Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2006, Qupperneq 24

Ægir - 01.06.2006, Qupperneq 24
24 V I Ð T A L smærri,“ segir Jóhann og bæt- ir við að síðustu ár hafi hrygningarstofninn verið í mikilli lægð og stóru hrygn- unum fækkað mikið. Skýrar tillögur á vísindalegum grunni Í tímans rás hafa vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar oft komið með mjög róttækar tillögur um skerðingu afla- heimilda sem miða eiga að uppbyggingu þorskstofnsins. Þeim hefur þó sjaldan verið fylgt upp á punkt og prik. Í því sambandi rifjast upp orð Steingríms Hermannssonar, sem var sjávarútvegsráðherra á árunum 1980 til 1983, sem sagði þegar svartagallsboð- skapur barst frá Hafró ein- hverju sinni og mikil skerðing á afla var lögð til; að sitthvað væri hvað þorskurinn eða þjóðin þyldu. Með öðrum orðum; að ef til vill þyrfti að skera aflaheimildir niður en slíkir efnahagslegir hagsmunir væru í húfi að það væri ekki gerlegt. „Nei, maður getur ekki hvekkt sig um of á því þótt stjórnmálamenn daufheyrist við tillögum vísindamanna. Hlutverk okkar er að safna upplýsingum og leggja þær fyrir stjórnvöld og hagsmuna- aðila svo þeir geti glöggvað sig á þeim valkostum sem eru í stöðunni á hverjum tíma. Stjórnvöld bera hins vegar ábyrgðina og þurfa að taka tillit til margra þátta. Við höfum fyrst og síðast það hlutverk að setja fram skýrar tillögur sem byggðar eru á sterkum vísindalegum grunni. En nú þykir okkur mikilvæg- ara en oft áður að undirstrika nauðsyn aðgerða,“ segir Jó- hann sem gefur lítið fyrir þá hleypidóma að hægur gangur í uppbyggingu fiskistofnanna sanni markleysu fiskifræðinn- ar og hafrannsókna almennt. „Okkur þykir hins vegar afleitt þegar vísað er til marklausrar fiskifræði í tengslum við slakt ástand þorskstofnsins. Ef skoðaðar eru tillögur okkar síðasta ald- arfjórðunginn varðandi þorskinn þá er augljóst að langt er í frá að tillögum okk- ar hafi verið fylgt. Það segir alls ekki að fræðin séu full- komin eða fiskifræðingar óskeikulir, en staðreyndin er að oftar en ekki hefur vel tekist til við uppbyggingu og skynsamlega nýtingu fiski- stofnanna þegar ráðlegging- um okkar hefur verið fylgt og og er farsæl uppbygging stofns sumargotssíldar skýrt dæmi þar um,“ segir Jóhann. Umhverfisaðstæður ýsunni í vil Varðandi gott ástand ýsu og óvissu með loðnustofninn, segir Jóhann að uppbygging hans síðustu árin hafi tekist mjög vel. Árgangurinn frá 2003 sé risastór, sem að ein- hverju leyti megi rekja til hóf- legrar veiði í samanburði við þorskinn. „Auðvitað vegur það þungt að umhverfisaðstæður hafa verið að breytast ýsunni í vil. Íslandsmið eru á norður- mörkum þess svæðis sem ýsa þrífst yfirhöfuð á, en stað- reyndin er sú að síðustu ár hafa þau mörk verið að fær- ast norðar. Nú veiðist ýsan til dæmis fyrir norðan land, þar sem hún sást ekki áður og þar koma til bæði breytt skil- yrði í sjónum og eins að tog- veiði er stunduð í minna mæli nyrðra en hér við land- ið sunnanvert á hefðbundinni ýsuslóð. Hvað loðnuna áhrærir hafa öll aflabrögð verið mjög sveiflukennd og draga hefur þurft úr veiði. Er skemmst að minnast þess frá liðnum vetri að hrygningar- loðnan skilaði sér ekki fyrr en seint og um síðir og ekki í sama mæli og stundum áður. Ástæður þess þurfum við að rannsaka, enda miklir hag- munir í húfi,“ segir Jóhann að lokum. Myndir og texti: Sigurður Bogi Sævarsson. Forstjóri Hafró. „Afleitt þegar vísað er til marklausrar fiskifræði í tengslum við slakt ástand þorskstofnsins. Ef skoðaðar eru til- lögur okkar síðasta aldarfjórðunginn varðandi þorskinn þá er augljóst að langt er í frá að tillögum okkar hafi verið fylgt.“ Þorskur: Hlutfall landaðs afla af veiðistofni 1928-2003 aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 24

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.