Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 36
36 Þ O R S K S T O F N I N N Markmið fiskveiðistjórnunar Velflestir eru sammála um að aðrir eigi ekki að ofveiða fiskinn. En sé aðgangur að miðunum frjáls eða bara fái hags- munaaðilar og ráðherrar að ráða ferðinni verða fiskistofnarnir ekki kjörnýttir held- ur ofveiddir. Fiskunum verður fækkað þar til auðlindin verður einskis virði og ekkert er hægt að sækja í hana nema með styrkjum frá öðrum atvinnugrein- um. Því þarf að taka í taumana, tak- marka aðganginn og stjórna fiskveiðun- um. Það skiptir meginmáli hvernig það er gert, en mestu skiptir að fiskveiði- stjórnunin sé ekki þykjustuleikur sem byggist á innantómum slagorðum eins og „sjálfbær nýting“ eða „ábyrgar fisk- veiðar“ heldur hafi skýr og vel skilgreind markmið og mælanleg viðmið og fylgi þeim eftir af festu. Fiskveiðistjórnun er óvirk nema hún standi gegn kröfum hagsmunaaðila og undanlátssemi stjórn- málamanna við þær eða beinum tilraun- um til að kaupa sér kjörfylgi og auka sinn hlut á kostnað þeirra sem á eftir koma. Séu hagsmunaaðilar ánægðir með fiskveiðistjórnunina er hún tæpast að virka. Ég tel að sóknarstýring hafi yfirburði yfir aflakvótakerfi og stofnsveiflur tengj- ast ekkert endilega stjórnkerfinu. En frá 1994 til 1996 þegar óvinsælt aflakvóta- kerfi sem Danir fyrirskipuðu var við lýði stækkaði þorskstofninn um 70 þús tonn eða meira en helming. Síðan 1996, undir vinsælu færeysku sóknarmarkskerfi hef- ur þorskstofninn minnkað um meira en 80% eða 100 þús tonn. Þær aðgerðir sem þarf til að endurreisa stofninn verða varla vinsælli í Færeyjum en danska kerfið. Kannski svo óvinsælar að til þeirra verður ekki gripið. Meðalþyngd í afla, hvað segir hún? Þorskur á færeyska landgrunninu er bráðþroska. Við tveggja ára aldur er hann orðinn næstum eins þungur og þriggja ára þorskur við Ísland og hann eykur þetta forskot sitt í heilt ár á næstu árum. En svo tapast það aftur þegar þorskurinn verður kynþroska, 8-10 ára fiskar hafa svipaða þyngd og við Ísland. Sé hægt að komast hjá því er samt lítið meiri ástæða til að veiða tveggja ára fisk í Færeyjum en við Ísland því hann þyng- ist verulega á hverju ári. En Færeyingar veiða þorskinn ungan, meðalþyngd hans í afla er talsvert minni en við Ísland þrátt fyrir vaxtarforskotið eins og 1. mynd sýnir. Þetta vitnar um ofveiði fremur en kjörnýtingu því þá ætti meðalþyngdin að vera ein 4 kg. Hve mikill munurinn er kemur samt á óvart því síðan 1965 hefur verið sama meðalsókn í 3-6 ára þorska í Færeyjum og í jafnþungan 4-7 ára fisk við Ísland. En fyrir færeyska þorskinn hefur sóknin ekki bara bein áhrif á ald- ursdreifinguna heldur líka á vöxt eða þyngd aldurshópanna. Þyngd þeirra hef- ur líka fallið með tíma og það (erfða- breyting?) virðist vera aðal ástæðan fyrir minnkandi meðalþyngd á 8. og 9. ára- tugnum. Á síðustu árum hefur sóknin vaxið og er nú mun meiri í færeyska þorskinn en þyngdirnar væru kannski líkari nú (2.5 kg) ef sóknin í þennan ungfisk við Ísland hefði ekki minnkað um helming 1993. Ekki er útilokað að sú mælda sóknarminnkun stafi að a.m.k. einhverju leiti af brottkasti. Nokkrar skilgreiningar og orðaskýringar Til samræmis við fiskifræðinga verður nýliðun aldurshópanna kölluð hér stofn- stærð þeirra (í byrjun árs) nema nýliðun tveggja ára fiska í Færeyjum N2 verður kölluð nýliðun (stofnsins). Nýliðun 0 ára fiska N0 verður kölluð hrygningin. Óvíst er að hún standi í sambandi við hrogna- eða seiðafjöldann en hún stendur í full- komnu sambandi (R=1) við nýliðunina, tveimur árum síðar, bara 50% stærri. Stofnstærð þorsksins B eða B2+ verður skilgreind sem summa af stærð árgang- anna frá tveggja ára aldri en eðlilegast er að skilgreina svo veiðistofninn FSB sem stofninn að frádregnum nýliðunum þ.e. summu aldurshópanna frá þriggja ára aldri B3+. Það er í samræmi við skil- greiningu Hafró á veiðistofninum nema nýliðun íslenska þorsksins miðast við þriggja ára aldur. Samband stofns og nýliðunar Eins og sýnt var í fyrri grein (Júlíusson 2006) er sterkt hlutfallslegt samband milli stofnstærðar þorsks við Ísland og afraksturs (afla + stofnstækkunar). Þó að samband mælist milli tveggja stærða er Þorskstofninn á Færeyjargrunni og afrakstursgeta hans Færeyingar lifa við sjó og af fiskveiðum. Þjóðfélagið er iðnvætt og þróað eins og á öðr- um Norðurlöndum og stærsti hluti landsframleiðslunnar kemur frá öðrum atvinnugrein- um en sjávarútvegi. En nánast allar útflutningstekjurnar koma þaðan og þannig stjórna gjafir hafsins öllu hagkerfinu. Því skiptir meginmáli fyrir efnahag Færeyinga að kjör- nýta fiskistofnana og hámarka framtíðar ágóðann af veiðunum. Greinarhöfundur er Einar Júlíusson, dósent við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 36

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.