Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2006, Side 26

Ægir - 01.06.2006, Side 26
26 V I Ð T A L Bjarni Ásmundsson og Magnús G. Magn- ússon, sem báðir starfa á STS Teikni- stofu, auk fyrrverandi eiganda Karls G. Þórleifssonar, keyptu Teiknistofu KGÞ árið 2004, en hún hafði verið starfrækt frá árinu 1978. Bjarni hafði áður starfað á stofunni um hríð, en Magnús hafði m.a. starfað hjá Skipasýn í Reykjavík og verið framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Skipa- nausts á Ísafirði. Bjarni, sem er framkvæmdastjóri STS Teiknistofu, rifjar upp að þegar þeir tóku við rekstrinum hafi mörg stór verkefni verið í farvatninu fyrir hérlendar útgerð- ir, en mál hafi æxlast svo að við öll þessi verkefni var hætt og því stóðu þeir fé- lagarnir skyndilega uppi verkefnalausir, nýlega búnir að festa fjármuni í teikni- stofunni. „Þá voru góð ráð dýr. Við fór- um í framhaldinu að horfa í kringum okkur og komumst m.a. í kynni við grænlenska útgerð, Qajaq Trawl, sem var þá með nýtt skip sem hafði verið smíðað í Noregi og fyrir lá að færi í svo- kalla „garanti“ skoðun. Við fórum svo í framhaldi af þeirri vinnu sem fylgdi þessari skoðun að vinna meira fyrir þá sem og Siquaq Trawl AS á Grænlandi og það má segja að þessi verkefni hafi bjargað rekstrinum fyrstu mánuðunum. Síðan hafa skipst á skin og skúrir, eins og gengur, en á síðustu mánuðum hefur verið mikið að gera og útlitið er gott,“ segir Bjarni. Hannaði 29 metra togskip Bjarni rifjar upp að í framangreindri nið- ursveiflu í verkefnum hafi hann farið út í að hanna tvær útfærslur af 29 metra tog- skipum og gekk svo langt að útbúa full- komna smíðalýsingu af skipunum og fékk verð í smíðina frá skipasmíðastöð á Spáni. „Hönnun þessa skips var gerð með það í huga að það væri eins hag- kvæmt í rekstri og nokkur kostur væri og fengum m.a. aðila úti í Noregi til að gera fyrir okkur allskonar útreikninga varðandi framdrift á skipinu til að finna út hvaða útfærsla t.d. á skrúfu- og vél- búnaði væri hagkvæmust, við létum hanna mjög fullkomið lestarkerfi og lögðum síðan mikla vinnu í að hanna gott fyrirkomulag á vinnslulínu á milli- dekki o.fl. Það er einnig gaman að segja frá því að það verð sem við fengum í smíðina var fullkomlega sambærilegt við það að láta smíða skipið á Taiwan. Í þessu sambandi er ástæða til að geta þess að þegar íslenskar útgerðir eru að láta smíða skip í fjarlægum heimshlutum eins og t.d. á Taiwan eða Kína virðast menn aldrei reikna dæmið til enda. Til dæmis hvað það kostar að sigla skipinu heim, hvað það kostar að dvelja á staðn- um og hafa eftirlit með smíðinni, að ekki sé minnst á ferðakostnaðinn fyrir mann- skapinn o.s.frv. Ef Spánn og Taiwan eru borin saman, þá tekur t.d. einungis ca. fimm tíma að ferðast til Spánar ef flogið er beint frá Íslandi, en allt að því þrjá daga að ferðast til Taiwan. Tíminn er peningar, en menn gleyma því oft,“ segir Bjarni og bætir við að þrátt fyrir mjög hagstætt verð frá skipasmíðastöðinni á Spáni hafi málið aldrei farið lengra, því hérlendir útgerðarmenn hafi ekki sýnt málinu nægilegan áhuga. „Ég á þessar teikningar ennþá niðri í skúffu og skipa- smíðastöðin á Spáni hefur samband við mig reglulega til þess að spyrjast fyrir um stöðu mála hér heima og hvort möguleiki sé á að ráðist verði í smíðina. Þeir eru sem sagt ennþá tilbúnir til að smíða skipið á því hagstæða verði sem þeir buðu á sínum tíma.“ STS Teiknistofa á Akureyri með mörg járn í eldinum: Brýnt að endurnýja íslenska fiskiskipastólinn - að mati Bjarna Ásmundssonar, framkvæmdastjóra STS Teiknistofu Markus - skip Qajaq Trawl á Grænlandi - en vinna við „garanti“ skoðun o.fl. var eitt af fyrstu verkefnum STS Teiknistofu. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 26

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.