stórskipahöfn í Geldinganesi hef- ur verið lengi á teikniborðinu. Nú verður þeim fyrirætlunum vikið til hliðar, skipulagi breytt og nesið tekið undir íbúðabyggð og aðra starfsemi eftir atvikum. „Hafnargerð þarna hefði verið afar kostnaðarsöm - spurning um milljarða - jafnframt sem byggðin í Grafarvogi er komin þétt að Geldinganesi. Því hefði þurft að laga íbúðabyggð að höfn og þungaflutningum til og frá henni. Málið væri öðruvísi vaxið og hefði verið auðveldara viðfangs ef höfn hefði komið á undan byggð,“ segir Árni. Hann fagnar farsælli lendingu „...enda er því ekkert að leyna að þetta mál hefur verið pólítískt erfitt fyrir Reykja- víkurlistann.“ „Hafnarframkvæmdir eru af- skaplega dýrar í eðli sínu,“ segir Árni Þór ennfremur og bendir í því sambandi meðal annars á ol- íubryggjuna í Örfirisey sem tekin Hafnir í Reykjavík og norðan Hvalfjarðar sameinast í eitt fyrirtæki: Sérhæfing hafna skilar sparnaði „Ég tel sameiningu hafna hér við Faxaflóa heillaríkt skref, sem muni skila bæði hagræðingu og sparnaði. Þegar hefur verið mörkuð ákveðin stefna um sérsvið hverrar hafnar og þar tel ég þýðingarmikið að fallið hefur verið frá hugmyndum um hafnargerð í Geldinganesi. Þess í stað verður áhersla lögð á uppbyggingu Grundartanga sem flutninga- og stórskipahafnar, eins og áformað var í Geldinganesinu,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarstjórnar í Reykjavík.Viðtal og mynd:Sigurður Bogi Sævarsson. Séð yfir Sundahöfn. Mörkuð hefur verið sú stefna að hún skuli vera alhliða flutninga- höfn. Þar koma fraktskip að landi í dag, en skemmtiferða- skip munu flytjast að nýrri höfn við Sæbraut í fyllingu tímans.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.