Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 34

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 34
34 N Ý B R E I Ð A F J A R Ð A R F E R J A Í apríl kom til landsins nýr Baldur - Breiðafjarðarferja - sem er mun stærri en gamli Baldur og á án efa eftir að valda byltingu í farþegaflutn- ingum yfir Breiðafjörð. Það eru Sæferðir sem eiga skipið, en fyrirtækið gerir skipið út í verktöku fyrir Vegagerðina. Helsta byltingin með tilkomu hinnar nýju ferju er að hún er mun fljótari í ferðum en gamli Baldur og rými fyrir bíla og fólk er mun meira en í gamla Baldri. Nýi Baldur var keyptur í Hollandi og hann fór þar í viðamiklar endurbætur áður en siglt var til Íslands. Áður hét skipið Oost Vlieland og var í ferjusiglingum milli Hollands og eyja í Norður- sjónum. Skipið var smíðað í Þýskalandi árið 1970, en var endurbyggt árið 1994. Ferjan fékk því andlitslyftingu núm- er tvö áður en hún hóf að ferja fólk, bíla og vörur yfir Breiðafjörð. Ferjan er 1.350 brúttórúm- lestir að stærð og ganghrað- inn er 13,5 sjómílur. Vélar- aflið er 2.500 hestöfl, en skip- ið er búið tveimur MAK 1.250 hestafla aðalvélum. Lengd skipsins er 63 metrar og breidd 12,6 metrar. Í gamla Baldri var rými fyrir allt að 200 farþega, en nýja ferjan rúmar um 300 far- þega og þar af er rými fyrir um 200 farþega á sóldekki. Jafnframt stóreykst rými fyrir bíla og verður auðveldlega hægt að koma fyrir tæplega 40 bílum í ferð. Allur aðbún- aður um borð er mjög góður og fer vel um farþega. Hollensk ferja - endurbætt í Hollandi Sem fyrr segir voru endur- bætur á nýju ferjunni gerðar í Hollandi, nánar tiltekið í Shipdock skipasmíðastöðinni í Harlingen. Úrbætur voru gerðar varandi brunavarnir, bætt var við eldvarnarþiljum og skipinu skipt niður í brunahólf samkvæmt ströng- ustu reglum um brunavarnir. Settur var öryggis- og björg- unarbúnaður um borð í skip- ið frá Viking, þ.m.t. björgun- ar- og flotgallar. Eldhús var endurnýjað og nýr búnaður kom frá A. Karlssyni hf. Sett- ur var nýr vörukrani á skipið og komið fyrir nýrri siglinga- tölvu frá Radiomiðun-Ísmar. Þá var skipið málað með Jot- un-málningu frá Málningu hf. Eftirlit með breytingunum annaðist Hjörtur Emilsson fyr- ir hönd Navis-Fengs ehf.. Hinn nýi Baldur er hið voldugasta skip, eins og sjá má á þessari mynd. Mynd: Gunnlaugur Árnason/Stykkishólmi) Stærri og hraðskreiðari Baldur milli Stykkishólms og Brjánslækjar aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 34

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.