Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 33

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 33
33 Þ O R S K E L D I Segja má að fyrsta áfanga í kynbótaverkefni í þorskeldi sé nú lokið og nýr kafli taki við - þ.e. sjálfar kynbæturnar, sem eru bæði fjár- og tímafrekar. Á árinu 2003 var stofnað félagið Icecod á Íslandi ehf. um seiðaeldi og kynbætur fyrir þorskeldi, en markmið þess er að framleiða kynbætt þorskeiði og tryggja kaup- endum þeirra stöðugar fram- farir í efnahagslega mikilvæg- um eiginleikum fyrir þorsk- eldi. Að félaginu standa Stofnfiskur hf., Hafrann- sóknastofnunin, Prokaria hf., Fiskey ehf., og ÞÞL ehf. Grunnstofn myndaður í fyrsta áfanga Fyrsti hluti verkefnsins, sem nú er lokið, hefur falist í því að mynda grunnstofn þar sem áhersla hefur verið lögð á að viðhalda erfðabreytileika og lágmarka skyldleikarækt- un. Safnað hefur verið erfða- efni frá afkomendum 698 þorskfjölskyldna frá ellefu hrygningarsvæðum við Ís- land, en við það er miðað að nýta 350 fjölskylduhópa í grunnstofn fyrir kynbótaverk- efnið. Alls hafa verið fram- leidd um 650.000 þorskseiði á vegum IceCod sem eru í eldi á nokkrum stöðum við Ísland. Þorskseiði sem klakin voru 2003, 2004 og 2005 eru komin í áframeldi hjá HB- Granda í Berufirði og í kvíum Hraðfrystihússins Gunnvarar í Ísafjarðardjúpi. Einnig er seiðum komið fyrir í strand- stöð í Höfnum. Kynbætur í öðrum áfanga Liður í kynbótastarfinu er umfangsmikið tilraunaeldi, þar sem verður leitað svara við þeirri spurningu hvaða kynbótakerfi skilar bestum árangri. Segja má að HB- Grandi verði einskonar próf- unarstöð fyrir Austfirði og HG verði að sama skapi próf- unarstöð fyrir Ísafjarðardjúp- ið. Þeir sem til þekkja telja að innan fimm ára verði mörg- um stórum spurningum svar- að varðandi þorskeldið og innan tíu ára verði farið að slátra umtalsverðu magni af þorski úr eldi. Takmarkið er að vinna markvisst að því að byggja upp svokallað aleldi - eldi sem byggir á lokaðri hringrás. Kynbótaverkefni í þorskeldi miðar vel „Það má vissulega deila um hraðann á þorskeldisverkefninu, en ég tel farsælast að taka hæg en örugg skref. Við erum ágæt- lega sáttir við útkomuna það sem af er.“ aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.