Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2004, Síða 17

Ægir - 01.06.2004, Síða 17
17 S K I PA F L U T N I N G A R Nýja skipið, Akrafell, er með rúmlega 5.100 tonna burðargetu og var smíðað í Rúmeníu og Þýskalandi árið 1997. Það getur flutt 435 gámaeiningar, gang- hraðinn er 14 sjómílur og 13 manns eru í áhöfninni. Brottfaradagar á áætlunarleið- inni Reykjavík, Reyðarfjörður, Klakksvík, Immingham á Bret- landseyjum og Rotterdam breyt- ast með tilkomu Akrafellsins. Frá og með er 2. júlí nk. verður siglt frá Reykjavík á miðnætti á föstu- degi í stað mánudags áður og komið til Reyðarfjarðar á sunnu- degi í stað miðvikudags. Þá munu skipin hafa viðkomu í Klakksvík á mánudegi eftir breytinguna í stað fimmtudags og koma til Immingham á mið- vikudagskvöldi í stað laugardags og til Rotterdam á fimmtudags- kvöldi í stað sunnudags. Skafta- fellið verður áfram með viðkomu á Grundartanga hálfsmánaðarlega en lestar og losar þar á fimmtu- dögum þegar nýja siglingaáætl- unin tekur gildi. Hinrik Bjarnason, deildarstjóri útflutningsdeildar Samskipa, tel- ur þessar breytingar vera til þess fallnar að stórauka þjónustu fé- lagsins við útflytjendur og inn- flytjendur. „Þetta skapar t.d. ferskfiskútflytjendum á Íslandi og í Færeyjum stóraukna möguleika því fiskurinn er tilbúinn til af- hendingar á fimmtudögum í Englandi, en var áður að koma á markað á mánudagsmorgnum og þá sem viðbót við það mikla magn sem kemur í byrjun hverrar viku frá Íslandi eftir öðrum leið- um.“ Tilkoma Akrafellsins stóreykur einnig möguleika annarra útflytj- enda og innflytjenda því Samskip verða nú með áætlunarferðir tvisvar í viku til bæði Imming- ham og Rotterdam þar sem Arn- arfellið og Helgafellið hafa einnig viðkomu þar vikulega á áætlunar- leiðinni milli Íslands, Skand- ínavíu og meginlandsins. Fimmta skip Samskipa í áætlunarsigling- um milli Íslands og Evrópu er Jökulfellið. Það siglir á Eystra- saltshafnir og sinnir einnig ýms- um tilfallandi verkefnum. Samskip með vikulegar áætlunarsiglingar milli Austfjarða, Færeyja og meginlands Evrópu: Framfaraskref fyrir ferskfiskútflytjendur Samskip hafa bætt við skipi á móti Skaftafell- inu á siglingaleiðinni milli Íslands, Færeyja og meginlands Evrópu. Verður félagið framvegis með viðkomu vikulega á Reyðarfirði og í Klakksvík í Færeyjum í stað hálfsmánaðarlega áður. Siglingaleiðir skipa Samskipa milli Íslands og Evrópu. Frá athafnasvæði Samskipa á Reyðarfirði. Mynd: -áþj.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.