Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2006, Síða 27

Ægir - 01.06.2006, Síða 27
27 V I Ð T A L Í öllu sem snýr að skipum „Það má segja að við rekum stofuna á sama grunni og Teiknistofa KGÞ var rek- in. Við erum í nánast öllu sem snýr að skipum, nema veiðarfæragerð,“ segir Bjarni og brosir, „hönnun á nýjum skip- um, breytingar á skipum, stöðugleika skipa, eftirlit með hinum ýmsu viðgerð- ar- og viðhaldsverkum o.s.frv. Verkefni okkar að undanförnu hafa að töluverðu leyti snúið að breytingum á brennsluol- íukerfum skipa þannig að þau geti brennt svartolíu, en við höfum verið að sérhæfa okkur í þessum hlutum. Mikil vakning hefur orðið í þessu að undan- förnu vegna hækkandi olíuverðs og út- gerðir eru að láta breyta mörgum skip- um í þessa veru, bæði hér á landi og út um allan heim, enda felst í þessu mikill fjárhagslegur sparnaður. Það má segja að Samherji hafi riðið á vaðið í þessum efnum, eins og svo oft áður þegar um nýjungar er að ræða, þegar Baldvin NC fór í vélaskipti hér í Slippnum á Akureyri. Við vorum síðan að vinna meira og minna fyrir og með Samherja í samskonar breytingum á brennsluolíukerfum skipa félagsins allan síðari hluta síðasta árs og það sem af er þessu ári hefur skipum í eigu félaga sem Samherji á hlut í í Færeyjum og í Þýska- landi sömuleiðis verið breytt. Við höfum einnig hannað breytingar á brennslukerfi tveggja grænlenskra togara sem Qajaq Trawl og Siquaq Trawl gera út. Verð- munurinn á þeirri brennsluolíu sem til þessa hefur verið notuð á fiskiskip og svartolíu er 40-50% og því eru útgerðir tiltölulega fljótar að ná til baka fjárfest- ingunni vegna breytinganna, sem liggur á bilinu 30-40 milljónir á hvert skip,“ segir Bjarni. Svartolían eða þungolían er mun þykkari en hin hefðbundna olía á fiski- skip og því þarf að setja búnað niður í skipin sem hitar olíuna og gerir það að verkum að seigja hennar og hitastig er rétt þegar hún kemur inn á vélarnar auk þess sem skiljubúnaður er endurbættur. Þetta eru lykilatriði til þess að fyrirbyggja að skemmdir verði á vélum skipanna og rétt brennsla á eldsneytinu náist. Sumar nýjar vélar eru raunar þannig útbúnar að þær ráða sjálfar við að hita olíuna upp og ná fram réttri seigju í henni, en þar sem eldri vélar eru þar þarf að setja nið- ur þennan nýja búnað sem tryggir að brennsla olíunnar gangi vel fyrir sig.“ Náið samstarf við Skipsteknisk AS. STS Teiknistofa starfar mjög náið með norsku skipahönnunarstofunni Skips- teknisk AS í Álasundi í Noregi. Bjarni segir að í raun hafi ein af meginástæð- unum fyrir því að hann ákvað ásamt Magnúsi að kaupa rekstur Teiknistofu KGÞ verið sú að Skipsteknisk AS hafði sýnt áhuga á samstarfi við sig um að opna einhverskonar útibú á Íslandi. „Skipsteknisk gerði síðan í framhaldinu samstarfssamning við okkur um gagn- kvæm verkefnaskipti. Það er að segja að þeir myndu senda til okkar verkefni ef þannig stæði á hjá þeim og öfugt. Vegna þessara tengsla höfum við síðan fengið verkefni, sem við að öðrum kosti hefð- um væntanlega ekki fengið, t.d. fyrir færeyskar og norskar útgerðir,“ segir Bjarni. Skipsteknisk AS hefur á sínum snær- um 40-50 starfsmenn, og þeir hafa gríð- arlega reynslu og þekkingu, að sögn Bjarna. Stofan hefur hannað skip af öll- um stærðum og gerðum út um allan heim. Nefna má skip fyrir olíuiðnaðinn, hafrannsóknaskip, kapalskip, brunnbáta fyrir laxeldi, uppsjávarveiðiskip, línu- veiðiskip og togara af öllum stærðum og gerðum. Dæmi um hérlend skip sem Skipsteknisk hefur hannað eru Pétur Jónsson RE, sem raunar var nýverið seld- ur úr landi, Jóna Eðvald SF, Áskell ÞH, Þorsteinn ÞH o.fl.. „Þetta fyrirtæki er með sambönd út um allan heim og fyrir vikið ná þeir oft mjög hagstæðum samn- ingum varðandi nýsmíði skipa, innkaup á búnaði o.sv.frv.,“ segir Bjarni og bætir við að upphaflega hafi Skipsteknisk ver- ið stofnað til þess að hanna fiskiskip. „Eigandi stofunnar er mikill fiskiskipa- maður, en eftir því sem olíuiðnaðinum Þremenningarnir sem starfa á STS Teiknistofu á Akureyri. Frá vinstri Karl G. Þórleifsson, Magnús G. Magnússon og Bjarni Ásmundsson. Þeir Magnús og Bjarni keyptu Teiknistofu KGÞ af Karli G. Þórleifssyni fyrir tveimur árum í kjölfarið var nafninu breytt í STS Teiknistofa. Eftir sem áður starfar Karl á stofunni. Þegar íslenskar útgerðir eru að láta smíða skip í fjarlægum heimshlutum eins og t.d. á Taiwan eða Kína virðast menn aldrei reikna dæmið til enda aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 27

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.