Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 39

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 39
39 Þ O R S K S T O F N I N N Og hvað með það? Myndi það þá hafa jákvæð áhrif á hrygn- inguna og svo nýliðun og afrakstur tveimur árum síðar að veiða alla þorsk- ana áður en þeir verða þriggja ára, áður en þeir fara að éta bræður sína, áður en þeir ná kjörstærð til slátrunar og áður en þeir ná að hrygna? Að sjálfsögðu ekki, en það hefði kannski jákvæð áhrif að reyna að sjá til þess að þeir hafi nóg að éta annað en sína eigin bræður. Illt er að eggja unga drengi Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja (Niclasen 2005) sýndi hér í fyrirlestri þetta neikvæða samband meðaltalamis- munanna fyrir helstu fiskistofnana í Fær- eyjum. Væntanlega sem eina af ástæðun- um fyrir að fara ekki að tillögum fiski- fræðinga um að draga úr sókninni. Sam- bandinu var lýst sem sterku neikvæðu sambandi milli SSB og hrygningar. Ekk- ert R eða p-gildi var reiknað en samband meðaltalamismunanna hefur p-gildi um 5*10-6. Eins og nefnt var er fjarri því marktækt samband á milli SSB og hrygn- ingar (p-gildi=0.25). Síun talnanna breyt- ir engu um það enda væru stærðir eins p-gildi, fylgnistuðull, staðalvik og hágildi marklausar ef það mætti sía gögnin svona til að fá út hvað sem er. Þetta tel ég ekki spá góðu um fiskistofnana og framtíðarhag Færeyinga. Samband afraksturs og fiskveiðidánartölu Óvíst er að neikvætt samband veiði- stofns og hrygningar trufli mikið jákvætt samband milli stofnstærðar og afraksturs í Færeyjum. Tímatöfin fyrir það samband er miklu lengri og ég tel vandann við að sjá það þá fremur vera meiri óstöðug- leika í stofninum, breytilegri tímatöf og hugsanlega stöðugri sjósókn E. Stærsti áhrifaþátturinn fyrir afraksturinn í Fær- eyjum er ekki stofnstærðin eins og á Ís- landi heldur sóknin eða fiskveiðidánar- talan F, eins og mynd 2 sýnir. Þetta er samband fiskveiðidánartölu við afraksturinn árið eftir og gæti allt eins verið áhrif afraksturs á sóknina eins og öfugt. Hvernig getur sóknin haft áhrif á afrakst- urinn? Ég tel myndina sýna neikvæð áhrif sókn- arinnar á afraksturinn en það sést sterkt neikvætt samband sóknar við báða þætti afrakstursins, nýliðunina og vöxtinn. Ég tel orsakasambandið vera þannig að aukin sókn hafi í för með sér aukin af- föll nýliðanna áður en þeir koma inn í veiðina og að hún fjarlægi fyrst og strax á unga aldri þá einstaklinga sem hraðast vaxta og skilji þá hægvaxta eftir. Ég tel ljóst að „náttúrulega“ dánartalan standi í beinu sambandi við fiskveiðidánarstuð- ulinn. Á það er þó að líta að stór árgangur og mikill afrakstur birtist ekki skyndilega heldur er hrygning hans tveimur árum fyrr. Sé í raun samband milli seiðafjöld- ans og reiknaðrar hrygningar, á afrakst- urinn sér því lengri aðdraganda en sú árs töf sem er hér milli sóknar og af- raksturs. Þannig séð ætti myndin þá fremur að sýna áhrif afraksturs á fisk- veiðidánartölu en öfugt. Á hinn bóginn er vöxturinn annar þáttur afrakstursins og ekki ómikilvægari hvað sambandið varðar. Ekki er eðlilegt að vöxturinn geti haft áhrif á sóknina árið áður en slíkt or- sakasamband er samt ekkert óhugsandi. Hvernig getur afraksturinn haft áhrif á sóknina? Ef afraksturinn er að stjórna sókninni gæti þetta í fyrsta lagi verið efnahagslegt eða hagrænt samband. Þegar afrakstur stofnsins er mikill er mikið á því að græða að sækja í stofninn og að auka sóknina en sóknin borgar sig ekki ef af- rakstur er lítill. Það skýrir ekki beint nei- kvætt samband en eins má líta á þetta öðruvísi. Þegar afrakstur er mikill þarf ekki mikla sókn og flotinn veldur henni heldur ekki vegna löndunartafa og kannski sölutregðu. Þegar afrakstur er lítill neyðast fiskimenn til að sækja stíft Mynd 4. Golþorskastofn og nýliðun þriggja ára fiska í Færeyjum. Mynd 5. Samband nýliðunar þriggja ára fiska og fjölda golþorska 8 ára og eldri. aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.