Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.2006, Blaðsíða 15
hafa gefið út í íslenskum krónum vegna hins gífurlega vaxtamunar sem vaxtahækk- anir Seðlabankans hafa leitt af sér. Ég vona að það verði ekki svona miklar sveiflur á næstunni enda eru þær afar óheppilegar.“ Ekki nema sjávarútvegurinn gangi vel Friðrik segir ennfremur að öllum megi ljóst vera að verðbólga fari vaxandi en með markvissum hagstjórnar- aðgerðum og meiri ráðdeild megi hafa veruleg áhrif á hana og að það séu öll skil- yrði til að ná tökum á efna- hagsástandinu þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Til þess að svo megi verða þurfi allir að leggjast á eitt og þar skipti aðgerðir ríkis og sveit- arfélaga mestu. „Það má vera að einhverjir hafi gleymt því að menn verða að afla meira en þeir eyða. Þetta á jafnt við um rekstur þjóðarbúsins og heimilanna og er staðreynd sem ekki verður umflúin. Því miður er hætt við að hjá þeim sem hafa tekið of mikil lán og varið þeim óskynsam- lega taki það nokkurn tíma að koma sér á rétt ról aftur. Það er þó nauðsynlegt að hafa í huga að íslenskt efna- hagslíf hefur alla burði til þess að blómstra en það ger- ist ekki nema sjávarútvegur- inn og aðrar hliðstæðar at- vinnugreinar gangi vel.“ 15 F J Á R M Á L Viðtal og mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. Verðþróun á gasolíu. aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.