Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 27

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 27
27 Æ G I S V I Ð T A L I Ð hann. „Ég er líka með þennan litla, sem er á vagni hér úti á planinu. Tengdapabbi átti þennan bát og ég keypti hann af honum. Hann er með smá kvóta, svona 12 tonn og byggða- kvóta til viðbótar þannig að þetta eru svona 16-18 tonn. Ég geri hann aðeins út á færi en ég ætla að leika mér að því að setja lítið línuspil í hann núna. Ef það skyldi koma ýsa hérna inn á fjörðinn þá er gaman að prófa að leggja línu fyrir hana og þessi bátur væri góður í það,“ segir hann. Kalli hefur ekki verið í vand- ræðum með mannskap á bátana en tveir menn róa fast á öðrum þeirra en einn á hinum og stundum maður með honum. „Ég hef verið heppinn með mannskap. Það eru eiginlega búnir að vera sömu mennirnir á bátunum frá byrjun eða frá því að ég fór út í fiskverkunina.“ Hann segir kannski erfiðara að fá beitningar- fólk. „Það sleppur til með því að vera með mikla línu í gangi. Við erum t.d. með um 200 bjóð í frosti á mína báta og með því er hægt að vinna þetta upp í brælum. Það eru nú ekki nema þetta 4-6 beitningarmenn hér á staðnum og þeir hjálpast að, þannig að þegar búið er að beita upp hjá einum fara þeirra að beita hjá öðrum, þannig að þetta bjargast svona með hjálpsemi.“ Kalli segist ekki hafa leitt hugann að beitningarvél. Hann hafi aðeins prófað trekt en ef hann ætl- aði að fá beitningavél þyrfti að stækka bátana. „Það er eiginlega lágmark að það séu 15 tonna bátar með þessar vél- ar,“ segir hann. En hvernig kom það til að Kalli gerð- ist gæsaslátrari og hætti síðan í því og fór út í fiskverkun? „Við byggðum þetta saman við Birgir Björnsson frá Geitavík. Við byrjuðum að rækta aligæsir, vorum með þetta heima og fórum svo að slátra til að selja fólki smávegis. Þetta gekk þangað til að heil- brigðiseftirlitið í Reykjavík komst að þessu og þótti þetta ekki hollt,“ segir Kalli og hlær. „Þá var okkur stillt upp við vegg og annað hvort fyrir okkur að skjóta þetta allt saman eða að byggja al- vöru sláturhús. Sem við gerðum og þetta gekk ágætlega í byrjun. Við lóguðum 5.000 fuglum þegar mest var en síðan kom sölutregða á þessum markaði sem varð til þess að við urðum að hætta og slátruðum þessu öllu saman. Við fengum fugl til slátrunar víða að, allt frá Áltafirði í suðri, af Berufjarðarströnd, Breiðdal, Stöðvarfirði, Seyðisfirði og víða af Hér- aðinu. Þetta var mikil vinna. Við vorum ekki með mikinn vélakost en lögðum okkur fram við að gera þetta vel, enda var gæsin frá okkur yfirleitt hátíðarmatur. Manni finnst nú ekkert sniðugt ef maður kaupir jólagæs að þurfa að byrja á því að plokka mesta fiðrið af henni.“ Engin grásleppa síðustu tvær vertíðirnar En Kalli hafði áður farið í Fiskvinnslu- skólann og meðan á gæsatímabilinu stóð gerði hann líka út einn bát. Það lá því beinast við hjá honum að nýta námið og reynsluna. Og framhaldið hefur verið hægt og sígandi. Sjálfur hefur hann yfir að ráða um 200 tonna kvóta en segir mjög misjafnt hvernig Borgfirðingar séu staddir með kvóta. „Ég held að menn séu nú alveg á tæpasta með kvóta til að gera út stærstu og nýjustu bátana, en þeir geta jú aðeins bætt sér það upp með grásleppunni. Frá árinu 1994 hafa að jafnaði verið gerðir út 3 bátar á grá- sleppu frá Borgarfirði, það eru mínir bát- ar tveir og Eydís NS hans Ólafs Hall- grímssonar, þar til í fyrra að við lögðum ekki út af hrognaverði og það er enn lægra í ár. Það er jú góð veiði á Bakka- firði núna en það er ekki beint að marka, bátarnir eru helmingi færri en venjulega. Þannig að það er rýmra um þá sem eftir verða.“ Karl Sveinsson, sér ekki fram á annað en Fiskverkun Kalla Sveins verði rekin áfram með svipuðu sniði og verið hefur. „Það er svo erfitt að reka þetta öðruvísi. Saltfiskvinnslan er fljótvirkasta aðferðin til að koma fiskinum ferskum í vinnslu við þessar aðstæður. Það geta komið allt upp í 100 tonn á einni viku og ekkert í mánuð á eftir. Í saltfiskinum skapast meiri jöfnuður, þá er hægt að nota bræludagana til að pakka og ganga frá fiskinum.“ Gengi íslensku krónunnar hefur verið útflutningsgreinum erfitt síðasta árið. „Þetta er að komast í jafnvægi núna og ef þetta helst svona þá verður þetta í lagi.“ Kalli segir síðasta ár hafa verið sér- staklega erfitt. Aðspurður um hvort Fisk- verkun Kalla Sveins hafi alltaf verið rek- in réttu megin við núllið segir hann: Árið um kring er líflegt um að lítast á hafnarsvæðinu á Borgarfirði eystra, enda er þar öflug smábátaútgerð. aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.