Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2004, Qupperneq 22

Ægir - 01.06.2004, Qupperneq 22
22 L A X E L D I Guðmundur Valur segir að lax- inn hafi vaxið mjög vel í Mjóa- firði, enda séu þar að mörgu leyti mjög góðar aðstæður til fiskeldis. „Já, Mjóifjörður er mjög góður til fiskeldis,“ segir hann. „Inn allan fjörð eru brattar hlíðar niður á um 80 metra dýpi. Botninn er sléttur og vatnsskiptin eru gríðar- lega mikil, sem er verulegur kost- ur.“ Eldið í Mjóafirði hefur vissu- lega ekki gengið áfallalaust. Þannig hafa marglyttur valdið verulegu tjóni, en hættan af þeim er mest á tímabilinu frá miðjum ágúst og fram í miðjan október. Guðmundur Valur segir að í fyrra hafi verið gerðar prófanir með sér- stakan útbúnað til þess að fyrir- byggja tjón af völdum marglytta. „Við erum að útfæra þetta kerfi betur og það verður tilbúið í sumar. Kerfið byggir á því að við búum til einskonar loftgirðingu. Lofti er dælt í lögn niður á um tuttugu metra dýpi og segja má að við búum til girðingu sitt hvoru megin við kvíaþyrpingarn- ar. Þegar marglytturnar lenda í uppstreyminu skjótast þær upp á yfirborðið og berast með straumnum frá kvíunum.“ Ekki ósvipaðar aðstæður og í Norður-Noregi Öll laxaseiðin sem eru sett út í kvíar Sæsilfurs koma frá seiðaeld- isstöðinni Núpum í Ölfusi. Í sumum tilvikum eru seiðin flutt beint frá Núpum og austur í Mjóafjörð, en einnig eru þess dæmi að þau séu sett tímabundið í strandeldi í annað hvort Silfur- stjörnunni í Öxarfirði eða Íslands- laxi í Grindavík áður en þau eru flutt austur. „Mörgum hefur komið á óvart hversu mikill vöxtur er á fiskin- um í sjókvíunum í Mjóafirði, margir höfðu búist við að vegna þess hversu kaldur sjórinn er við Ísland myndi vöxturinn verða helmingi hægari en komið hefur á daginn. Þessi vaxtarhraði hefur hins vegar ekki komið mér á óvart. Sjávarhitinn í Mjóafirði er svipaður og í Norður-Finnmörku í Noregi og á upplýsingum úr fiskeldi þar byggðum við áður en við fórum af stað með eldið í Mjóafirði. Ég tel að með frekari kynbótum á stofninum munum við ná enn meiri vaxtarhraða,“ segir Guðmundur Valur. Hlutfallslega vex fiskurinn mest fyrstu mánuðina eftir að hann er settur í kvíar. „Ef t.d. er sett 100 gramma seiði í kvíar í byrjun júní eru líkur til þess að það tvöfaldi þyngd sína á tveimur mánuðum. Ef settur er 3-400 gramma fiskur í kvíar í byrjun júní má ætla að unnt sé að slátra 5-6 kg laxi úr þeirri kví að þrett- án til fjórtán mánuðum liðnum. Bandaríkjamenn kaupa fyrst og fremst stærri fiskinn, 6-7 kg, en smærri fiskurinn fer á markaði í Evrópu.“ Mikill kraftur í laxeldi Sæsilfurs í Mjóafirði: Slátra hátt í sjö þúsund tonnum á þessu ári „Á þessu ári reiknum við með að slátra 6.500 til 7.000 tonnum af laxi, en samkvæmt okkar starfsleyfi megum við slátra 8.000 tonnum á ári,“ segir Guðmundur Valur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs í Mjóafirði. Laxinn er fluttur með brunnbátnum Snæfugli úr kvíum í Mjóafirði til slátrunar í vinnslustöð Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hákon Viðarsson, gæðastjóri hjá Síldar- vinnslunni, við ker með nýslátruðum, ísuðum laxi.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.