Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2006, Page 19

Ægir - 01.06.2006, Page 19
19 Á S J Ó N U M Egill Birkir Stefánsson, vinnslustjóri. Ásgeir Rúnar Harðarson, vinnslustjóri í góðum gír. Ingvar Már Konráðsson, Baadermaður. Ingvar Ísfeld Kristinsson, afleysingar- yfirvélstjóri. H A F N I R Umtalsverðar breytingar hafa orðið á notkun hafnarinnar á Reyðarfirði síðustu árin. Þar hefur ferskum fiski ekki verið landað síðan í ágústmánuði í fyrra. Nokkuð var um að vinnsluskip lönduðu þar frystri síld á síðustu vertíð en annars þjónar höfnin nú alfarið vöru- flutningum. Rúnar Sigurjónsson hafnar- vörður segir að öll flutninga- skip sem komi til Reyðar- fjarðar með gáma setji þá á land við eldri höfnina en skip sem koma með stærri og þyngri hluti til framkvæmda við álverið fari að nýju stór- iðjuhöfninni út við Mjóeyri. Verið er að smíða nýjan hafnsögubát fyrir Reyðarfjarð- arhöfn en smábátaeigendur á staðnum hlaupa í skarðið þar til hann kemur við að flytja hafnsögumenn út í flutninga- skip á firðinum. Nýi hafn- sögubáturinn er smíðaður í Hollandi og er hann væntan- legur til landsins í mars á næsta ári. Texti og myndir: Haraldur Bjarnason Reyðarfjarðarhöfn: Löndun ferskfisks heyrir sögunni til Rúnar Sigurjónsson hafnarvörður á tröppum hafnarhússins á Reyðarfirði. Við Mjóeyrarhöfn, stóriðjuhöfnina við álverið. Þangað fer allur flutningur til Reyð- arfjarðar sem ekki er í gámum. „Nú er hún Snorrabúð stekkur“- Gamli vigtarskúrinn við Reyðarfjarðarhöfn má muna fífil sinn fegurri enda nokkuð mörg ár síðan hann var notaður. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 19

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.