Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2006, Qupperneq 10

Ægir - 01.06.2006, Qupperneq 10
10 F I S K I D A G U R I N N M I K L I Sporðrenna 8-10 tonnum af fiski Fyrir sex árum fengu nokkrir fiskverkendur á Dalvík þá hugmynd að gaman væri að bjóða heimamönnum og gestum sem ættu leið um upp á huggulega eftirmið- dagsstund þar sem boðið væri upp á grillaðan fisk. Fyrsta árið var mætingin eins og til var ætlast, en strax árið eftir jókst hún og síðan koll af kolli og hefur árlega verið slegið aðsóknarmet. En alltaf er þetta gert undir sömu for- merkjum, þ.e. að öllum gest- um og gangandi er boðið að borða fisk og meðlæti eins og menn geta í sig látið, án end- urgjalds. Svo verður einnig nú. Fiskverkendur á Dalvík taka sig saman og gefa allan þann fisk sem boðið er upp á, en reiknað er með að í ár verði boðið upp á samtals á bilinu 8 til 10 tonn af fiski. Fiskréttirnir verða sem fyrr fjölbreyttir og sem endraneær verður nýjung á matseðlin- um, en Júlíus Júlíusson, fram- kvæmdastjóri Fiskidagsins, er ófáanlegur til þess að upp- lýsa hvað nákvæmlega sé um að ræða. „En ég lofa því að þessi réttur á eftir að koma skemmtilega á óvart og vekja ánægju bragðlaukanna,“ segir hann. Fólk mætir snemma Sú hefð hefur skapast að Fiskidagurinn mikli er hald- inn laugardaginn eftir versl- unarmannahelgi og hann verður því þann 12. ágúst í ár. Júlíus segir að miðað við fyrirspurnir og biðlista hjá öll- um sem bjóða upp á gistingu í Dalvíkurbyggð og ná- grannabyggðum, sé ljóst að margir leggi leið sína til Dal- víkur um þessa helgi og raunar er það svo að fólk mætir á svæðið tímanlega fyr- ir Fiskidaginn. „Í fyrra veit ég að fyrsta fjölskyldan mætti á tjaldsvæðið föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi til þess að vera örugglega búin að tryggja sér gott rými. Síðan kom fólk í stórum stíl strax á mánudaginn og þriðjudaginn og umferðin þyngdist síðan þegar leið á vikuna. Ég á fast- lega von á því að það sama Undirbúningur Fiskidagsins mikla í fullum gangi – Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verður heiðursgestur Fiskidagsins í ár Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefur þróast í að vera fjölsóttasta sumarhátíð á Íslandi, ef Menningarnótt í Reykjavík er undanskilin. Í fyrra sóttu um 30 þúsund manns Dalvíkurbyggð heim í tilefni dagsins og ætla má, miðað við fyrirspurnir og spurn eftir gistirými, að aðsóknin verði síst minni í ár. Þrettán til fjórtán þúsund fiskborgarar renna í gegnum færibandagrillið, sem er sérstaklega hannað og smíðað fyrir Fiskidag- inn mikla. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 10

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.