Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2006, Page 6

Ægir - 01.06.2006, Page 6
Hinar stóru spurningar Vísindin eru mikilli óvissu háð. Þetta eru gömul sannindi og ný. Í fiskifræðinni standa vísindamenn frammi fyrir þeirri erfiðu stöðu að ýmislegt í náttúrunni skekkir myndina, t.d. hiti sjávar og breytingar á straumum. Það er og verður væntanlega eilífðar deilumál hvort fiski- fræðingar hafi forsendur til þess að segja til um stöðu ein- stakra fiskistofna. Okkur virðist lítið hafa miðað í rétta átt í uppbyggingu þorskstofnsins, þrátt fyrir áratuga kvótasetn- ingu. Þetta eru mikil vonbrigði segja hagsmunaaðilar í sjávar- útvegi, sjómenn og útvegsmenn, og sumir hafa uppi stór orð um það að þrátt fyrir að ráðum fiskifræðinga hafi verið fylgt í mörg undanfarin ár sé þorskstofninn ennþá í kalda koli. Á móti segja fiskifræðingar að ekki sé rétt að þeirra ráðum hafi verið fylgt, stjórnvöld hafi nánast undantekningalaust heimilað veiði á þorskinum langt umfram þeirra ráðgjöf. Þess vegna m.a. hafi þorskstofninn ekki náð sér á strik. Fyrir leikmenn sem ekki hafa vit á fiskifræði og horfa á þessi mál með áhugamannagleraugunum einum er erfitt að ráða í hvað sé rétt og hvað rangt í þessum efnum. Sjálfsagt hafa bæði fiskifræðingar og sjómenn eitthvað til síns máls. En hvað sem því líður, þá virðist manni vera nokkuð ljóst að ýms- ar líffræðilegar breytur hljóta alltaf að hafa sitt að segja og skekkja myndina. Er til dæmis ekki ástæða til að ætla að hlýn- andi sjór fyrir Norðurlandi hafi áhrif á fiskgengd? Gæti ekki verið að loðnan haldi sig fjarri hinum hlýnandi sjó og sæki í kaldari sjó hér langt norður í hafi? Og ef svo er, er ekki alveg vel mögulegt að þorskurinn fari í humátt á eftir loðnunni? Þetta eru mikilvægar spurningar, en það gengur erfiðlega að fá við þeim svör. Reyndar hefur Hafró sett á sína dagskrá að kanna þessi atriði sérstaklega og vonandi verður stofnunin fær um að gefa einhver svör. En menn skyldu aldrei halda að unnt verði að svara slíkum spurningum með afgerandi hætti. Mann- skepnan er og verður væntanlega aldrei það fullkomin að hún geti áttað sig á öllum brellum og duttlungum náttúrunnar. Í þessu blaði kemur m.a. fram í máli framkvæmdastjóra Norðursiglingar á Húsavík að hann kallar eftir ítarlegri umræðu um hvað valdi viðkomubresti ýmissa sjófuglategunda. Hann spyr sig þeirrar spurningar hvort ástæðan fyrir því að sjófugl- arnir eigi í erfiðleikum um þessar mundir við strendur landsins tengist ætisleysi, fyrst og fremst skorti á loðnu. Höfum við gengið of hart fram í veiði á loðnu, spyr framkvæmdastjórinn, og getur ekki fremur en nokkur annar svarað spurningunni. Hann veltir líka vöngum yfir því af hverju svo lítið sjáist af hrefnu á miðunum við landið í sumar og af hverju menn veiði vel af sem hann kallar „banhungruðum“ fiski á línu við landið. Getur verið að ástæðan sé sú sama, skortur á æti í sjónum? Það er mikilvægt að víðtæk umræða eigi sér stað í þjóðfé- laginu um stöðu fiskistofna og hafrannsóknir almennt. Við eig- um alltaf að velta því fyrir okkur hvort við séum að gera rétt í nýtingu fiskistofnanna og hvað sem hver segir þá verðum við að geta aflað okkur sem bestra vísindalegra upplýsinga um flókið lífríki hafsins til þess að byggja okkar sjálfbæru veiðar á. Um eitt eru allir sammála og það er að við höfum enga heimild til þess að stefna fiskistofnum hér við land í hættu. Ef öll rök hníga að því að einhverjir stofnar séu í hættu, þá eiga þeir að sjálfsögðu að njóta vafans. 6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Á 80 ára afmæli Gæslunnar Rétt fyrir kl. 10.00 var ég í Bakkavör á Seltjarnarnesi og fór þaðan með léttabát út í varðskipið Óðin og sigli síðan með því í fylgd varðskipsins Ægis inn í Reykjavíkurhöfn, þar sem á móti okkur var tekið með átta fallbyssuskotum. Eftir að lagst hafði verið að bryggju hófst 80 ára afmæliskaffi Landhelgisgæslu Íslands um borð í Óðni auk þess sem gild- istöku nýrra laga um gæsluna var fagnað. Ég minnist þess, þegar Óðinn kom fyrst til hafnar árið 1960 og faðir minn flutti ræðu sem dómsmálaráðherra við komu skipsins. Nú kom það í minn hlut að segja nokkur orð, þegar skipið er að ljúka þjónustu sinni fyrir land og þjóð. Ég minnti á hina miklu eflingu gæslunnar með nýju varðskipi, en væntanlega verður skrifað undir samning um smíði þess í desember á þessu ári, með nýrri flugvél og nýj- um þyrlum, en þegar hefur verið ritað undir samninga um leigu á þremur þyrlum, tveimur, sem koma 1. október, og einni frá og með 1. maí 2007. (Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, á heimasíðu sinni www.bjorn.is um 80 ára afmæli Landhelgisgæslunnar). Baráttan heldur áfram Minnumst þess ætíð að sjávarútvegurinn færði okkur á síð- ustu öld frá örbirgð til alsnægta. Það er næsta einstakt að þjóð skuli hafa byggt upp samfélag sitt með einni atvinnu- grein að heita má. Ein forsenda þess voru yfirráðin yfir landhelginni. Og nú fyrir skemmstu minntumst við einmitt þess að 30 ár eru lið- in frá því að fullnaðarsigur vannst í landhelgisbaráttunni. En þó að yfirráðarétturinn sé nú í höndum okkar þá heldur bar- áttan áfram þótt með öðrum hætti sé. Nú berum við ábyrgð á nýtingu okkar mikilvægustu auðlindar og getum ekki reitt okkur á nokkra aðra. Það verður ætíð helsta markmið okk- ar í sjávarútvegmálum að freista þess að byggja upp fiski- stofnana. Í því felast mestu möguleikar okkar til ávinnings og aukinnar auðsköpunar. Við vitum vel að framfarir okkar hafa leitt til þess að við erum nú að búa til fleiri krónur úr sama hráefnismagni og áður. Sannarlega hefur margvísleg- ur árangur náðst. Við nýtum nú fleiri nytjastofna en áður. Verðmætin sem við höfum búið til með auðlindanýtingunni, þekkingunni og tækniframförunum hafa aukist ár frá ári. Það breytir því hins vegar ekki að við getum ekki unað við að ná ekki meiri árangri. Afraksturinn er ekki sá sem við hefðum kosið eða viljað við uppbyggingu ýmissa fiski- stofna. (Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í ræðu sinni á sjómannadaginn 2006) U M M Æ L I aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 6

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.